Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2025 07:30 Við vitum öll að gott leikskólastarf stuðlar að auknum möguleikum foreldra til að stunda vinnu og að leikskólinn sé grunnstoð í samfélaginu sem tryggir að hjól atvinnulífsins snúist. Mikilvægt, en þar er ekki öll sagan sögð. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fjárfesting í leikskólum skilar sér margfalt til samfélagsins. Til dæmis hefur Norræna ráðherranefndin bent á að fjárfesting í leikskólum sé fjárfesting í framtíðinni, þar sem hún stuðlar að betri menntun, minni félagslegum vandamálum og aukinni framleiðni til lengri tíma. Menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í þroska og námi ungra barna. Þeir hafa sérþekkingu á málnotkun, eðlilegu þroskaferli barna og kennsluaðferðum sem styðja við nám þeirra og félagslega færni. Með djúpan skilning á þroska barna geta leikskólakennarar veitt hverju barni einstaklingsmiðaða leiðsögn og stuðning, sem skapar öruggt og nærandi umhverfi þar sem börn geta dafnað. Ef leikskólastarfsfólk væri allt ófaglært myndi það hafa alvarleg áhrif á gæði leikskólastarfsins. Skortur á faglegri þekkingu gæti leitt til þess að börn fengju ekki viðeigandi stuðning í málþroska, félagsfærni og námi, sem gæti haft langtímaáhrif á skólagöngu þeirra og líðan. Þar að auki myndi starfsmannavelta líklega aukast, þar sem ófaglært starfsfólk hefur oft minni tryggð við starfsgreinina og upplifir meiri áskoranir í starfi. Óstöðugt starfsumhverfi getur haft neikvæð áhrif á börn, sem þurfa trausta umgjörð og samfellda umönnun til að þroskast á heilbrigðan hátt. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Það er þó mikilvægt að þessi umræða misskiljist ekki og túlkist sem menntahroki eða það að gera lítið úr leiðbeinendum og öðru starfsfólki leikskóla. Leikskólar byggja á samstarfi allra sem þar starfa, og hvert hlutverk er mikilvægt. Leiðbeinendur eru ómissandi hluti af leikskólastarfinu, en menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í faglegri stefnumótun og þróun leikskólastarfsins. Markmiðið er ekki að útiloka ófaglært starfsfólk, heldur að tryggja að börnin fái bestu mögulegu menntun og umönnun í bland við fjölbreyttan og öflugan mannauð. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Leikskólakennarar eru fjárfesting í framtíðinni – ekki kostnaðarliður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við vitum öll að gott leikskólastarf stuðlar að auknum möguleikum foreldra til að stunda vinnu og að leikskólinn sé grunnstoð í samfélaginu sem tryggir að hjól atvinnulífsins snúist. Mikilvægt, en þar er ekki öll sagan sögð. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fjárfesting í leikskólum skilar sér margfalt til samfélagsins. Til dæmis hefur Norræna ráðherranefndin bent á að fjárfesting í leikskólum sé fjárfesting í framtíðinni, þar sem hún stuðlar að betri menntun, minni félagslegum vandamálum og aukinni framleiðni til lengri tíma. Menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í þroska og námi ungra barna. Þeir hafa sérþekkingu á málnotkun, eðlilegu þroskaferli barna og kennsluaðferðum sem styðja við nám þeirra og félagslega færni. Með djúpan skilning á þroska barna geta leikskólakennarar veitt hverju barni einstaklingsmiðaða leiðsögn og stuðning, sem skapar öruggt og nærandi umhverfi þar sem börn geta dafnað. Ef leikskólastarfsfólk væri allt ófaglært myndi það hafa alvarleg áhrif á gæði leikskólastarfsins. Skortur á faglegri þekkingu gæti leitt til þess að börn fengju ekki viðeigandi stuðning í málþroska, félagsfærni og námi, sem gæti haft langtímaáhrif á skólagöngu þeirra og líðan. Þar að auki myndi starfsmannavelta líklega aukast, þar sem ófaglært starfsfólk hefur oft minni tryggð við starfsgreinina og upplifir meiri áskoranir í starfi. Óstöðugt starfsumhverfi getur haft neikvæð áhrif á börn, sem þurfa trausta umgjörð og samfellda umönnun til að þroskast á heilbrigðan hátt. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Það er þó mikilvægt að þessi umræða misskiljist ekki og túlkist sem menntahroki eða það að gera lítið úr leiðbeinendum og öðru starfsfólki leikskóla. Leikskólar byggja á samstarfi allra sem þar starfa, og hvert hlutverk er mikilvægt. Leiðbeinendur eru ómissandi hluti af leikskólastarfinu, en menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í faglegri stefnumótun og þróun leikskólastarfsins. Markmiðið er ekki að útiloka ófaglært starfsfólk, heldur að tryggja að börnin fái bestu mögulegu menntun og umönnun í bland við fjölbreyttan og öflugan mannauð. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Leikskólakennarar eru fjárfesting í framtíðinni – ekki kostnaðarliður.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun