Ítrekar að honum er alvara um Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2025 14:37 Donald Trump í forsetaflugvélinni í gær. AP/Ben Curtis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað að honum sé alvara um að hann vilji að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum. Kanadamönnum væri betur borgið innan Bandaríkjanna og hélt hann því fram Bandaríkjamenn „niðurgreiddu“ Kanada. Í viðtali sem sýnt var á Fox News í gær hélt Trump því fram að Kanada græddi tvö hundruð milljarða dala af Bandaríkjunum á ári og hann myndi ekki láta það viðgangast lengur. „Af hverju erum við að borga 200 milljarða dala á ári, í rauninni að niðurgreiða Kanada?“ spurði Trump í viðtalinu. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar er það ekki rétt að Bandaríkin „niðurgreiði“ Kanada. Viðskiptahalli ríkjanna hefur aukist töluvert á undanförnum árum og var árið 2023 kominn í 72 milljarða dala. Þessi aukning er þó að mestu til komin vegna aukinna kaupa Bandaríkjamanna á hráolíu frá Kanada. Olíu sem unnin er í Bandaríkjunum. Trump hélt því einnig fram fyrr í gærkvöldi að Kanda gæti ekki verið til án viðskipta við Bandaríkin og varaði við því að Kanadamenn, sem komu að stofnun Atlantshafsbandalagsins með Bandaríkjunum, gætu ekki lengur treyst á Bandaríkin í varnarmálum. „Þú veist, þeir borga ekki mikið fyrir her. Ástæðan fyrir því að þeir borga ekki mikið, er að þeir gera ráð fyrir að við munum verja þá. Þeir geta ekki gengið að því vísu. Af hverju erum við að verja annað ríki?“ spurði Trump. Hann hélt því svo fram að hann elskaði Kanadamenn og að samband hans við þá væri frábært. „En, ef þeir yrðu 51. ríkið væri það það allra besta sem þeir gætu gert,“ sagði Trump. Segir Trump sækjast eftir auðlindum Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á fundi með leiðtogum úr viðskipta- og verkalýðssamfélögum Kanada, að hann teldi Trump vera alvara þegar hann talaði um að Kanada gengi inn í Bandaríkin. Forsætisráðherrann heyrðist segja að hann teldi Trump vilja aðgang að náttúruauðlindum Kanada og að Trump teldi auðveldustu leiðina til þess vera að Kanada yrði hluti af Bandaríkjunum. „Þeir eru mjög meðvitaðir um auðlindir okkar og þeir eru áfjáðir í að geta hagnast á þeim,“ heyrðist Trudeau segja. Kannanir í Kanada hafa sýnt að íbúum þar er verulega illa við hugmyndir Trumps um að ríkið gangi inn í Bandaríkin. Kanadíski miðillinn Global News sagði frá því á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti Kanadamanna væri reiður yfir ítrekuðum ummælum Trumps. Í nýrri könnun hefðu 68 prósent svarenda sagst sjá Bandaríkin í neikvæðara ljósi en áður en haft er eftir einum þeirra sem stóðu fyrir könnuninni að fólki hafi verið mjög heitt í hamsi. Reiðin var hvað mest meðal þeirra sem voru eldri en 55 ára. Tveir þriðju svarenda sögðust ætla að forðast það að setja vörur frá Bandaríkjunum í innkaupakerrur sínar í framtíðinni og sambærilegur fjöldi sagðist ekki ætla að ferðast til Bandaríkjanna. Leitar vina og markaða í Evrópu Trump sagði einnig í gær að hann væri ekki sannfærður um að ráðamenn í Kanada og í Mexíkó væru að gera nóg til að koma í veg fyrir umfangsmikla tolla sem hann frestaði um þrjátíu daga fyrr í þessum mánuði. Slíkir tollar á vörur frá Kanada, eins og áðurnefnda hráolíu og íhluti í bíla, gætu valdið miklu tjóni á hagkerfi Kanada. Það er mjög samofið hagkerfi Bandaríkjanna. Trudeau er nú á ferð um Evrópu en samkvæmt Ríkisútvarpi Kanada (CBC) er hann þar til að styrkja tengsl við ríki Evrópu á sviði viðskipta og varnarmála. Haft er eftir fyrrverandi ráðgjafa forsætisráðherrans að hann muni að öllum líkindum ræða við ráðamenn í Evrópu um hvernig bregðast eigi við orðum og gjörðum Trumps og óvissunni sem fylgir honum. Trump hefur einnig hótað Evrópusambandinu umfangsmiklum tollum. Kanada og ESB hafa gert fríverslunarsamning sín á milli, sem skrifað var undir þann 2016 en samkvæmt frétt CBC hefur ávinningur af þeim samningi verið minni en vonast var til. Tíu aðildarríki ESB hafa ekki skrifað undir samninginn en búist er við því að Trudeau muni reyna að sannfæra ráðamenn þeirra um að skrifa loks undir hann og meðal annars nota hótanir Trumps til að ná því fram. Bandaríkin Donald Trump Kanada Evrópusambandið Skattar og tollar Tengdar fréttir Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. 9. febrúar 2025 23:46 Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar segja alþjóðasamfélagið þurfa að venjast nýrri taktík í pólitík með tilkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Gott sé fyrir Íslendinga að vera í fleiri bandalögum en færri. 9. febrúar 2025 14:49 Tugmilljarða hagsmunir í húfi Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt. 4. febrúar 2025 13:05 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Í viðtali sem sýnt var á Fox News í gær hélt Trump því fram að Kanada græddi tvö hundruð milljarða dala af Bandaríkjunum á ári og hann myndi ekki láta það viðgangast lengur. „Af hverju erum við að borga 200 milljarða dala á ári, í rauninni að niðurgreiða Kanada?“ spurði Trump í viðtalinu. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar er það ekki rétt að Bandaríkin „niðurgreiði“ Kanada. Viðskiptahalli ríkjanna hefur aukist töluvert á undanförnum árum og var árið 2023 kominn í 72 milljarða dala. Þessi aukning er þó að mestu til komin vegna aukinna kaupa Bandaríkjamanna á hráolíu frá Kanada. Olíu sem unnin er í Bandaríkjunum. Trump hélt því einnig fram fyrr í gærkvöldi að Kanda gæti ekki verið til án viðskipta við Bandaríkin og varaði við því að Kanadamenn, sem komu að stofnun Atlantshafsbandalagsins með Bandaríkjunum, gætu ekki lengur treyst á Bandaríkin í varnarmálum. „Þú veist, þeir borga ekki mikið fyrir her. Ástæðan fyrir því að þeir borga ekki mikið, er að þeir gera ráð fyrir að við munum verja þá. Þeir geta ekki gengið að því vísu. Af hverju erum við að verja annað ríki?“ spurði Trump. Hann hélt því svo fram að hann elskaði Kanadamenn og að samband hans við þá væri frábært. „En, ef þeir yrðu 51. ríkið væri það það allra besta sem þeir gætu gert,“ sagði Trump. Segir Trump sækjast eftir auðlindum Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á fundi með leiðtogum úr viðskipta- og verkalýðssamfélögum Kanada, að hann teldi Trump vera alvara þegar hann talaði um að Kanada gengi inn í Bandaríkin. Forsætisráðherrann heyrðist segja að hann teldi Trump vilja aðgang að náttúruauðlindum Kanada og að Trump teldi auðveldustu leiðina til þess vera að Kanada yrði hluti af Bandaríkjunum. „Þeir eru mjög meðvitaðir um auðlindir okkar og þeir eru áfjáðir í að geta hagnast á þeim,“ heyrðist Trudeau segja. Kannanir í Kanada hafa sýnt að íbúum þar er verulega illa við hugmyndir Trumps um að ríkið gangi inn í Bandaríkin. Kanadíski miðillinn Global News sagði frá því á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti Kanadamanna væri reiður yfir ítrekuðum ummælum Trumps. Í nýrri könnun hefðu 68 prósent svarenda sagst sjá Bandaríkin í neikvæðara ljósi en áður en haft er eftir einum þeirra sem stóðu fyrir könnuninni að fólki hafi verið mjög heitt í hamsi. Reiðin var hvað mest meðal þeirra sem voru eldri en 55 ára. Tveir þriðju svarenda sögðust ætla að forðast það að setja vörur frá Bandaríkjunum í innkaupakerrur sínar í framtíðinni og sambærilegur fjöldi sagðist ekki ætla að ferðast til Bandaríkjanna. Leitar vina og markaða í Evrópu Trump sagði einnig í gær að hann væri ekki sannfærður um að ráðamenn í Kanada og í Mexíkó væru að gera nóg til að koma í veg fyrir umfangsmikla tolla sem hann frestaði um þrjátíu daga fyrr í þessum mánuði. Slíkir tollar á vörur frá Kanada, eins og áðurnefnda hráolíu og íhluti í bíla, gætu valdið miklu tjóni á hagkerfi Kanada. Það er mjög samofið hagkerfi Bandaríkjanna. Trudeau er nú á ferð um Evrópu en samkvæmt Ríkisútvarpi Kanada (CBC) er hann þar til að styrkja tengsl við ríki Evrópu á sviði viðskipta og varnarmála. Haft er eftir fyrrverandi ráðgjafa forsætisráðherrans að hann muni að öllum líkindum ræða við ráðamenn í Evrópu um hvernig bregðast eigi við orðum og gjörðum Trumps og óvissunni sem fylgir honum. Trump hefur einnig hótað Evrópusambandinu umfangsmiklum tollum. Kanada og ESB hafa gert fríverslunarsamning sín á milli, sem skrifað var undir þann 2016 en samkvæmt frétt CBC hefur ávinningur af þeim samningi verið minni en vonast var til. Tíu aðildarríki ESB hafa ekki skrifað undir samninginn en búist er við því að Trudeau muni reyna að sannfæra ráðamenn þeirra um að skrifa loks undir hann og meðal annars nota hótanir Trumps til að ná því fram.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Evrópusambandið Skattar og tollar Tengdar fréttir Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. 9. febrúar 2025 23:46 Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar segja alþjóðasamfélagið þurfa að venjast nýrri taktík í pólitík með tilkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Gott sé fyrir Íslendinga að vera í fleiri bandalögum en færri. 9. febrúar 2025 14:49 Tugmilljarða hagsmunir í húfi Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt. 4. febrúar 2025 13:05 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. 9. febrúar 2025 23:46
Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar segja alþjóðasamfélagið þurfa að venjast nýrri taktík í pólitík með tilkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Gott sé fyrir Íslendinga að vera í fleiri bandalögum en færri. 9. febrúar 2025 14:49
Tugmilljarða hagsmunir í húfi Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt. 4. febrúar 2025 13:05