Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar 10. febrúar 2025 23:00 Þann 27. janúar s.l. var haldinn alþjóðlegur minningardagur um helför nasista gegn gyðingum. Að þessu sinni var tilefnið að áttatíu ár eru liðin frá því að rússneski herinn frelsaði fangana sem eftir lifðu í Auschwitz útrýmingarbúðunum. Fjöldamorðin á gyðingum voru í forgrunni minningadaganna sem voru haldnir í anda kjörorðanna ALDREI AFTUR! Aðal athöfnin var í Auschwitz í Póllandi. Fulltrúar fimmtíu þjóða mættu og einnig fjöldi fólks sem lifði af dvölina í útrýmingarbúðum þýsku nasistanna og voru frelsuð 27. janúar 1945. Á minningarathöfninni voru fluttar ræður þar sem sjónarmið síonista voru allsráðandi. Minning fórnarlamba nasistanna var í raun svívirt með því að segja að fólkið sem andmælir nýrri helför séu gyðingahatarar! Innihald kjörorðanna ALDREI AFTUR! náði ekki til gestanna sem sátu í heiðursstúkunni á minningarathöfninni við Auschwitz. Þar sátu Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Karl Bretakóngur og Steve Witkoff fulltrúi Trumps; fulltúar sömu stjórnvalda sem hafa sent Ísraelsher vopnin til að framkvæma þjóðarmorð - ENN OG AFTUR! Vonin um að þjóðarleiðtogar Vesturlanda hefðu dregið einhver lærdóm af hryllingi helfararinnar dó í innantómu orðagjálfri þeirra um mannréttindi og frelsi. Í sömu viku og minningarathöfnin vegna helfararinnar var haldin í Auschwitz drap her Ísraelsmanna 193 Palestínumenn, særðu 397 og leifar 171 Gazabúa voru grafnar úr rústum heimila sinna í Gazaborg. Ísraelsmenn hafa drepið tugþúsundir Palestínumanna í árasum sem hafa staðið mánuðum saman. Það sem átti aldrei að gerast aftur gerist AFTUR - OG AFTUR! Þjóðernisstefnan Helsti lærdómur helfararinnar 1939 -1945 fyrir mannkynið er hversu þjóðernisstefnan er hættuleg. Þjóðernisstefnan æsir upp í fólki andúð gegn „hinum“ - þjóðernisstefnan hvetur til ofsókna gegn minnihlutahópum og þeim sem ekki falla að staðalímyndum þjóðernishyggjunnar. Þjóðernisstefnan æsir upp ýfingar milli hópa þjóða og þjóðríkja og leiðir iðulega til stríðsátaka. Þeir sem fylgja þjóðernisstefnunni trúa Göbbelskum-lygum Trumps og siðblindra forystumanna stjórnmálaflokka sem boða þjóðernisstefnu. Hugur þeirra fyllist hatri gegn fólki sem passar ekki í „normið“. Trans-fólk, samkynhneigðir, hörundsdökkir, femínistar, margvíslegir minnihlutahópar raska geðró fólks sem aðhyllast hugmyndir um eigið ágæti og réttlæti þess að þeirra líkir ráði ríkjum. Níð og lygar um „woke“, um „góða fólkið“er daglegt brauð, líka hér á landi m.a. á Útvarpi Sögu og í athugasemdadálkum samfélagsmiðla. Þjóðernissinnar leita ætíð að fórnalömbum til að níðast á - áður voru það gyðingar Evrópu, nú eru það þeir sem vilja staðfesta þær framfarir sem orðið hafa við aukin réttindi minnihlutahópa. Gyðingar voru helstu fórnarlömb útrýmingarstefnu þýsku nasistanna og meðreiðarsveina þeirra í ýmsum löndum. En það voru ekki bara gyðingar sem voru drepnir með óhugnalegum ásetningi og skipulagi - samkynhneigðir, Romafólk og fólk með þroskaskerðingu - þessir hópar voru utan hópa „hinna verðugu“ og var því troðið í gasklefana. Það eru alltaf „hinir verðugu“ sem standa á bak við ofsóknirnar og drápin. Upphafning „hins sterka“; hvíta karlmannsins sem hafði mótað heiminn, heim ójafnaðar, kynjamismununar, styrjalda og nýlendukúgunar var og er innihaldið sem birtist í ýmsum formum. Ójöfnuður og yfirráð þeirra sem hafa ráðið er leiðarstefið - og þegar „hinir“ reyna að sækja sín réttindi þá skal horfið til fyrri hátta - MAKE THINGS GREAT AGAIN! Framsókn afturhaldsafla víða um heim, Trump í Bandaríkjunum, Orban í Ungverjalandi, AFD í Þýskalandi, Sverigedemokraterna í Svíþjóð ofl. eru allt dæmi um afturhaldsöflin sem dreymir um fyrra ástand, áður en hinsegin fólk, konur og fatlaðir sem kröfðust réttinda sér til handa komust upp á dekk! Á Íslandi er á kreiki fólk sem er haldið fortíðarþrá, fólk sem er andsnúið réttindabaráttu hópa sem hafa búið við skert réttindi, fólk sem skilur ekki fjölbreytileika mannflórunnar og andmælir fjölmenningunni sem það er þó sjálft hluti af. Þetta er fólkið sem oft gengur andstæðingum frjálslyndis og lýðræðis á hönd og grefur þar með undan eigin réttindum. Í Bandaríkjunum, Ungverjalandi og víðar þar sem þjóðernissinnuð öfl hafa náð völdum er grafið undan réttindum minnihlutahópa, ráðist gegn dómskerfinu, lögreglan hervædd og frelsi fjölmiðla brotið á bak aftur. Þingræðið verður að skrípaleik og allar meginstoðir lýðræðisins eru brotnar niður hægt og bítandi uns ekki verður aftur snúið. Valdataka Trumps og félaga í Bandaríkjunum mun hafa víðtæk áhrif víða um heim á sviði viðskipta, mannréttinda og lýðræðis. Atlaga Bandaríkjastjórnar gegn alþjóðadómstólum mun veikja stöðu smáríkja og valdaminni þjóða. Stjórnvöld, og þar á meðal hin íslensku, verða að skilja hvert stefnir og bregðast við til varnar lýðræðinu og mannréttindum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þann 27. janúar s.l. var haldinn alþjóðlegur minningardagur um helför nasista gegn gyðingum. Að þessu sinni var tilefnið að áttatíu ár eru liðin frá því að rússneski herinn frelsaði fangana sem eftir lifðu í Auschwitz útrýmingarbúðunum. Fjöldamorðin á gyðingum voru í forgrunni minningadaganna sem voru haldnir í anda kjörorðanna ALDREI AFTUR! Aðal athöfnin var í Auschwitz í Póllandi. Fulltrúar fimmtíu þjóða mættu og einnig fjöldi fólks sem lifði af dvölina í útrýmingarbúðum þýsku nasistanna og voru frelsuð 27. janúar 1945. Á minningarathöfninni voru fluttar ræður þar sem sjónarmið síonista voru allsráðandi. Minning fórnarlamba nasistanna var í raun svívirt með því að segja að fólkið sem andmælir nýrri helför séu gyðingahatarar! Innihald kjörorðanna ALDREI AFTUR! náði ekki til gestanna sem sátu í heiðursstúkunni á minningarathöfninni við Auschwitz. Þar sátu Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Karl Bretakóngur og Steve Witkoff fulltrúi Trumps; fulltúar sömu stjórnvalda sem hafa sent Ísraelsher vopnin til að framkvæma þjóðarmorð - ENN OG AFTUR! Vonin um að þjóðarleiðtogar Vesturlanda hefðu dregið einhver lærdóm af hryllingi helfararinnar dó í innantómu orðagjálfri þeirra um mannréttindi og frelsi. Í sömu viku og minningarathöfnin vegna helfararinnar var haldin í Auschwitz drap her Ísraelsmanna 193 Palestínumenn, særðu 397 og leifar 171 Gazabúa voru grafnar úr rústum heimila sinna í Gazaborg. Ísraelsmenn hafa drepið tugþúsundir Palestínumanna í árasum sem hafa staðið mánuðum saman. Það sem átti aldrei að gerast aftur gerist AFTUR - OG AFTUR! Þjóðernisstefnan Helsti lærdómur helfararinnar 1939 -1945 fyrir mannkynið er hversu þjóðernisstefnan er hættuleg. Þjóðernisstefnan æsir upp í fólki andúð gegn „hinum“ - þjóðernisstefnan hvetur til ofsókna gegn minnihlutahópum og þeim sem ekki falla að staðalímyndum þjóðernishyggjunnar. Þjóðernisstefnan æsir upp ýfingar milli hópa þjóða og þjóðríkja og leiðir iðulega til stríðsátaka. Þeir sem fylgja þjóðernisstefnunni trúa Göbbelskum-lygum Trumps og siðblindra forystumanna stjórnmálaflokka sem boða þjóðernisstefnu. Hugur þeirra fyllist hatri gegn fólki sem passar ekki í „normið“. Trans-fólk, samkynhneigðir, hörundsdökkir, femínistar, margvíslegir minnihlutahópar raska geðró fólks sem aðhyllast hugmyndir um eigið ágæti og réttlæti þess að þeirra líkir ráði ríkjum. Níð og lygar um „woke“, um „góða fólkið“er daglegt brauð, líka hér á landi m.a. á Útvarpi Sögu og í athugasemdadálkum samfélagsmiðla. Þjóðernissinnar leita ætíð að fórnalömbum til að níðast á - áður voru það gyðingar Evrópu, nú eru það þeir sem vilja staðfesta þær framfarir sem orðið hafa við aukin réttindi minnihlutahópa. Gyðingar voru helstu fórnarlömb útrýmingarstefnu þýsku nasistanna og meðreiðarsveina þeirra í ýmsum löndum. En það voru ekki bara gyðingar sem voru drepnir með óhugnalegum ásetningi og skipulagi - samkynhneigðir, Romafólk og fólk með þroskaskerðingu - þessir hópar voru utan hópa „hinna verðugu“ og var því troðið í gasklefana. Það eru alltaf „hinir verðugu“ sem standa á bak við ofsóknirnar og drápin. Upphafning „hins sterka“; hvíta karlmannsins sem hafði mótað heiminn, heim ójafnaðar, kynjamismununar, styrjalda og nýlendukúgunar var og er innihaldið sem birtist í ýmsum formum. Ójöfnuður og yfirráð þeirra sem hafa ráðið er leiðarstefið - og þegar „hinir“ reyna að sækja sín réttindi þá skal horfið til fyrri hátta - MAKE THINGS GREAT AGAIN! Framsókn afturhaldsafla víða um heim, Trump í Bandaríkjunum, Orban í Ungverjalandi, AFD í Þýskalandi, Sverigedemokraterna í Svíþjóð ofl. eru allt dæmi um afturhaldsöflin sem dreymir um fyrra ástand, áður en hinsegin fólk, konur og fatlaðir sem kröfðust réttinda sér til handa komust upp á dekk! Á Íslandi er á kreiki fólk sem er haldið fortíðarþrá, fólk sem er andsnúið réttindabaráttu hópa sem hafa búið við skert réttindi, fólk sem skilur ekki fjölbreytileika mannflórunnar og andmælir fjölmenningunni sem það er þó sjálft hluti af. Þetta er fólkið sem oft gengur andstæðingum frjálslyndis og lýðræðis á hönd og grefur þar með undan eigin réttindum. Í Bandaríkjunum, Ungverjalandi og víðar þar sem þjóðernissinnuð öfl hafa náð völdum er grafið undan réttindum minnihlutahópa, ráðist gegn dómskerfinu, lögreglan hervædd og frelsi fjölmiðla brotið á bak aftur. Þingræðið verður að skrípaleik og allar meginstoðir lýðræðisins eru brotnar niður hægt og bítandi uns ekki verður aftur snúið. Valdataka Trumps og félaga í Bandaríkjunum mun hafa víðtæk áhrif víða um heim á sviði viðskipta, mannréttinda og lýðræðis. Atlaga Bandaríkjastjórnar gegn alþjóðadómstólum mun veikja stöðu smáríkja og valdaminni þjóða. Stjórnvöld, og þar á meðal hin íslensku, verða að skilja hvert stefnir og bregðast við til varnar lýðræðinu og mannréttindum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar