Lífið

Gummi skít­hræddur við Sigur­jón Kjartans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gummi er töluvert minni en Sigurjón eins og sjá má.
Gummi er töluvert minni en Sigurjón eins og sjá má.

Í síðasta þætti af Ísskápastríðinu mættu þeir Sólmundur Hólm Sólmundarson og Sigurjón Kjartansson.

Sóli var með Gumma Ben í liði og Sigurjón með Evu Laufey í liði. Tveir afskaplega fyndnir gestir og því varð þátturinn frábær í kjölfarið.

Gumma Ben og Sóla vantaði mexíkóskar pönnukökur og laumaði Guðmundur sér yfir til andstæðingsins og stal þeim. 

Það fór í taugarnar á hinum hávaxna Sigurjóni sem gekk yfir og rukkaði drengina um hráefnið, á ógnandi hátt. 

Guðmundur varð í raun skíthræddur eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Gummi skíthræddur við Sigurjón





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.