Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2025 07:30 Við vitum öll að gott leikskólastarf stuðlar að auknum möguleikum foreldra til að stunda vinnu og að leikskólinn sé grunnstoð í samfélaginu sem tryggir að hjól atvinnulífsins snúist. Mikilvægt, en þar er ekki öll sagan sögð. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fjárfesting í leikskólum skilar sér margfalt til samfélagsins. Til dæmis hefur Norræna ráðherranefndin bent á að fjárfesting í leikskólum sé fjárfesting í framtíðinni, þar sem hún stuðlar að betri menntun, minni félagslegum vandamálum og aukinni framleiðni til lengri tíma. Menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í þroska og námi ungra barna. Þeir hafa sérþekkingu á málnotkun, eðlilegu þroskaferli barna og kennsluaðferðum sem styðja við nám þeirra og félagslega færni. Með djúpan skilning á þroska barna geta leikskólakennarar veitt hverju barni einstaklingsmiðaða leiðsögn og stuðning, sem skapar öruggt og nærandi umhverfi þar sem börn geta dafnað. Ef leikskólastarfsfólk væri allt ófaglært myndi það hafa alvarleg áhrif á gæði leikskólastarfsins. Skortur á faglegri þekkingu gæti leitt til þess að börn fengju ekki viðeigandi stuðning í málþroska, félagsfærni og námi, sem gæti haft langtímaáhrif á skólagöngu þeirra og líðan. Þar að auki myndi starfsmannavelta líklega aukast, þar sem ófaglært starfsfólk hefur oft minni tryggð við starfsgreinina og upplifir meiri áskoranir í starfi. Óstöðugt starfsumhverfi getur haft neikvæð áhrif á börn, sem þurfa trausta umgjörð og samfellda umönnun til að þroskast á heilbrigðan hátt. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Það er þó mikilvægt að þessi umræða misskiljist ekki og túlkist sem menntahroki eða það að gera lítið úr leiðbeinendum og öðru starfsfólki leikskóla. Leikskólar byggja á samstarfi allra sem þar starfa, og hvert hlutverk er mikilvægt. Leiðbeinendur eru ómissandi hluti af leikskólastarfinu, en menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í faglegri stefnumótun og þróun leikskólastarfsins. Markmiðið er ekki að útiloka ófaglært starfsfólk, heldur að tryggja að börnin fái bestu mögulegu menntun og umönnun í bland við fjölbreyttan og öflugan mannauð. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Leikskólakennarar eru fjárfesting í framtíðinni – ekki kostnaðarliður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að gott leikskólastarf stuðlar að auknum möguleikum foreldra til að stunda vinnu og að leikskólinn sé grunnstoð í samfélaginu sem tryggir að hjól atvinnulífsins snúist. Mikilvægt, en þar er ekki öll sagan sögð. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fjárfesting í leikskólum skilar sér margfalt til samfélagsins. Til dæmis hefur Norræna ráðherranefndin bent á að fjárfesting í leikskólum sé fjárfesting í framtíðinni, þar sem hún stuðlar að betri menntun, minni félagslegum vandamálum og aukinni framleiðni til lengri tíma. Menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í þroska og námi ungra barna. Þeir hafa sérþekkingu á málnotkun, eðlilegu þroskaferli barna og kennsluaðferðum sem styðja við nám þeirra og félagslega færni. Með djúpan skilning á þroska barna geta leikskólakennarar veitt hverju barni einstaklingsmiðaða leiðsögn og stuðning, sem skapar öruggt og nærandi umhverfi þar sem börn geta dafnað. Ef leikskólastarfsfólk væri allt ófaglært myndi það hafa alvarleg áhrif á gæði leikskólastarfsins. Skortur á faglegri þekkingu gæti leitt til þess að börn fengju ekki viðeigandi stuðning í málþroska, félagsfærni og námi, sem gæti haft langtímaáhrif á skólagöngu þeirra og líðan. Þar að auki myndi starfsmannavelta líklega aukast, þar sem ófaglært starfsfólk hefur oft minni tryggð við starfsgreinina og upplifir meiri áskoranir í starfi. Óstöðugt starfsumhverfi getur haft neikvæð áhrif á börn, sem þurfa trausta umgjörð og samfellda umönnun til að þroskast á heilbrigðan hátt. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Það er þó mikilvægt að þessi umræða misskiljist ekki og túlkist sem menntahroki eða það að gera lítið úr leiðbeinendum og öðru starfsfólki leikskóla. Leikskólar byggja á samstarfi allra sem þar starfa, og hvert hlutverk er mikilvægt. Leiðbeinendur eru ómissandi hluti af leikskólastarfinu, en menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í faglegri stefnumótun og þróun leikskólastarfsins. Markmiðið er ekki að útiloka ófaglært starfsfólk, heldur að tryggja að börnin fái bestu mögulegu menntun og umönnun í bland við fjölbreyttan og öflugan mannauð. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Leikskólakennarar eru fjárfesting í framtíðinni – ekki kostnaðarliður.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar