Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 23:45 Í ár eru 25 ár síðan ég hóf störf í leikskóla. Í ár eru 20 ár síðan ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá KHÍ, full af áhuga og væntingum fyrir starfinu. Starfi sem ég hef þroskast og vaxið í og geri enn því það er í stöðugri þróun, en gríðarlegar breytingar hafa orðið í leikskólaumhverfinu sl. 25 ár. Sem betur fer því stöðnun væri áhyggjuefni. Ég kenni m.a. félagsfærni, stærðfræði, hljóðkerfisvitund (google hjálpar ykkur ef þið vitið ekki hvað það er) og hreyfingu, ásamt því að vera í daglegum samskiptum við foreldra barnanna. Annað er einnig áhyggjuefni. Það er að núna, árið 2025, þurfi háskólamenntuð stétt, sem kennarar eru, að grípa til þess neyðarúrræðis að fara í verkfall, til að fá ríki og sveitarfélög til að standa við undirritað samkomulag um jöfnun launa á milli markaða. Það er staðan í dag. Ég sit heima í verkfalli, í fyrsta skipti á mínum starfsferli. Hversu galið er það! Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt, starf sem mörgum finnst ofmetið en samt alveg ómissandi því án þess stoppar samfélagið. Leikskólinn er ekki fyrir atvinnulífið, leikskólinn er atvinnulífið. Leikskólinn er vinnustaður eins og hver annar vinnustaður. Þar starfa metnaðarfullir sérfræðingar eins og á öðrum vinnustöðum. Já ég sagði sérfræðingar því leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu á fyrsta skólastiginu, sem leikskólinn er. Því miður fer þessum sérfræðingum fækkandi því þeir gefast upp á að fá ekki laun í samræmi við álag og mikilvægi starfsins. Nú er virðismat á borðinu. Virðismat á störfum kennara, til að sjá hvað við eigum skilið að fá í laun. Hvers virði er menntun íslenskra barna? Það er það sem er á borðinu. Fjárfestum í menntun barnanna okkar með því að fjárfesta í kennurum!!! Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru 25 ár síðan ég hóf störf í leikskóla. Í ár eru 20 ár síðan ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá KHÍ, full af áhuga og væntingum fyrir starfinu. Starfi sem ég hef þroskast og vaxið í og geri enn því það er í stöðugri þróun, en gríðarlegar breytingar hafa orðið í leikskólaumhverfinu sl. 25 ár. Sem betur fer því stöðnun væri áhyggjuefni. Ég kenni m.a. félagsfærni, stærðfræði, hljóðkerfisvitund (google hjálpar ykkur ef þið vitið ekki hvað það er) og hreyfingu, ásamt því að vera í daglegum samskiptum við foreldra barnanna. Annað er einnig áhyggjuefni. Það er að núna, árið 2025, þurfi háskólamenntuð stétt, sem kennarar eru, að grípa til þess neyðarúrræðis að fara í verkfall, til að fá ríki og sveitarfélög til að standa við undirritað samkomulag um jöfnun launa á milli markaða. Það er staðan í dag. Ég sit heima í verkfalli, í fyrsta skipti á mínum starfsferli. Hversu galið er það! Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt, starf sem mörgum finnst ofmetið en samt alveg ómissandi því án þess stoppar samfélagið. Leikskólinn er ekki fyrir atvinnulífið, leikskólinn er atvinnulífið. Leikskólinn er vinnustaður eins og hver annar vinnustaður. Þar starfa metnaðarfullir sérfræðingar eins og á öðrum vinnustöðum. Já ég sagði sérfræðingar því leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu á fyrsta skólastiginu, sem leikskólinn er. Því miður fer þessum sérfræðingum fækkandi því þeir gefast upp á að fá ekki laun í samræmi við álag og mikilvægi starfsins. Nú er virðismat á borðinu. Virðismat á störfum kennara, til að sjá hvað við eigum skilið að fá í laun. Hvers virði er menntun íslenskra barna? Það er það sem er á borðinu. Fjárfestum í menntun barnanna okkar með því að fjárfesta í kennurum!!! Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar