Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 08:10 Eftir óveður næturinnar eru vatnspollar víða og sums staðar hefur lekið inn í hús. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Fjöldi meintra stúta voru stoppaðir, þá var eitthvað um umferðarslys og svo var lögreglan bæði kölluð til vegna þakplötufoks og vatnsleka. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Tveir þeirra vistaðir í þágu rannsóknar mála þar sem þeir höfðu ollið umferðaróhappi eða voru tengdir öðrum málum. Einnig var lögregla kölluð til vegna umferðaóhapps þar sem bíl hafði verið ekið utan í rútu. Um minniháttar tjón var að ræða og enginn slasaðist. Þá var lögreglu kölluð til vegna líkamsárásar í miðborginni en ekki liggur meira fyrir um hana. Fjúkandi þakplötur Í umdæmi lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes voru tveir ökumenn stöðvaðir og þeir sviptir ökuréttindum. Ekki kemur fram hvers vegna. Lögreglan var svo kölluð til í húsnæði þar sem þakplötur voru byrjaðar að fjúka af þakinu. Lögregla fór á vettvang og var síðan kallað á viðeigandi viðbragðsaðila. Loks barst lögreglu tilkynning um mann í verslunarmiðstöð í annarlegu ástandi sem hafði átt í hótunum við aðra borgara. Lögreglumenn fóru á vettvang og reyndu að ræða við manninn. Hann var hins vegar ekki viðræðuhæfur né fær um að koma sér sjálfum á brott svo hann var vistaður í fangaklefa. Myndir af vopnum og boðflennur Umdæmi lögreglustöðvar 3 nær yfir Kópavog og Breiðholt. Þar var lögreglan kölluð til vegna manns sem hafði sent öðrum manni myndir af vopnum sem hann hótaði að beita. Sendandinn var handtekinn vegna málsins. Tilkynnt var menn sem höfðu farið inn í húsnæði líkamsræktarstöðvar án leyfis. Mennirnir voru farnir á brott þegar lögregla kom á vettvang en málið er rannsakað sem húsbrot. Lögreglustöð 4 sem nær yfir Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ barst tilkynning um vatnsleka. Lögreglan var kölluð til og stefndi í að mikill leki yrði inn í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi tjón. Lögreglan kallaði viðbragðsaðila á vettvang meðan reynt var að aðstoða íbúa. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Tveir þeirra vistaðir í þágu rannsóknar mála þar sem þeir höfðu ollið umferðaróhappi eða voru tengdir öðrum málum. Einnig var lögregla kölluð til vegna umferðaóhapps þar sem bíl hafði verið ekið utan í rútu. Um minniháttar tjón var að ræða og enginn slasaðist. Þá var lögreglu kölluð til vegna líkamsárásar í miðborginni en ekki liggur meira fyrir um hana. Fjúkandi þakplötur Í umdæmi lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes voru tveir ökumenn stöðvaðir og þeir sviptir ökuréttindum. Ekki kemur fram hvers vegna. Lögreglan var svo kölluð til í húsnæði þar sem þakplötur voru byrjaðar að fjúka af þakinu. Lögregla fór á vettvang og var síðan kallað á viðeigandi viðbragðsaðila. Loks barst lögreglu tilkynning um mann í verslunarmiðstöð í annarlegu ástandi sem hafði átt í hótunum við aðra borgara. Lögreglumenn fóru á vettvang og reyndu að ræða við manninn. Hann var hins vegar ekki viðræðuhæfur né fær um að koma sér sjálfum á brott svo hann var vistaður í fangaklefa. Myndir af vopnum og boðflennur Umdæmi lögreglustöðvar 3 nær yfir Kópavog og Breiðholt. Þar var lögreglan kölluð til vegna manns sem hafði sent öðrum manni myndir af vopnum sem hann hótaði að beita. Sendandinn var handtekinn vegna málsins. Tilkynnt var menn sem höfðu farið inn í húsnæði líkamsræktarstöðvar án leyfis. Mennirnir voru farnir á brott þegar lögregla kom á vettvang en málið er rannsakað sem húsbrot. Lögreglustöð 4 sem nær yfir Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ barst tilkynning um vatnsleka. Lögreglan var kölluð til og stefndi í að mikill leki yrði inn í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi tjón. Lögreglan kallaði viðbragðsaðila á vettvang meðan reynt var að aðstoða íbúa.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira