Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2025 21:59 Arne Slot ræðir við Andy Robertson og Jarell Quansah. EPA-EFE/Koen van Weel Arne Slot mætti með mikið breytt lið þegar Liverpool sótti PSV heim í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði þegar tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit enda unnið fyrstu sjö leiki sína í keppninni. Liðið mátti hins vegar þola 3-2 tap í kvöld. Segja má að einu leikmennirnir sem hafa spilað stóra rullu á leiktíðinni hjá gestunum úr Bítlaborginni hafi verið bakvörðurinn Andy Robertson, sem var í miðverði, og svo Cody Gakpo. Þá var Caoimhin Kelleher í markinu. Það virtist sem hin óstöðvandi lest Slot ætlaði að halda áfram að keyra yfir mótherja sína en á 18. mínútu skoraði Gakpo gegn sínum gömlu félögum úr vítaspyrnu. Johan Bakayoko jafnaði metin fyrir PSV áður en Harvey Elliott kom Liverpool yfir á nýjan leik þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Það átti hins vegar nóg eftir að gerast. Leikmenn PSV fagna marki Johan Bakayoko.EPA-EFE/Koen van Weel Ismael Saibari jafnaði metin og síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Ricardo Pepi kom PSV svo yfir þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og staðan 3-2 í hálfleik. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik reyndust það lokatölur. Gestirnir enduðu leikinn með aðeins tíu menn þar sem hinn 18 ára gamli Amara Nallo fékk rautt spjald þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá voru heimamenn nálægt því að bæta við fjórða markinu eftir að Kelleher hafði farið fram í hornspyrnu en skot heimamanna endaði í hliðarnetinu. Þrátt fyrir tapið hélt Liverpool toppsætinu þar sem Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Atalanta. PSV endar í 14. sæti og fer í umspil. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Segja má að einu leikmennirnir sem hafa spilað stóra rullu á leiktíðinni hjá gestunum úr Bítlaborginni hafi verið bakvörðurinn Andy Robertson, sem var í miðverði, og svo Cody Gakpo. Þá var Caoimhin Kelleher í markinu. Það virtist sem hin óstöðvandi lest Slot ætlaði að halda áfram að keyra yfir mótherja sína en á 18. mínútu skoraði Gakpo gegn sínum gömlu félögum úr vítaspyrnu. Johan Bakayoko jafnaði metin fyrir PSV áður en Harvey Elliott kom Liverpool yfir á nýjan leik þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Það átti hins vegar nóg eftir að gerast. Leikmenn PSV fagna marki Johan Bakayoko.EPA-EFE/Koen van Weel Ismael Saibari jafnaði metin og síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Ricardo Pepi kom PSV svo yfir þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og staðan 3-2 í hálfleik. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik reyndust það lokatölur. Gestirnir enduðu leikinn með aðeins tíu menn þar sem hinn 18 ára gamli Amara Nallo fékk rautt spjald þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá voru heimamenn nálægt því að bæta við fjórða markinu eftir að Kelleher hafði farið fram í hornspyrnu en skot heimamanna endaði í hliðarnetinu. Þrátt fyrir tapið hélt Liverpool toppsætinu þar sem Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Atalanta. PSV endar í 14. sæti og fer í umspil.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira