Lífið

Drengurinn skal heita Ezra

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Foreldrarnir með þeim litla sem nú er kominn með nafn.
Foreldrarnir með þeim litla sem nú er kominn með nafn. Instagram

Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor hafa nefnt litla drenginn sem þau eignuðust í lok janúar. Hann heitir Ezra Antony Amor.

Þetta kemur fram í færslu hjá Tönju á Instagram. Þau eignuðust Ezra þann 23. janúar síðastliðinn. Sagði Tanja við tilefnið að tíminn hafi staðið í stað kl. 20:58 þetta kvöld þegar litli strákurinn kom í heiminn.

Tanja og Ryan byrjuðu saman í byrjun árs 2022 og búa í úthverfi í Manchester í Englandi. Hún flutti til Bretlands í byrjun árs 2022 og sagðist ætla að koma vörumerki sínu Glamista Hair betur fyrir á alþjóðlegum markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.