Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2025 21:59 Arne Slot ræðir við Andy Robertson og Jarell Quansah. EPA-EFE/Koen van Weel Arne Slot mætti með mikið breytt lið þegar Liverpool sótti PSV heim í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði þegar tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit enda unnið fyrstu sjö leiki sína í keppninni. Liðið mátti hins vegar þola 3-2 tap í kvöld. Segja má að einu leikmennirnir sem hafa spilað stóra rullu á leiktíðinni hjá gestunum úr Bítlaborginni hafi verið bakvörðurinn Andy Robertson, sem var í miðverði, og svo Cody Gakpo. Þá var Caoimhin Kelleher í markinu. Það virtist sem hin óstöðvandi lest Slot ætlaði að halda áfram að keyra yfir mótherja sína en á 18. mínútu skoraði Gakpo gegn sínum gömlu félögum úr vítaspyrnu. Johan Bakayoko jafnaði metin fyrir PSV áður en Harvey Elliott kom Liverpool yfir á nýjan leik þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Það átti hins vegar nóg eftir að gerast. Leikmenn PSV fagna marki Johan Bakayoko.EPA-EFE/Koen van Weel Ismael Saibari jafnaði metin og síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Ricardo Pepi kom PSV svo yfir þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og staðan 3-2 í hálfleik. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik reyndust það lokatölur. Gestirnir enduðu leikinn með aðeins tíu menn þar sem hinn 18 ára gamli Amara Nallo fékk rautt spjald þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá voru heimamenn nálægt því að bæta við fjórða markinu eftir að Kelleher hafði farið fram í hornspyrnu en skot heimamanna endaði í hliðarnetinu. Þrátt fyrir tapið hélt Liverpool toppsætinu þar sem Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Atalanta. PSV endar í 14. sæti og fer í umspil. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Segja má að einu leikmennirnir sem hafa spilað stóra rullu á leiktíðinni hjá gestunum úr Bítlaborginni hafi verið bakvörðurinn Andy Robertson, sem var í miðverði, og svo Cody Gakpo. Þá var Caoimhin Kelleher í markinu. Það virtist sem hin óstöðvandi lest Slot ætlaði að halda áfram að keyra yfir mótherja sína en á 18. mínútu skoraði Gakpo gegn sínum gömlu félögum úr vítaspyrnu. Johan Bakayoko jafnaði metin fyrir PSV áður en Harvey Elliott kom Liverpool yfir á nýjan leik þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Það átti hins vegar nóg eftir að gerast. Leikmenn PSV fagna marki Johan Bakayoko.EPA-EFE/Koen van Weel Ismael Saibari jafnaði metin og síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Ricardo Pepi kom PSV svo yfir þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og staðan 3-2 í hálfleik. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik reyndust það lokatölur. Gestirnir enduðu leikinn með aðeins tíu menn þar sem hinn 18 ára gamli Amara Nallo fékk rautt spjald þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá voru heimamenn nálægt því að bæta við fjórða markinu eftir að Kelleher hafði farið fram í hornspyrnu en skot heimamanna endaði í hliðarnetinu. Þrátt fyrir tapið hélt Liverpool toppsætinu þar sem Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Atalanta. PSV endar í 14. sæti og fer í umspil.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira