Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2025 21:59 Arne Slot ræðir við Andy Robertson og Jarell Quansah. EPA-EFE/Koen van Weel Arne Slot mætti með mikið breytt lið þegar Liverpool sótti PSV heim í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði þegar tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit enda unnið fyrstu sjö leiki sína í keppninni. Liðið mátti hins vegar þola 3-2 tap í kvöld. Segja má að einu leikmennirnir sem hafa spilað stóra rullu á leiktíðinni hjá gestunum úr Bítlaborginni hafi verið bakvörðurinn Andy Robertson, sem var í miðverði, og svo Cody Gakpo. Þá var Caoimhin Kelleher í markinu. Það virtist sem hin óstöðvandi lest Slot ætlaði að halda áfram að keyra yfir mótherja sína en á 18. mínútu skoraði Gakpo gegn sínum gömlu félögum úr vítaspyrnu. Johan Bakayoko jafnaði metin fyrir PSV áður en Harvey Elliott kom Liverpool yfir á nýjan leik þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Það átti hins vegar nóg eftir að gerast. Leikmenn PSV fagna marki Johan Bakayoko.EPA-EFE/Koen van Weel Ismael Saibari jafnaði metin og síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Ricardo Pepi kom PSV svo yfir þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og staðan 3-2 í hálfleik. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik reyndust það lokatölur. Gestirnir enduðu leikinn með aðeins tíu menn þar sem hinn 18 ára gamli Amara Nallo fékk rautt spjald þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá voru heimamenn nálægt því að bæta við fjórða markinu eftir að Kelleher hafði farið fram í hornspyrnu en skot heimamanna endaði í hliðarnetinu. Þrátt fyrir tapið hélt Liverpool toppsætinu þar sem Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Atalanta. PSV endar í 14. sæti og fer í umspil. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
Segja má að einu leikmennirnir sem hafa spilað stóra rullu á leiktíðinni hjá gestunum úr Bítlaborginni hafi verið bakvörðurinn Andy Robertson, sem var í miðverði, og svo Cody Gakpo. Þá var Caoimhin Kelleher í markinu. Það virtist sem hin óstöðvandi lest Slot ætlaði að halda áfram að keyra yfir mótherja sína en á 18. mínútu skoraði Gakpo gegn sínum gömlu félögum úr vítaspyrnu. Johan Bakayoko jafnaði metin fyrir PSV áður en Harvey Elliott kom Liverpool yfir á nýjan leik þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Það átti hins vegar nóg eftir að gerast. Leikmenn PSV fagna marki Johan Bakayoko.EPA-EFE/Koen van Weel Ismael Saibari jafnaði metin og síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Ricardo Pepi kom PSV svo yfir þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og staðan 3-2 í hálfleik. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik reyndust það lokatölur. Gestirnir enduðu leikinn með aðeins tíu menn þar sem hinn 18 ára gamli Amara Nallo fékk rautt spjald þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá voru heimamenn nálægt því að bæta við fjórða markinu eftir að Kelleher hafði farið fram í hornspyrnu en skot heimamanna endaði í hliðarnetinu. Þrátt fyrir tapið hélt Liverpool toppsætinu þar sem Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Atalanta. PSV endar í 14. sæti og fer í umspil.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira