Skoðun

Kæra sjálf­stæðis­fólk

Snorri Ásmundsson skrifar

Það er mikil hætta á úrkynjun í Sjálfstæðisflokknum ef ég verð ekki kosinn formaður. Mótframbjóðendur mínir eru uppaldar í feðraveldi sjálfstæðisflokksins og því mjög mikilvægt að ég sem frambjóðandi kvenna í flokknum fái hljómgrunn og geti sáð fræjum og komið með nýjar áherslur og hugmyndir inn í kjarna flokksins. Ég er ótrúlega vel gefinn þótt ófullkomin sé og mun ljóma sem formaður flokksins því ég er bæði myndarlegur og mér leiðist ekki sviðsljósið. Auk þess er ég réttsýnn og vitur. Það geta margir vitnað um. Áslaug og Guðrún eru ágætis stelpur en ég tel mig mikið hæfari til að leiða Sjálfstæðisflokkinn og gera úr honum breiðfylkingu landi og þjóð til sóma. Ég skulda Sjálfstæðisflokknum að hlúa að honum og vera honum góð fyrirmynd. Sem formaður mun ég beita mér fyrir fallegum og heilbrigðum samskiptum og fegurðinni almennt. Auk þess mun ég standa við bakið á framsækni og árangri í rekstri þjóðarinnar og fyrirtækja í landinu. Við erum komin af víkingum og eigum að vera stoltir víkingar og fara í víking til annarra landa og heimsálfa og sölsa undir okkur verðmæti af þeim sem kunna ekki að fara með þau. Ég treysti mér til að standa í hárinu á Trump og öðrum kollegum og kenna þeim mannasiði. Verum sterk, verum jákvæð og verum framsýn og stöndum undir nafni sem stórasta land í heimi.

Höfundur er myndlistarmaður og formannsefni í Sjálfstæðisflokknum.




Skoðun

Skoðun

Tákn­mál

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Sjá meira


×