„Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2025 07:06 Ester Ósk Aðalsteinsdóttir hélt hún myndi kafna til dauða þegar öndunarvegur hennar lokaðist í Nepal. Hún fékk sem betur fer súrefnisgrímu og burðuðust ellefu sjerpar með hana í fjóra tíma til að koma henni á sjúkrahús. Íslensk kona lenti í lífsháska þegar öndunarvegur hennar lokaðist á leið í grunnbúðir Everest. Ellefu sjerpar báru hana í fjóra tíma áður en hún var flutt með þyrlu til Katmandú. Við útskrift af spítal var ferðatrygging hennar ekki tekin gild svo hún þurfti sjálf að leggja út 1,4 milljón króna. Sjóvá greiddi henni peninginn til baka en hún furðar sig á vinnubrögðunum. Ester Ósk Aðalsteinsdóttir keypti sér fjögurra vikna ferð með Ferðasetrinu til Nepal í október síðastliðnum og fór ásamt hópi Íslendinga í fjórtán daga fjallgöngu upp í grunnbúðir Everest. Eftir að hafa flogið til höfuðborgarinnar Katmandú fór hópurinn til Lukla þaðan sem þau lögðu af stað upp í grunnbúðir Everest. Mestan part göngunnar gekk allt eins og í sögu en á tíunda degi fór Ester að finna fyrir undarlegum einkennum. Íslenski hópurinn með innfæddum sjerpa. Súrefnismettun niður í lífshættuleg mörk „Þegar þú ert komin í svona mikla hæð finnurðu að líkaminn virkar öðruvísi. Svitinn minnkar, þú eiginlega hættir að svitna og bragðskyn brenglast. Við vorum flestöll á háfjallalyfi sem ver þig gegn háfjallaveikinni,“ segir Ester. Á tíunda degi fór Ester að finna fyrir einkennum í barka og raddböndum. Hún var viss um að þau væru til marks um háfjallaveiki en um nóttina fór súrefnismettun hennar niður í lífshættuleg mörk. Íslenski hópurinn á göngu. Jakuxar ferja vörur upp fjöllin. „Fyrstu nóttina þegar ég byrja að finna fyrir einhverju dettur súrefnismettunin niður í 68 prósent og það er bara eins og að kafna. Ég panikka og vissi að það væri súrefnisdúnkur hjá sjerpunum en ég vissi ekki hvar þeir væru staðsettir á gististaðnum,“ segir Ester. „Ég átti ekki súrefni til þess að fara að berja á allar hurðir þannig að ég vakti frænku mína og sagði henni að ég gæti ekki andað. Hún sagði mér að setja fleiri kodda undir höfuðið þannig það væri auðveldara að anda.“ Súrefnismettun er vanalega í kringum 96-98 prósent hjá fullorðnum undir sjötugu en þegar fólk sefur getur hún farið niður fyrir 84 prósent. Fari súrefnismettun undir 80 prósent getur hún verið lífshættuleg fyrir líffæri. Örmagna, raddlaus og erfitt að anda Morguninn eftir hafi þau farið af stað upp á fjallið Gokyo Ri sem er krefjandi ganga vegna mikillar hækkunar og svo aftur lækkunar á skömmum tíma. Gengið er úr þorpinu Gokyo sem er í 4750 metra hæð upp fjallið sem er 5375 metrar. Líkaminn þurfi því að hæðarjafna sig töluvert. Ester hafi sagt einum sjerpanum frá öndunarerfiðleikum sínum og hann lagt til að skammturinn á háfjallalyfinu yrði aukinn um helming. Ester hélt hún væri komin með háfjallaveiki á tíunda degi göngunnar. Hér er hún við Gokyo-vötnin. „Ég er búin að vera í crossfit í nokkur ár og keppa í fitness en það var óvenju erfitt að labba upp þetta fjall. Það var eins og það væri að lokast fyrir öndunarfærinn. Erfiðleikastigið var alveg galið,“ segir Ester. „Líkaminn er kannski bara að hæðarjafna sig,“ hafi hún hugsað og því farið sér hægt. Þrátt fyrir það hafi hún verið alveg örmagna, átt erfitt með andardrátt og misst göngustafina á einum tímapunkti. Næstu tvo daga tórði hún áfram en fann fyrir eymslum í barka og raddböndum og missti á endanum röddina. Brennslan er mikil á göngunni og segist Ester hafa verið farin að ganga á tankinn. Maturinn sem er í boði í Nepal er að sögn Esterar hár í kolvetnum; eini prótíngjafinn egg og fitan sem er í boði sé jakuxaostur. „Orkan var farin að klárast þarna. Það var erfitt að borða svona mikið af eggjum og maður lifði svolítið á sykri. Á öllum gististöðum var verið að selja Mars, Snickers og Bounty. Maður fyllti upp í hitaeiningarnar með því en ég var búin með nammið mitt og fann að orkan var að klárast. Þau áttu Strepsils sem ég fékk enda var röddin líka farin,“ segir hún. „Ég horfi á súrefnið og finn að ég er að deyja“ Rétt áður en hópurinn kom að seinasta gististaðnum fyrir grunnbúðir, Oxygen Altitude Home sem er um 4940 metra yfir sjávarmáli, var Ester farin að rása og átti erfitt með að halda á göngustöfunum sínum. Fólkið með henni hafi sagt henni að setjast niður en hún hélt ótrauð áfram. Loks þegar hún kom inn á hótelið settist hún niður og tók af sér bakpokann. „Og þá lokast fyrir barkann,“ segir hún. „Tilfinningin var að það væri ekki rými til þess að anda af því barkinn fyllti út í alla pípuna.“ „Þú verður svo hræddur þegar þetta gerist. Ég horfði á manneskjuna á móti mér og hugsaði bara: ,Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja. Guð, hvað ég vorkenni honum.' Hann var svo hræddur að hann gat ekki horft á mig,“ segir Ester. Ester með flugmannagrímuna frá hóteleigandanum. Íslenski leiðsögumaðurinn hafi líka setið við borðið og hafi eftir ákveðinn tíma áttað sig á því hvað væri að gerast. Hann hafi þá kallað á sjerpana og óskað eftir súrefni. „Ég dett fram á borðið með hausinn til hliðar. Og ég horfi á súrefniskútinn, hefði getað snert hann en gat ekki andað því að mér af því enginn kunni að opna fyrir súrefnið,“ segir hún. „Vá hvað þetta er galið. Ég horfi á súrefnið og finn að ég er að deyja en kemst ekki í það,“ hafi hún hugsað. Hvorki íslenski leiðsögumaðurinn né sjerparnir gátu opnað fyrir súrefnið. Hvort það hafi verið vegna barnalæsingar, innsiglis eða panikks-ástands segir Ester ómögulegt að segja. „Eina ástæðan fyrir því að ég er hérna ennþá er eigandi hótelsins. Það var kallað á hann og hann náði að kveikja á súrefniskútnum og ég fékk slöngu í nefið,“ segir hún. Það hafi hins vegar ekki dugað til svo hóteleigandinn náði í flugmannagrímu sem hann skellti á Ester. „Þá gat ég loksins andað.“ Ekki nóg súrefni til að endast nóttina Ester segist hafa verið meðvituð um hættuna sem fylgi því að fara upp í grunnbúðir. Hún hafði verið að ganga gegnum mikla umrótartíma þegar hún ákvað að fara til Nepal. „Þegar þú ferð í svona gönguferð ertu að taka séns þó þetta séu bara grunnbúðir. Ég var í veikindaleyfi, með brjósklos og axlarklemmu. Það var einhvern vegginn allt í klessu í lífinu mínu, ég var að skilja og bjó heima hjá mömmu og pabba, og ákvað bara að taka sénsinn,“ segir Ester. Hún upplifði lífsbjörgina sem annað tækifæri en fannst hún þurfa að klára gönguferðina. Ester með flugmannagrímuna sem hóteleigandinn lét hana fá. Einn sjerpinn hringdi á þyrlu til að sækja Ester en hún þvermóðskaðist, neitaði þyrlunni og sagðist vilja halda áfram. Sjerpinn hafi þá ítrekað við hana að hún þyrfti að komast niður af fjallinu. „Nei, ég labba bara upp með súrefnisdúnkinn á bakinu. Ég ég ætla upp,“ hafi hún þá sagt. Sjerpinn horfði á hana í forundran en aflýsti samt þyrlufluginu. Ester hélt áfram að anda að sér súrefninu og reyndi að hvíla sig. Fljótt runnu á hana tvær grímur. „Eftir nokkra klukkutíma þá fattaði ég að ég kæmist ekkert án súrefniskútsins. Ég komst ekki einu sinni á klósettið.“ Ester bað sjerpann þá um að panta þyrluflug fyrir sig. Hann hringdi í fjölda staða en vegna þoku var ekki hægt að fljúga. Ester varð síðan litið á súrefnisdúnkinn og sá að það væri ekki nóg súrefni til að endast nóttina. „Þeir sáu það að ég myndi líklegast ekki lifa af nóttina nema ég kæmist neðar, því þarna héldu þeir að þetta væri háfjallaveiki,“ segir hún. Ellefu sjerpar burðuðust með hana í fjóra tíma Sjerparnir brugðu á það ráð að nota sveðjur til að breyta stórri bastkörfu á hótelinu í burðarstól. Ester var síðan vafið inn í svefnpoka og komið fyrir í körfunni en hún varð að sitja í henni því barkinn lokaðist ef hún lá flöt. Sjerparnir koma Ester, dúðaðri í svefnpoka og tengd við súrefni, fyrir í burðarstólnum. „Svo lyftu ellefu sjerpar mér upp og báru mig í fjóra klukkutíma,“ segir Ester en á leiðinni hossaðist karfan svo mikið að Ester rann til í körfunni og átti enn erfiðara með að anda. Til að minnka kvalirnar reyndi Ester að spara andardráttinn sem sjerpunum leist illa á. „Þeir voru farnir að taka eftir þessu því það kemur ákveðið hljóð í súrefninu þegar þú notar það. Þá settu þeir mig niður og nudduðu bringubeinið mitt þannig ég neyddist til að draga andann,“ segir Ester sem fékk koldíoxíðeitrun á leiðinni og var hálfvegis komin út úr heiminum. Eftir fjögurra tíma göngu komust sjerparnir loks með Ester að Himalayan Rescue Center björgunarmiðstöð þar sem hún fékk stera og súrefni í nefið. Sjerpanna beið hins vegar meiri ganga. „Klukkan var orðin miðnætti og greyið sjérparnir þurftu að labba aftur upp á hótelið í fjóra tíma. Þeir voru allir búnir á því,“ segir hún sem dauðvorkenndi mönnunum. Lyfin sem Ester fékk virkuðu hins vegar illa, bólgan minnkaði en ekki nóg til að hún gæti andað almennilega. „Þó ég væri með súrefni í nefinu þá var alltaf að teppast fyrir öndunarveginn,“ segir hún. Lukla er smábær en vinsæll viðkomustaður göngugarpa í Nepal. Flugvöllurinn þar inniheldur 527 metra staka flugbraut.Getty Næst var því ákveðið að senda Ester með þyrlu niður á Lukla-spítala, í samnefndu þorpi þangað sem göngufólkið flýgur og hefur gönguna. „Í þyrlufluginu þangað héldu þeir að ég væri nógu góð til að þurfa ekki súrefni. En þegar hann hækkaði flugið þá fann ég að það þrengdist fyrir og náði ekki að anda. Þá panikkaði þyrluflugmaðurinn og reif af sér súrefnisgrímuna til þess að ég gæti fengið hana,“ segir Ester. Sjerparnir héldu á Ester, einn undir hvorri öxl, og drógu hana inn á spítalann í Lukla og þar fékk hún fimm ampúlur af adrenalíni sem hjálpaði töluvert með andardráttinn. Tryggingafyrirtækið í mikilli skuld Ester var send með annarri þyrlu frá Lukla á HAMS-spítala í Katmandú þar sem hún var á gjörgæslu í tvo daga og á almennri deild í einn dag. Þegar átti að útskrifa Ester kom hins vegar babb í bátinn. Spítalinn neitaði að útskrifa hana nema greitt yrði strax fyrir reikninginn, hvort sem hún gerði það eða tryggingarfyrirtækið, af ótta við að hann yrði ekki greiddur af SOS International, sem Ester var með ferðatryggingu hjá gegnum Sjóvá. „Framkvæmdastjóri spítalans sagði mér að þau geti ekki hleypt mér út því SOS International sé enn með tíu ógreidda útistandandi reikninga á spítalanum,“ segir Ester. Framkvæmdastjórinn hafi jafnframt sagt henni að tryggingafélagið skuldaði öllum spítölum í Katmandú. „Fáranlegt að kaupa sér tryggingu og geta ekki leitað í hana þegar ég þarf loksins að nýta hana,“ segir Ester. Svipmyndir úr göngu íslenska hópsins. Á endanum hafði Ester ekki um neinn annan kost að velja en að borga fyrir allt saman, tvö þyrluflug, sterana í björgunarmiðstöðinni, gjörgæsluna í Lukla, súrefnið, sjerpana og spítalavistina í Katmandú. Samanlagt kostaði það um 1,4 milljón íslenskra króna, þar af um 700 þúsund fyrir þyrluflugin. „Ég er heppin að hafa bara þurft að leggja út 1,4 milljón af því Nepal er ódýrt land. Þetta myndi aldrei kosta svona lítið hér,“ segir Ester um reikninginn. Fjórum dögum eftir að Ester lagði út fyrir reikningnum fékk hún upphæðina greidda inn á sig frá Sjóvá. Þrátt fyrir það segist Ester ósátt með vinnubrögðin. Það sé ekki boðlegt að bjóða upp á ferðatryggingu sem sé svo ekki tekin gild. Stærstur hluti göngunnar gekk vel fyrir sig og naut Ester Nepals í botn. Ester komst aldrei almennilega að því hvað hrjáði hana, hvort það hafi verið óvenjulegt afbrigði af háfjallaveiki eða eitthvað annað. Sjálf telur hún að þetta hafi verið bráðabarkabólga. Í öllu falli segir hún ómögulegt að rannsaka veikindin þegar þau eru löngu liðin. Einn sérfræðingur sem hún hitti hélt að hún hafi hugsanlega fengið bráðaofnæmi fyrir myglu. Ester spurði lækninn svo hvort hann teldi líklegt að hún gæti lent í þessu aftur færi hún til Nepal. „Ef þú værir systir mín eða dóttir mín þá myndi ég mæla með því að þú færir ekki aftur,“ hafi hann svarað. „En ég ætla klárlega aftur til Nepal. Fólkið þarna er next-level gott og þetta er góður staður,“ segir Ester. „Ég þarf bara að kaupa mér rétta tryggingu.“ Nepal Everest Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Ester Ósk Aðalsteinsdóttir keypti sér fjögurra vikna ferð með Ferðasetrinu til Nepal í október síðastliðnum og fór ásamt hópi Íslendinga í fjórtán daga fjallgöngu upp í grunnbúðir Everest. Eftir að hafa flogið til höfuðborgarinnar Katmandú fór hópurinn til Lukla þaðan sem þau lögðu af stað upp í grunnbúðir Everest. Mestan part göngunnar gekk allt eins og í sögu en á tíunda degi fór Ester að finna fyrir undarlegum einkennum. Íslenski hópurinn með innfæddum sjerpa. Súrefnismettun niður í lífshættuleg mörk „Þegar þú ert komin í svona mikla hæð finnurðu að líkaminn virkar öðruvísi. Svitinn minnkar, þú eiginlega hættir að svitna og bragðskyn brenglast. Við vorum flestöll á háfjallalyfi sem ver þig gegn háfjallaveikinni,“ segir Ester. Á tíunda degi fór Ester að finna fyrir einkennum í barka og raddböndum. Hún var viss um að þau væru til marks um háfjallaveiki en um nóttina fór súrefnismettun hennar niður í lífshættuleg mörk. Íslenski hópurinn á göngu. Jakuxar ferja vörur upp fjöllin. „Fyrstu nóttina þegar ég byrja að finna fyrir einhverju dettur súrefnismettunin niður í 68 prósent og það er bara eins og að kafna. Ég panikka og vissi að það væri súrefnisdúnkur hjá sjerpunum en ég vissi ekki hvar þeir væru staðsettir á gististaðnum,“ segir Ester. „Ég átti ekki súrefni til þess að fara að berja á allar hurðir þannig að ég vakti frænku mína og sagði henni að ég gæti ekki andað. Hún sagði mér að setja fleiri kodda undir höfuðið þannig það væri auðveldara að anda.“ Súrefnismettun er vanalega í kringum 96-98 prósent hjá fullorðnum undir sjötugu en þegar fólk sefur getur hún farið niður fyrir 84 prósent. Fari súrefnismettun undir 80 prósent getur hún verið lífshættuleg fyrir líffæri. Örmagna, raddlaus og erfitt að anda Morguninn eftir hafi þau farið af stað upp á fjallið Gokyo Ri sem er krefjandi ganga vegna mikillar hækkunar og svo aftur lækkunar á skömmum tíma. Gengið er úr þorpinu Gokyo sem er í 4750 metra hæð upp fjallið sem er 5375 metrar. Líkaminn þurfi því að hæðarjafna sig töluvert. Ester hafi sagt einum sjerpanum frá öndunarerfiðleikum sínum og hann lagt til að skammturinn á háfjallalyfinu yrði aukinn um helming. Ester hélt hún væri komin með háfjallaveiki á tíunda degi göngunnar. Hér er hún við Gokyo-vötnin. „Ég er búin að vera í crossfit í nokkur ár og keppa í fitness en það var óvenju erfitt að labba upp þetta fjall. Það var eins og það væri að lokast fyrir öndunarfærinn. Erfiðleikastigið var alveg galið,“ segir Ester. „Líkaminn er kannski bara að hæðarjafna sig,“ hafi hún hugsað og því farið sér hægt. Þrátt fyrir það hafi hún verið alveg örmagna, átt erfitt með andardrátt og misst göngustafina á einum tímapunkti. Næstu tvo daga tórði hún áfram en fann fyrir eymslum í barka og raddböndum og missti á endanum röddina. Brennslan er mikil á göngunni og segist Ester hafa verið farin að ganga á tankinn. Maturinn sem er í boði í Nepal er að sögn Esterar hár í kolvetnum; eini prótíngjafinn egg og fitan sem er í boði sé jakuxaostur. „Orkan var farin að klárast þarna. Það var erfitt að borða svona mikið af eggjum og maður lifði svolítið á sykri. Á öllum gististöðum var verið að selja Mars, Snickers og Bounty. Maður fyllti upp í hitaeiningarnar með því en ég var búin með nammið mitt og fann að orkan var að klárast. Þau áttu Strepsils sem ég fékk enda var röddin líka farin,“ segir hún. „Ég horfi á súrefnið og finn að ég er að deyja“ Rétt áður en hópurinn kom að seinasta gististaðnum fyrir grunnbúðir, Oxygen Altitude Home sem er um 4940 metra yfir sjávarmáli, var Ester farin að rása og átti erfitt með að halda á göngustöfunum sínum. Fólkið með henni hafi sagt henni að setjast niður en hún hélt ótrauð áfram. Loks þegar hún kom inn á hótelið settist hún niður og tók af sér bakpokann. „Og þá lokast fyrir barkann,“ segir hún. „Tilfinningin var að það væri ekki rými til þess að anda af því barkinn fyllti út í alla pípuna.“ „Þú verður svo hræddur þegar þetta gerist. Ég horfði á manneskjuna á móti mér og hugsaði bara: ,Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja. Guð, hvað ég vorkenni honum.' Hann var svo hræddur að hann gat ekki horft á mig,“ segir Ester. Ester með flugmannagrímuna frá hóteleigandanum. Íslenski leiðsögumaðurinn hafi líka setið við borðið og hafi eftir ákveðinn tíma áttað sig á því hvað væri að gerast. Hann hafi þá kallað á sjerpana og óskað eftir súrefni. „Ég dett fram á borðið með hausinn til hliðar. Og ég horfi á súrefniskútinn, hefði getað snert hann en gat ekki andað því að mér af því enginn kunni að opna fyrir súrefnið,“ segir hún. „Vá hvað þetta er galið. Ég horfi á súrefnið og finn að ég er að deyja en kemst ekki í það,“ hafi hún hugsað. Hvorki íslenski leiðsögumaðurinn né sjerparnir gátu opnað fyrir súrefnið. Hvort það hafi verið vegna barnalæsingar, innsiglis eða panikks-ástands segir Ester ómögulegt að segja. „Eina ástæðan fyrir því að ég er hérna ennþá er eigandi hótelsins. Það var kallað á hann og hann náði að kveikja á súrefniskútnum og ég fékk slöngu í nefið,“ segir hún. Það hafi hins vegar ekki dugað til svo hóteleigandinn náði í flugmannagrímu sem hann skellti á Ester. „Þá gat ég loksins andað.“ Ekki nóg súrefni til að endast nóttina Ester segist hafa verið meðvituð um hættuna sem fylgi því að fara upp í grunnbúðir. Hún hafði verið að ganga gegnum mikla umrótartíma þegar hún ákvað að fara til Nepal. „Þegar þú ferð í svona gönguferð ertu að taka séns þó þetta séu bara grunnbúðir. Ég var í veikindaleyfi, með brjósklos og axlarklemmu. Það var einhvern vegginn allt í klessu í lífinu mínu, ég var að skilja og bjó heima hjá mömmu og pabba, og ákvað bara að taka sénsinn,“ segir Ester. Hún upplifði lífsbjörgina sem annað tækifæri en fannst hún þurfa að klára gönguferðina. Ester með flugmannagrímuna sem hóteleigandinn lét hana fá. Einn sjerpinn hringdi á þyrlu til að sækja Ester en hún þvermóðskaðist, neitaði þyrlunni og sagðist vilja halda áfram. Sjerpinn hafi þá ítrekað við hana að hún þyrfti að komast niður af fjallinu. „Nei, ég labba bara upp með súrefnisdúnkinn á bakinu. Ég ég ætla upp,“ hafi hún þá sagt. Sjerpinn horfði á hana í forundran en aflýsti samt þyrlufluginu. Ester hélt áfram að anda að sér súrefninu og reyndi að hvíla sig. Fljótt runnu á hana tvær grímur. „Eftir nokkra klukkutíma þá fattaði ég að ég kæmist ekkert án súrefniskútsins. Ég komst ekki einu sinni á klósettið.“ Ester bað sjerpann þá um að panta þyrluflug fyrir sig. Hann hringdi í fjölda staða en vegna þoku var ekki hægt að fljúga. Ester varð síðan litið á súrefnisdúnkinn og sá að það væri ekki nóg súrefni til að endast nóttina. „Þeir sáu það að ég myndi líklegast ekki lifa af nóttina nema ég kæmist neðar, því þarna héldu þeir að þetta væri háfjallaveiki,“ segir hún. Ellefu sjerpar burðuðust með hana í fjóra tíma Sjerparnir brugðu á það ráð að nota sveðjur til að breyta stórri bastkörfu á hótelinu í burðarstól. Ester var síðan vafið inn í svefnpoka og komið fyrir í körfunni en hún varð að sitja í henni því barkinn lokaðist ef hún lá flöt. Sjerparnir koma Ester, dúðaðri í svefnpoka og tengd við súrefni, fyrir í burðarstólnum. „Svo lyftu ellefu sjerpar mér upp og báru mig í fjóra klukkutíma,“ segir Ester en á leiðinni hossaðist karfan svo mikið að Ester rann til í körfunni og átti enn erfiðara með að anda. Til að minnka kvalirnar reyndi Ester að spara andardráttinn sem sjerpunum leist illa á. „Þeir voru farnir að taka eftir þessu því það kemur ákveðið hljóð í súrefninu þegar þú notar það. Þá settu þeir mig niður og nudduðu bringubeinið mitt þannig ég neyddist til að draga andann,“ segir Ester sem fékk koldíoxíðeitrun á leiðinni og var hálfvegis komin út úr heiminum. Eftir fjögurra tíma göngu komust sjerparnir loks með Ester að Himalayan Rescue Center björgunarmiðstöð þar sem hún fékk stera og súrefni í nefið. Sjerpanna beið hins vegar meiri ganga. „Klukkan var orðin miðnætti og greyið sjérparnir þurftu að labba aftur upp á hótelið í fjóra tíma. Þeir voru allir búnir á því,“ segir hún sem dauðvorkenndi mönnunum. Lyfin sem Ester fékk virkuðu hins vegar illa, bólgan minnkaði en ekki nóg til að hún gæti andað almennilega. „Þó ég væri með súrefni í nefinu þá var alltaf að teppast fyrir öndunarveginn,“ segir hún. Lukla er smábær en vinsæll viðkomustaður göngugarpa í Nepal. Flugvöllurinn þar inniheldur 527 metra staka flugbraut.Getty Næst var því ákveðið að senda Ester með þyrlu niður á Lukla-spítala, í samnefndu þorpi þangað sem göngufólkið flýgur og hefur gönguna. „Í þyrlufluginu þangað héldu þeir að ég væri nógu góð til að þurfa ekki súrefni. En þegar hann hækkaði flugið þá fann ég að það þrengdist fyrir og náði ekki að anda. Þá panikkaði þyrluflugmaðurinn og reif af sér súrefnisgrímuna til þess að ég gæti fengið hana,“ segir Ester. Sjerparnir héldu á Ester, einn undir hvorri öxl, og drógu hana inn á spítalann í Lukla og þar fékk hún fimm ampúlur af adrenalíni sem hjálpaði töluvert með andardráttinn. Tryggingafyrirtækið í mikilli skuld Ester var send með annarri þyrlu frá Lukla á HAMS-spítala í Katmandú þar sem hún var á gjörgæslu í tvo daga og á almennri deild í einn dag. Þegar átti að útskrifa Ester kom hins vegar babb í bátinn. Spítalinn neitaði að útskrifa hana nema greitt yrði strax fyrir reikninginn, hvort sem hún gerði það eða tryggingarfyrirtækið, af ótta við að hann yrði ekki greiddur af SOS International, sem Ester var með ferðatryggingu hjá gegnum Sjóvá. „Framkvæmdastjóri spítalans sagði mér að þau geti ekki hleypt mér út því SOS International sé enn með tíu ógreidda útistandandi reikninga á spítalanum,“ segir Ester. Framkvæmdastjórinn hafi jafnframt sagt henni að tryggingafélagið skuldaði öllum spítölum í Katmandú. „Fáranlegt að kaupa sér tryggingu og geta ekki leitað í hana þegar ég þarf loksins að nýta hana,“ segir Ester. Svipmyndir úr göngu íslenska hópsins. Á endanum hafði Ester ekki um neinn annan kost að velja en að borga fyrir allt saman, tvö þyrluflug, sterana í björgunarmiðstöðinni, gjörgæsluna í Lukla, súrefnið, sjerpana og spítalavistina í Katmandú. Samanlagt kostaði það um 1,4 milljón íslenskra króna, þar af um 700 þúsund fyrir þyrluflugin. „Ég er heppin að hafa bara þurft að leggja út 1,4 milljón af því Nepal er ódýrt land. Þetta myndi aldrei kosta svona lítið hér,“ segir Ester um reikninginn. Fjórum dögum eftir að Ester lagði út fyrir reikningnum fékk hún upphæðina greidda inn á sig frá Sjóvá. Þrátt fyrir það segist Ester ósátt með vinnubrögðin. Það sé ekki boðlegt að bjóða upp á ferðatryggingu sem sé svo ekki tekin gild. Stærstur hluti göngunnar gekk vel fyrir sig og naut Ester Nepals í botn. Ester komst aldrei almennilega að því hvað hrjáði hana, hvort það hafi verið óvenjulegt afbrigði af háfjallaveiki eða eitthvað annað. Sjálf telur hún að þetta hafi verið bráðabarkabólga. Í öllu falli segir hún ómögulegt að rannsaka veikindin þegar þau eru löngu liðin. Einn sérfræðingur sem hún hitti hélt að hún hafi hugsanlega fengið bráðaofnæmi fyrir myglu. Ester spurði lækninn svo hvort hann teldi líklegt að hún gæti lent í þessu aftur færi hún til Nepal. „Ef þú værir systir mín eða dóttir mín þá myndi ég mæla með því að þú færir ekki aftur,“ hafi hann svarað. „En ég ætla klárlega aftur til Nepal. Fólkið þarna er next-level gott og þetta er góður staður,“ segir Ester. „Ég þarf bara að kaupa mér rétta tryggingu.“
Nepal Everest Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira