Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar 6. febrúar 2025 12:31 Í dag er dagur leikskólans og því ber að fagna. Því miður þó í skugga verkfalla þetta árið. Ég er leikskólakennari og hef alltaf verið stolt af því. Undanfarin ár hef ég sinnt útinámi gegnum ævintýraferðir út í náttúruna og ég hef hiklaust talað um starfið mitt sem besta starf í heimi. En gæti kannski hver sem er sinnt starfinu mínu? Skiptir einhverju máli að ég er kennaramenntuð? Getur ekki bara hver sem er farið út að leika með börnum? Þarf það að vera fagmenntaður aðili? Vissulega geta margir hugsað um börn og sinnt þeim vel. Fullt af fólki hefur gott lag á börnum og nær vel til þeirra. Margir geta sýnt börnum umhyggju, hlegið með þeim og huggað, hjálpað þeim að klæða sig og gætt að öryggi þeirra. Ásamt mörgu fleiru góðu og gagnlegu. En hvað hefur kennari fram að færa umfram alla þessa mikilvægu þætti? Hvaða máli skiptir kennari í uppeldi og menntun barna? Felst það ekki helst í fagmennskunni? En hvað er fagmennska og skiptir hún máli? Fagmennska er áhugavert fyrirbrigði og hún verður ekki til á einni nóttu. Fagmennska verður til úr blöndu af mörgu og eitt af því mikilvægasta er sérfræðiþekking. Sérfræðiþekking kennara verður að miklu leyti til í gegnum langt og strangt háskólanám. Reynsla úr skólastarfi er líka mikilvæg í þróun fagmennskunnar, sérstaklega samhliða öðru fagfólki. Símenntun í fjölbreyttu formi er líka mikilvægur þáttur í þróun fagmennsku kennara, enda megum við ekki staðna þegar kemur að sérþekkingu okkar. Því eru ótal námskeið, málþing og ráðstefnur, fundir og fyrirlestrar ásamt íhugun og ígrundun einnig mikilvæg í þróun fagmennskunnar. En hvernig birtist fagmennska í daglegu starfi með börnum og af hverju skiptir hún máli? Í starfi útikennara birtist hún m.a. í því hvernig við bjóðum upp á örvandi námsumhverfi sem ýtir undir fjölbreytt nám og merkingarbæra reynslu. Hún birtist í því hvernig við sjáum námstækifæri í hversdagslegu umhverfinu. Hvernig drullupollurinn á leiðinni getur verið uppspretta fjölbreytts náms, hvernig við getum notað skuggana frá sólinni til að læra, hvernig nýfallinn snjór getur verið efniviður til sköpunar og þekkingarleitar, hvernig rigningin og rokið bjóða upp á fjölbreytta skynjun og nám í gegnum leik, hvernig dáinn fugl getur verið kveikjan að mikilvægu námsferli eða hvernig brotin grein getur verið besta leikfang í heimi með ótakmarkaða möguleika. Fagmennska útikennara birtist í því hvernig við sköpum rými og tíma fyrir nám í gegnum samfelldan leik úti í náttúrunni og styðjum við þekkingarleit barna gegnum hvatningu og opnar spurningar. Hvernig við gefum þeim næði til að rannsaka og læra gegnum eigin uppgötvanir, hvernig við leiðbeinum án þess að stýra þegar upp koma vangaveltur og hugmyndir. Fagmennskan birtist líka í samskiptunum, hvernig við tölum við börnin, hvaða nálgun við notum og hvernig við sýnum umhyggju, aga og festu. Hvernig við veitum þeim öryggi en um leið frelsi til að þroskast og læra gegnum leik og samskipti. Hún birtist í því hvernig við notum hvatningu og stuðning á þann hátt sem eflir sjálfstraust og styrkir sjálfsmyndina. Hún birtist í því hvernig við styðjum og eflum félagsþroska með því að skapa uppbyggilegar aðstæður fyrir leik og samskipti, gefum börnunum rými til að æfa sig þegar upp koma árekstrar en erum tilbúin að leiðbeina og miðla málum þegar þess þarf. Fagmennska útikennara birtist í því hvernig við eflum alhliða þroska gegnum aðferðarfræði leikskólastigsins – að læra gegnum leik. Hvernig við styrkjum hljóðkerfisvitundina og eflum málþroska gegnum samtöl, söng, vísur og leiki. Hvernig við eflum hreyfiþroska, styrk, seiglu og þrautseigju gegnum gönguferðir, hlaup, klifur og slökun úti í náttúrunni. Hvernig við styðjum við sköpunargáfuna og hugmyndaflugið gegnum listsköpun og uppgötvunarnám. Fagmennskan birtist líka í því hvernig við eflum tilfinningaþroska og samkennd sem hópur og hluti af heild. Hvernig við styðjum hvert annað, huggum og hvetjum. Hvernig við eflum tengslin við náttúruna, mennskuna og hvort annað. Í stuttu máli styður kennari við nám barna gegnum þær faglegu aðferðir sem hann býr yfir. Með fagmennsku sinni sér kennari námstækifæri í umhverfinu og aðstæðunum sem ekki allir aðrir sjá. Í því felst sérstaða fagmennskunnar. Ég veit að við kennarar búum yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu sem nýtist börnum á hverjum degi og ég sjálf fæ að njóta minnar fagmennsku gegnum útinámið og starf mitt sem leikskólakennari. Ég vona hins vegar að mikilvægi fagmennsku og sérfræðiþekkingar kennara verði metin að verðleikum hjá viðsemjendum okkar og samfélaginu sem fyrst, áður en fleiri kennarar hverfa úr skólakerfinu. Því hvað er skóli án fagmennsku? Hvað er skóli án kennara? Er það ekki bara bygging? Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag er dagur leikskólans og því ber að fagna. Því miður þó í skugga verkfalla þetta árið. Ég er leikskólakennari og hef alltaf verið stolt af því. Undanfarin ár hef ég sinnt útinámi gegnum ævintýraferðir út í náttúruna og ég hef hiklaust talað um starfið mitt sem besta starf í heimi. En gæti kannski hver sem er sinnt starfinu mínu? Skiptir einhverju máli að ég er kennaramenntuð? Getur ekki bara hver sem er farið út að leika með börnum? Þarf það að vera fagmenntaður aðili? Vissulega geta margir hugsað um börn og sinnt þeim vel. Fullt af fólki hefur gott lag á börnum og nær vel til þeirra. Margir geta sýnt börnum umhyggju, hlegið með þeim og huggað, hjálpað þeim að klæða sig og gætt að öryggi þeirra. Ásamt mörgu fleiru góðu og gagnlegu. En hvað hefur kennari fram að færa umfram alla þessa mikilvægu þætti? Hvaða máli skiptir kennari í uppeldi og menntun barna? Felst það ekki helst í fagmennskunni? En hvað er fagmennska og skiptir hún máli? Fagmennska er áhugavert fyrirbrigði og hún verður ekki til á einni nóttu. Fagmennska verður til úr blöndu af mörgu og eitt af því mikilvægasta er sérfræðiþekking. Sérfræðiþekking kennara verður að miklu leyti til í gegnum langt og strangt háskólanám. Reynsla úr skólastarfi er líka mikilvæg í þróun fagmennskunnar, sérstaklega samhliða öðru fagfólki. Símenntun í fjölbreyttu formi er líka mikilvægur þáttur í þróun fagmennsku kennara, enda megum við ekki staðna þegar kemur að sérþekkingu okkar. Því eru ótal námskeið, málþing og ráðstefnur, fundir og fyrirlestrar ásamt íhugun og ígrundun einnig mikilvæg í þróun fagmennskunnar. En hvernig birtist fagmennska í daglegu starfi með börnum og af hverju skiptir hún máli? Í starfi útikennara birtist hún m.a. í því hvernig við bjóðum upp á örvandi námsumhverfi sem ýtir undir fjölbreytt nám og merkingarbæra reynslu. Hún birtist í því hvernig við sjáum námstækifæri í hversdagslegu umhverfinu. Hvernig drullupollurinn á leiðinni getur verið uppspretta fjölbreytts náms, hvernig við getum notað skuggana frá sólinni til að læra, hvernig nýfallinn snjór getur verið efniviður til sköpunar og þekkingarleitar, hvernig rigningin og rokið bjóða upp á fjölbreytta skynjun og nám í gegnum leik, hvernig dáinn fugl getur verið kveikjan að mikilvægu námsferli eða hvernig brotin grein getur verið besta leikfang í heimi með ótakmarkaða möguleika. Fagmennska útikennara birtist í því hvernig við sköpum rými og tíma fyrir nám í gegnum samfelldan leik úti í náttúrunni og styðjum við þekkingarleit barna gegnum hvatningu og opnar spurningar. Hvernig við gefum þeim næði til að rannsaka og læra gegnum eigin uppgötvanir, hvernig við leiðbeinum án þess að stýra þegar upp koma vangaveltur og hugmyndir. Fagmennskan birtist líka í samskiptunum, hvernig við tölum við börnin, hvaða nálgun við notum og hvernig við sýnum umhyggju, aga og festu. Hvernig við veitum þeim öryggi en um leið frelsi til að þroskast og læra gegnum leik og samskipti. Hún birtist í því hvernig við notum hvatningu og stuðning á þann hátt sem eflir sjálfstraust og styrkir sjálfsmyndina. Hún birtist í því hvernig við styðjum og eflum félagsþroska með því að skapa uppbyggilegar aðstæður fyrir leik og samskipti, gefum börnunum rými til að æfa sig þegar upp koma árekstrar en erum tilbúin að leiðbeina og miðla málum þegar þess þarf. Fagmennska útikennara birtist í því hvernig við eflum alhliða þroska gegnum aðferðarfræði leikskólastigsins – að læra gegnum leik. Hvernig við styrkjum hljóðkerfisvitundina og eflum málþroska gegnum samtöl, söng, vísur og leiki. Hvernig við eflum hreyfiþroska, styrk, seiglu og þrautseigju gegnum gönguferðir, hlaup, klifur og slökun úti í náttúrunni. Hvernig við styðjum við sköpunargáfuna og hugmyndaflugið gegnum listsköpun og uppgötvunarnám. Fagmennskan birtist líka í því hvernig við eflum tilfinningaþroska og samkennd sem hópur og hluti af heild. Hvernig við styðjum hvert annað, huggum og hvetjum. Hvernig við eflum tengslin við náttúruna, mennskuna og hvort annað. Í stuttu máli styður kennari við nám barna gegnum þær faglegu aðferðir sem hann býr yfir. Með fagmennsku sinni sér kennari námstækifæri í umhverfinu og aðstæðunum sem ekki allir aðrir sjá. Í því felst sérstaða fagmennskunnar. Ég veit að við kennarar búum yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu sem nýtist börnum á hverjum degi og ég sjálf fæ að njóta minnar fagmennsku gegnum útinámið og starf mitt sem leikskólakennari. Ég vona hins vegar að mikilvægi fagmennsku og sérfræðiþekkingar kennara verði metin að verðleikum hjá viðsemjendum okkar og samfélaginu sem fyrst, áður en fleiri kennarar hverfa úr skólakerfinu. Því hvað er skóli án fagmennsku? Hvað er skóli án kennara? Er það ekki bara bygging? Höfundur er leikskólakennari.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun