Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2025 14:10 Hildur vildi vita hvort Kristrún tæki undir með Ingu þar sem hún talaði um óvandaða falsfréttamiðla. Kristrún sagði að almennt ættu ráðamenn ekki að svara með þeim hætti sem Inga gerði, en fólki gæti hins vegar fundist ómaklega að sér sótt. vísir/vilhelm Þingið hófst með látum nú rétt í þessu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksmaður Sjálfstæðisflokks tók upp þráðinn í óundirbúnum fyrirspurnum frá í gærkvöldi þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína; Hildur spurði Kristrúnu hvort hún tæki undir með Ingu Sæland formanni Flokks fólksins, þegar hún lét umdeild ummæli falla um falsfréttamiðla? Hildur sagði lýðræðishlutverk fjölmiðla óumdeilt. Þeim bæri að upplýsa almenning og að hafa vakandi auga með stjórnvöldum, atvinnulífi og stofnunum. Tekur Kristrún undir með Ingu? „Yfirlýsingar háttvirtra þingmanna og hæstvirtra ráðherra stjórnarmeirihlutans um fjölmiðla og ríkisstyrki til þeirra á umliðnum vikum hafa því eðlilega vakið verðskuldaða athygli, sérílagi ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra frá 22. janúar síðastliðnum þar sem hún sagði, með leyfi forseta: „Óvandaðir falsfréttamiðlar í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla koma fram við fólk eins og fífl.“ Hildur spurði Kristrúnu hvort hún telji þessi ummæli um falsfréttamiðla til eftirbreytni. „Og taki undir með hæstvirtum félags- og húsnæðismálaráðherra, líkt og aðrir ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa gert?“ Kristrún sagðist ekki vilja gagnrýna fjölmiðla sem spyrji óþægilegra spurninga. „Almennt eiga kjörnir fulltrúar ekki að tjá sig með þessum hætti. Og ekki mikið meira um þetta að segja.“ Hún bætti því við að hún vildi búa í landi þar sem ráðamenn fengju aðhald og spurt væri beittra spurninga. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að þola. Fólk getur verið krítískt á móti og vilji verja sig. Og gerir það með ákveðnum hætti. En vonandi verðum við áfram í slíku umhverfi að fjölmiðlar séu málefnalegir og spyrji erfiðra spurninga.“ Spurning hvort ummælin stangist á við siðareglur ráðherra Hildur sagðist í andsvari vilja nýta tækifærið og rifja upp efni siðareglna ráðherra og handbókar þar um. Þar megi finna skýringar við einstaka liði siðareglna og hagnýt dæmi um háttsemi sem er í andstöðu við reglurnar: „Ráðherra skal jafnframt vera meðvitaður um sjónarmið valdtemprunar og virða aðhaldshlutverk Alþingis, eftirlitsstofnana og fjölmiðla.“ Hildur velti því upp hvort ummæli Ingu um falsfréttamiðla gætu hugsanlega stangast á við siðareglur ráðherra, en þar er meðal annars tiltekið að þeir gerist brotlegir þegar þeir neita að svara fyrirsprunum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.vísir/vilhelm Þá nefndi Hildur, og vitnaði enn til siðareglnanna, að þar sé nefnt sem dæmi þegar „ráðherra neitar að svara fyrirspurnum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.“ Hildur sagði siðareglur ráðherra skýrar. Úr siðareglum ráðherra. „Það má velta fyrir sér hvers vegna þær eru settar ef þær eru að engu hafðar. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hún telji að áðurnefnd ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra samrýmist siðareglum ráðherra?“ Kristrún sagði að henni þætti þetta góð umræða og mikilvægt væri að þingmenn væru sér meðvitaðir um siðareglurnar. Hún sagðist ekki hafa velt fyrir sér þessum ummælum í þessu samhengi. „Það getur komið upp hiti í persónulegum málum og fólk oft í þeirri stöðu að þurfa að taka á sig gagnrýni í heitum málum,“ sagði Kristrún en sagðist fagna krítískri umræðu í þessu samhengi. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Sjá meira
Hildur sagði lýðræðishlutverk fjölmiðla óumdeilt. Þeim bæri að upplýsa almenning og að hafa vakandi auga með stjórnvöldum, atvinnulífi og stofnunum. Tekur Kristrún undir með Ingu? „Yfirlýsingar háttvirtra þingmanna og hæstvirtra ráðherra stjórnarmeirihlutans um fjölmiðla og ríkisstyrki til þeirra á umliðnum vikum hafa því eðlilega vakið verðskuldaða athygli, sérílagi ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra frá 22. janúar síðastliðnum þar sem hún sagði, með leyfi forseta: „Óvandaðir falsfréttamiðlar í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla koma fram við fólk eins og fífl.“ Hildur spurði Kristrúnu hvort hún telji þessi ummæli um falsfréttamiðla til eftirbreytni. „Og taki undir með hæstvirtum félags- og húsnæðismálaráðherra, líkt og aðrir ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa gert?“ Kristrún sagðist ekki vilja gagnrýna fjölmiðla sem spyrji óþægilegra spurninga. „Almennt eiga kjörnir fulltrúar ekki að tjá sig með þessum hætti. Og ekki mikið meira um þetta að segja.“ Hún bætti því við að hún vildi búa í landi þar sem ráðamenn fengju aðhald og spurt væri beittra spurninga. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að þola. Fólk getur verið krítískt á móti og vilji verja sig. Og gerir það með ákveðnum hætti. En vonandi verðum við áfram í slíku umhverfi að fjölmiðlar séu málefnalegir og spyrji erfiðra spurninga.“ Spurning hvort ummælin stangist á við siðareglur ráðherra Hildur sagðist í andsvari vilja nýta tækifærið og rifja upp efni siðareglna ráðherra og handbókar þar um. Þar megi finna skýringar við einstaka liði siðareglna og hagnýt dæmi um háttsemi sem er í andstöðu við reglurnar: „Ráðherra skal jafnframt vera meðvitaður um sjónarmið valdtemprunar og virða aðhaldshlutverk Alþingis, eftirlitsstofnana og fjölmiðla.“ Hildur velti því upp hvort ummæli Ingu um falsfréttamiðla gætu hugsanlega stangast á við siðareglur ráðherra, en þar er meðal annars tiltekið að þeir gerist brotlegir þegar þeir neita að svara fyrirsprunum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.vísir/vilhelm Þá nefndi Hildur, og vitnaði enn til siðareglnanna, að þar sé nefnt sem dæmi þegar „ráðherra neitar að svara fyrirspurnum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.“ Hildur sagði siðareglur ráðherra skýrar. Úr siðareglum ráðherra. „Það má velta fyrir sér hvers vegna þær eru settar ef þær eru að engu hafðar. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hún telji að áðurnefnd ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra samrýmist siðareglum ráðherra?“ Kristrún sagði að henni þætti þetta góð umræða og mikilvægt væri að þingmenn væru sér meðvitaðir um siðareglurnar. Hún sagðist ekki hafa velt fyrir sér þessum ummælum í þessu samhengi. „Það getur komið upp hiti í persónulegum málum og fólk oft í þeirri stöðu að þurfa að taka á sig gagnrýni í heitum málum,“ sagði Kristrún en sagðist fagna krítískri umræðu í þessu samhengi.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent