Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar 29. janúar 2025 15:31 11. nóvember árið 1925 skrifaði aldrað skáld að sagt væri að hestar og menn hefðu álíka viðkvæmar taugar. Mikill munur væri þó, sagði hann og hélt áfram: Þegar húðarbikkja heltist í hestahóp, hefir ekki orðið þess vart, að hinir gerðu sér annt um heilsufar hennar, narta í hana ef til vill, nærgætni þeirra getur ekki betur. Þrátt fyrir alla illsku, bera menn þó önn fyrir öðrum. Það eru yfirburðirnir, neistinn, sem glæðist og vermir loks allt mannlíf! Hann hafði fylgst með kúgun og hryllingi stríðsátaka víða um heim og sá fyrir ofbeldi tuttugustu aldar en átti samt þennan vonarneista, umhyggju fólks hvert fyrir öðru sem „vermir loks allt mannlíf“. Eftir hans daga brast á önnur heimsstyrjöld, helför, kalt stríð og kjarnorkuógn og nú ríkir ofgnóttarvelmegun fjölda fólks á Vesturlöndum um leið og vond stríð geisa víða. Útrýmingarherferð zíonisman á hendur Palestínufólki er sprottin af gamalli rót og hafði staðið yfir á annað ár loks þegar viðkvæmt vopnahlé komst á. Yfir 46.000 íbúa hafa verið myrtir, þar af yfir 14 þúsund börn og líklega eru tugir þúsunda grafnir í rústum. Nú getur fólk snúið aftur til gjöreyddra heimkynna sinna þannig að neyðin er jafnmikil þótt slátrunum hafi linnt. Velmegun Vesturlanda hvílir á aldalangri nýlendukúgun sem raskaði samfélögum og mannlífi í flestum öðrum heimshlutum og kúgun Palestínufólks er sprottin af þeirri hugmynd Vestursins að það geti ráðskast með restina af heiminum að vild. Þjóðarmorðið nýtur blessunar og beins stuðnings flestra Vesturlanda sem helst þegja þunnu hljóði. Þau gleypa við gegndarlausu afmennskandi og rasísku bulli Netanjahus enda hefur verið hamrað á slíku í skólakerfi Ísraels áratugum saman. Nú síðast vill Trump hreinsa Gaza af Palestínufólki, sem var náttúrlega alltaf markmiðið, það er svo glórulaus hugmynd að ekki tekur nokkru tali en afhjúpar líklega hið leynda markmið, að komast yfir verðmætt landsvæði, og kannski hefja uppbyggingu í anda „shock doctrine“ sem Naomi Klein skrifaði ágæta bók um forðum. Stundum talar Netanjahu um siðmenningu í gjörfirrtu afmennskunarrausi sínu og hangir þar á gömlum trúarritum en afneitar (eða veit ekki af) þeirri sagnfræði sem sýnir fram á árþúsunda sögu Palestínufólks á svæðinu. Siðmenning er reyndar vafasamt hugtak út af fyrir sig sem hefur verið eins konar eign Vesturlanda undanfarnar aldir þar sem fólk virðist halda í alvöru að einhverjum hápunkti sé náð í eigin glæsibrag. Hugmyndir um frelsi, jafnrétti, bræðralag, lýðræði og þar fram eftir koppagötum eru að sönnu góðar og mikilvægar, en hafa frá upphafi verið hafðar sem yfirskin og forræðishyggja samfara hreinum kúgunaröflum, gegndarlausu arðráni nýlendustefnu og kapítalisma. Alþjóðasamtökum og hjálparstofnunum hefur ekki verið hleypt inn á Gaza að ráði um langa hríð en með vopnahléi má gera sér vonir um einhverja breytingu. En það hrekkur ekki til, fólk á Gaza sveltur enn og hefst við í tjöldum og hrundum húsum. Niðurbrot Gaza er er viðurstyggilegur glæpur gegn mannkyni, sama hvaða lagatækni er beitt til að draga það í efa. Nú hefur um nokkurra mánaða skeið verið að komast á merkilegt samband, einkum á Facebook milli fólks persónulega þar sem vinir Palestínufólks hafa stofnað söfnunarreikninga til að draga úr sárustu neyðinni. Þó er hvorki hægt að stofna þá hér á landi né í Palestínu og því þarf að reiða sig á vini búsetta erlendis. Oft er það meira en peningagjafir, því fólk talar saman og ekki er á neinn hallað þó að þar séu nefndar fremstar í flokki Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur frá Sigluvík við Eyjafjörð sem hreinlega veitir fjölda fólks áfallahjálp í myndsímtölum, safnar sjálf styrktarfé og stendur fyrir dreifingu framlaga til skjólstæðinga sinna. Nokkur fjöldi annarra, einkum kvenna, leggur þar lið, með lítilsháttar fjárstuðningi og stundum samtölum, á spjallþráðum eða myndsímtölum. Ein þeirra er Oddný Björg Rafnsdóttir, frænka Kristínar í Aðaldal sem einnig hefur skrifað hraustlegar greinar til stuðnings Gazabúum, t.d. þessa hér þar sem hún segir frá skeleggum formæðrum sínum sem höfðu mannúð að leiðarljósi: Þetta hjálparstarf í gegnum boðskiptatækni, samfélagsmiðla og netið er nýlunda, persónuleg tengsl nauðstaddra og þeirra sem eitthvað geta liðsinnt, í stóru eða smáu. Umfangið þekki ég ekki, en þetta virðist vera nokkuð víða um lönd. Vissulega finnst mörgum að neyðaraðstoð eigi bara að vera í höndum Félagsins Ísland Palestína sem veitir mikla og dýrmæta hjálp, Rauðakrossins, og annarra hjálparstofnana sem vissulega er ástæða til að styðja áfram og helst enn betur með ráðum og dáð. Hins vegar er í þessum samskiptum ný vídd: Persónuleg samskipti, vinátta, hjálpsemi, viðleitni fólks í velmegunarsamfélagi til að setja sig í spor fólks sem gengur í gegnum ósegjanlegar hörmungar af hreinum mannavöldum. Gamla skáldið sem ég nefndi í upphafi og talaði um vonarneistann í umhyggjunni var Stephan G. Stephansson og hann orti fleira. Árið 1909 missti hann Gest son sinn, 16 ára gamlan, sem snerti vír hlaðinn rafmagni eftir þrumuveður. Stephan orti magnað erfikvæði eftir drenginn þar sem honum var nokkur fró að vita hvernig dauðann bar að höndum. Það sem varð Gesti að aldurtila var ekki „neitt skynbært vald, er vilji neinu mein“ heldur allt annað. Hins vegar er þetta það sárasta: „Því grimmdarverkin – hvað helzt sem þeir kenna!í hverju hjarta sviðaheitast brenna. Og hægra er við skeð að sætta sig,ef sitja ei hræðsla og refsing öllum megin.“ Það er einmitt skynbæra valdið, athafnir einbeitts vilja, morðvilja zíonista og bandarískra ráðamanna, sem er ósegjanlega sárt. Markviss vilji sem stendur fyrir manndrápunum og öllum grimmdarverkunum, með hræðslu og refsingu í hverju horni. Gegn þessari grimmd getum við lagst á árar með vonarneista mannúðar og náungakærleika að leiðarljósi. Við getum gefið í safnanir einstaklinga, og kannski átt samskipti við þau. Sjálfur hef ég ekki haft tök á miklu, en gamall afi sem á sjö barnabörn horfir ekki ósnortinn í brosandi augu á hálfs árs gömlu barni í fangi móður sinnar, Doaá Youssef, og sjá broshýra eldri systur þar hjá, í fátæklegu hreysi úr plasti og bárujárni. Ung, fötluð systir þeirra lét lífið í þjóðarmorðinu. Fyrir vopnahlé var óvissa þeirra algjör, dauðinn var stöðug og raunveruleg ógn en nú standa þau á rústum heimilis síns. Doaá Youssef er á Facebook og hér er söfnunarsíða hennar: Aðra móður, ekkjuna Eman Sameer, hef ég talað við í skilaboðum sem á þrjú börn. Maður hennar og dóttir voru myrt í upphafi þjóðarmorðsins og rétt fyrir vopnahlé var 23 ára systir hennar myrt frá tveim ungum börnum, þriggja ára og sex mánaða, og nú hefur hún tekið þau að sér líka. Hún er á Facebook og hér er söfnunarsíða hennar. Þriðja móðirin, Fatima Qadeeh, er 38 ára ekkja með fjögur börn. Eitt þeirra er munaðarlaus bróðurdóttir hennar. Hennar eigin börn eru tveggja, fimm og sjö ára og hún sér um veika foreldra sína líka. Maður hennar var myrtur skömmu eftir innrásina og öll bróðurfjölskyldan nema tólf ára stúlkan sem hún hefur gengið í móðurstað. Hún getur því ekki gengið norður eins og fólk hefur gert þessa dagana en er að safna fyrir farartæki. Þegar norður kemur vill hún leita líkamsleifa manns síns til að veita því sæmandi greftrun. Eftir að hún flúði að heiman hefur hún hrakist til og frá alls tíu sinnum. Hún er á Facebook og hér er söfnunarsíða hennar. Ungur maður, Zaki Ba, vinnur úr ljósmyndum fyrir fólk af hugkvæmni og smekkvísi, því hann langar til að endurgjalda gjafmildi fólks. Sjálfur missti hann annað augað í sprengingu og bíður þess með tóma augntóftina að komast í aðgerð til að fá gerviauga. Hann er á Facebook og hér er söfnunarsíða hans. Kristín S. Bjarnadóttir og fleiri, sem hafa sinnt fjölda fólks með óþreytandi elju mánuðum saman, kunna ótal sögur, harmsögur af dauða og tortímingu og sögur af litlum sólargeislum sem þrátt fyrir allt lifa enn. Þær hafa líka séð ný lífsins ljós fæðast og hafa getað hlúð að þeim. Þetta er ný leið til stuðnings. Stuðningur hvers og eins er vissulega ekki nema dropi í hafið, en dropinn holar steininn, og jafnvel steinhjörtun. Safnast þegar saman kemur og full ástæða er til að gleðjast yfir hverjum þeim sem fær hjálp til að komast af. Það er dýrmætt í sjálfu sér að stuðla að því að vernda líf. Vaxi þessari leið frekar fiskur um hrygg og kannski víða um lönd fer jafnvel að dafna ný leið til andófs gegn ofbeldi valdhafa heimsins. Samkennd, mannúð, náungakærleikur í verki, persónulegt samband velmegandi fólks og þurfandi fórnarlamba ofbeldis, samstaða undir forystu kvenna sem tekið hafa af skarið, gæti undið svo uppá sig að ráðamenn taki eftir og hugsi sinn gang. Nú hafa írsk stjórnvöld gengið í lið með Suður Afríku og styðja ákæruna um þjóðarmorð og íslensk stjórnvöld ættu hiklaust að gera það líka. Ég hvet allt gott fólk til að leggja lið, ekki síst þau sem einhver auraráð hafa, þó fátæku ekkjurnar séu náttúrlega alltaf fyrstar að rétta fram eyrinn sinn. Það má gefa með ýmsum hætti, til dæmis nafnlaust. Þannig gætu jafnvel ráðherrar og þingmenn á sínum fínu launum látið gott af sér leiða án þess að mikið beri á. Eða ofurlaunaðir forstjórar. Efasemdir um þessar safnanir heyrast stundum, spurt hvort það sé raunverulega fólk á Gaza á bak við reikningana, hvort þetta sé ekki bara svindl. Sú hætta er hverfandi, og Kristín hefur í upphafi tekið myndsímtöl við fólkið svo enginn þarf að velkjast í vafa um að það er í raunverulegri neyð á Gaza, að biðja umheiminn um hjálp í hjartans einlægni. Framlag Kristínar og fjölda annarra, einkum kvenna, verður aldrei ofmetið og dæmi um samstöðustyrk kvenna víða um heim eru óteljandi. Þegar Stephan G. hélt af stað til Vesturheims nítján ára gamall sumarið 1873 þótti Guðnýju Stefánsdóttur föðursystur hans erfitt að kveðja hann. Hún var langalangamma mín, aðsópsmikil kona og óspör á liðsinni við þau sem minna máttu sín. Stebbi sagði að hann skyldi reyna að standa sig, vonaði að hann og aðrir sem voru að yfirgefa landið á erfiðum tímum gætu kannski bætt heiminn. Nærri hálfri öld síðar stóð hann við leiði Guðnýjar, aldraður og verkalúinn, og orti kvæði sem lýkur svo, í sömu von um að geta fegrað mannlíf á jörðu: Svo skal smábyggð fjalls og fjarðarfóstra landnám víðrar jarðar Unz þar hefur, reit af reit, sér rutt til vegaryfir jörðu, einn og fagur,allra þjóða mannabragur. Það er dapurlega langt í mannabrag allra þjóða en samhjálp og góðvild þvert yfir öll landmæri og víglínur sem dregnar eru af valdsmönnum kveikja vonarglætu. Reisn er hverri manneskju nauðsynleg. Reisn og þolgæði þeirra sem hafa þraukað í gegnum linnulaust ofbeldi og niðurbrot er ofar öllum okkar hversdagsskilningi. Okkur hér á Vesturlöndum væri hollt að setja okkur í þeirra spor, kannski reyna að kynnast þeim eftir föngum og rétta hjálparhönd eftir getu. Það gæti styrkt þann mannabrag sem heimurinn þarf á að halda, í gagnkvæmri virðingu og reisn. Þakklæti þess góða fólks sem upprétt þiggur hjálp frá öðru góðu fólki er vænlegra uppá mannabrag framtíðar en hatur og hefndarhugur. Söfnunarnúmer Kristínar: Kt. 130668-5189, banki 0162-26-013668 (það er komið nýtt bankanúmer síðan Oddný skrifaði greinina sem hlekkur er á hér fyrir ofan). Á Facebook síðu minnar, hennar, Oddnýjar og margra annarra er fjöldi vina frá Gaza sem hægt er að tengjast og þar eru hlekkir á söfnunarsíður. Tilvitnanir: Stephan G. Stephansson, Bréf og ritgerðir III: 255; Andvökur II, 251; Andvökur III, 294. Höfundur er afi og bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
11. nóvember árið 1925 skrifaði aldrað skáld að sagt væri að hestar og menn hefðu álíka viðkvæmar taugar. Mikill munur væri þó, sagði hann og hélt áfram: Þegar húðarbikkja heltist í hestahóp, hefir ekki orðið þess vart, að hinir gerðu sér annt um heilsufar hennar, narta í hana ef til vill, nærgætni þeirra getur ekki betur. Þrátt fyrir alla illsku, bera menn þó önn fyrir öðrum. Það eru yfirburðirnir, neistinn, sem glæðist og vermir loks allt mannlíf! Hann hafði fylgst með kúgun og hryllingi stríðsátaka víða um heim og sá fyrir ofbeldi tuttugustu aldar en átti samt þennan vonarneista, umhyggju fólks hvert fyrir öðru sem „vermir loks allt mannlíf“. Eftir hans daga brast á önnur heimsstyrjöld, helför, kalt stríð og kjarnorkuógn og nú ríkir ofgnóttarvelmegun fjölda fólks á Vesturlöndum um leið og vond stríð geisa víða. Útrýmingarherferð zíonisman á hendur Palestínufólki er sprottin af gamalli rót og hafði staðið yfir á annað ár loks þegar viðkvæmt vopnahlé komst á. Yfir 46.000 íbúa hafa verið myrtir, þar af yfir 14 þúsund börn og líklega eru tugir þúsunda grafnir í rústum. Nú getur fólk snúið aftur til gjöreyddra heimkynna sinna þannig að neyðin er jafnmikil þótt slátrunum hafi linnt. Velmegun Vesturlanda hvílir á aldalangri nýlendukúgun sem raskaði samfélögum og mannlífi í flestum öðrum heimshlutum og kúgun Palestínufólks er sprottin af þeirri hugmynd Vestursins að það geti ráðskast með restina af heiminum að vild. Þjóðarmorðið nýtur blessunar og beins stuðnings flestra Vesturlanda sem helst þegja þunnu hljóði. Þau gleypa við gegndarlausu afmennskandi og rasísku bulli Netanjahus enda hefur verið hamrað á slíku í skólakerfi Ísraels áratugum saman. Nú síðast vill Trump hreinsa Gaza af Palestínufólki, sem var náttúrlega alltaf markmiðið, það er svo glórulaus hugmynd að ekki tekur nokkru tali en afhjúpar líklega hið leynda markmið, að komast yfir verðmætt landsvæði, og kannski hefja uppbyggingu í anda „shock doctrine“ sem Naomi Klein skrifaði ágæta bók um forðum. Stundum talar Netanjahu um siðmenningu í gjörfirrtu afmennskunarrausi sínu og hangir þar á gömlum trúarritum en afneitar (eða veit ekki af) þeirri sagnfræði sem sýnir fram á árþúsunda sögu Palestínufólks á svæðinu. Siðmenning er reyndar vafasamt hugtak út af fyrir sig sem hefur verið eins konar eign Vesturlanda undanfarnar aldir þar sem fólk virðist halda í alvöru að einhverjum hápunkti sé náð í eigin glæsibrag. Hugmyndir um frelsi, jafnrétti, bræðralag, lýðræði og þar fram eftir koppagötum eru að sönnu góðar og mikilvægar, en hafa frá upphafi verið hafðar sem yfirskin og forræðishyggja samfara hreinum kúgunaröflum, gegndarlausu arðráni nýlendustefnu og kapítalisma. Alþjóðasamtökum og hjálparstofnunum hefur ekki verið hleypt inn á Gaza að ráði um langa hríð en með vopnahléi má gera sér vonir um einhverja breytingu. En það hrekkur ekki til, fólk á Gaza sveltur enn og hefst við í tjöldum og hrundum húsum. Niðurbrot Gaza er er viðurstyggilegur glæpur gegn mannkyni, sama hvaða lagatækni er beitt til að draga það í efa. Nú hefur um nokkurra mánaða skeið verið að komast á merkilegt samband, einkum á Facebook milli fólks persónulega þar sem vinir Palestínufólks hafa stofnað söfnunarreikninga til að draga úr sárustu neyðinni. Þó er hvorki hægt að stofna þá hér á landi né í Palestínu og því þarf að reiða sig á vini búsetta erlendis. Oft er það meira en peningagjafir, því fólk talar saman og ekki er á neinn hallað þó að þar séu nefndar fremstar í flokki Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur frá Sigluvík við Eyjafjörð sem hreinlega veitir fjölda fólks áfallahjálp í myndsímtölum, safnar sjálf styrktarfé og stendur fyrir dreifingu framlaga til skjólstæðinga sinna. Nokkur fjöldi annarra, einkum kvenna, leggur þar lið, með lítilsháttar fjárstuðningi og stundum samtölum, á spjallþráðum eða myndsímtölum. Ein þeirra er Oddný Björg Rafnsdóttir, frænka Kristínar í Aðaldal sem einnig hefur skrifað hraustlegar greinar til stuðnings Gazabúum, t.d. þessa hér þar sem hún segir frá skeleggum formæðrum sínum sem höfðu mannúð að leiðarljósi: Þetta hjálparstarf í gegnum boðskiptatækni, samfélagsmiðla og netið er nýlunda, persónuleg tengsl nauðstaddra og þeirra sem eitthvað geta liðsinnt, í stóru eða smáu. Umfangið þekki ég ekki, en þetta virðist vera nokkuð víða um lönd. Vissulega finnst mörgum að neyðaraðstoð eigi bara að vera í höndum Félagsins Ísland Palestína sem veitir mikla og dýrmæta hjálp, Rauðakrossins, og annarra hjálparstofnana sem vissulega er ástæða til að styðja áfram og helst enn betur með ráðum og dáð. Hins vegar er í þessum samskiptum ný vídd: Persónuleg samskipti, vinátta, hjálpsemi, viðleitni fólks í velmegunarsamfélagi til að setja sig í spor fólks sem gengur í gegnum ósegjanlegar hörmungar af hreinum mannavöldum. Gamla skáldið sem ég nefndi í upphafi og talaði um vonarneistann í umhyggjunni var Stephan G. Stephansson og hann orti fleira. Árið 1909 missti hann Gest son sinn, 16 ára gamlan, sem snerti vír hlaðinn rafmagni eftir þrumuveður. Stephan orti magnað erfikvæði eftir drenginn þar sem honum var nokkur fró að vita hvernig dauðann bar að höndum. Það sem varð Gesti að aldurtila var ekki „neitt skynbært vald, er vilji neinu mein“ heldur allt annað. Hins vegar er þetta það sárasta: „Því grimmdarverkin – hvað helzt sem þeir kenna!í hverju hjarta sviðaheitast brenna. Og hægra er við skeð að sætta sig,ef sitja ei hræðsla og refsing öllum megin.“ Það er einmitt skynbæra valdið, athafnir einbeitts vilja, morðvilja zíonista og bandarískra ráðamanna, sem er ósegjanlega sárt. Markviss vilji sem stendur fyrir manndrápunum og öllum grimmdarverkunum, með hræðslu og refsingu í hverju horni. Gegn þessari grimmd getum við lagst á árar með vonarneista mannúðar og náungakærleika að leiðarljósi. Við getum gefið í safnanir einstaklinga, og kannski átt samskipti við þau. Sjálfur hef ég ekki haft tök á miklu, en gamall afi sem á sjö barnabörn horfir ekki ósnortinn í brosandi augu á hálfs árs gömlu barni í fangi móður sinnar, Doaá Youssef, og sjá broshýra eldri systur þar hjá, í fátæklegu hreysi úr plasti og bárujárni. Ung, fötluð systir þeirra lét lífið í þjóðarmorðinu. Fyrir vopnahlé var óvissa þeirra algjör, dauðinn var stöðug og raunveruleg ógn en nú standa þau á rústum heimilis síns. Doaá Youssef er á Facebook og hér er söfnunarsíða hennar: Aðra móður, ekkjuna Eman Sameer, hef ég talað við í skilaboðum sem á þrjú börn. Maður hennar og dóttir voru myrt í upphafi þjóðarmorðsins og rétt fyrir vopnahlé var 23 ára systir hennar myrt frá tveim ungum börnum, þriggja ára og sex mánaða, og nú hefur hún tekið þau að sér líka. Hún er á Facebook og hér er söfnunarsíða hennar. Þriðja móðirin, Fatima Qadeeh, er 38 ára ekkja með fjögur börn. Eitt þeirra er munaðarlaus bróðurdóttir hennar. Hennar eigin börn eru tveggja, fimm og sjö ára og hún sér um veika foreldra sína líka. Maður hennar var myrtur skömmu eftir innrásina og öll bróðurfjölskyldan nema tólf ára stúlkan sem hún hefur gengið í móðurstað. Hún getur því ekki gengið norður eins og fólk hefur gert þessa dagana en er að safna fyrir farartæki. Þegar norður kemur vill hún leita líkamsleifa manns síns til að veita því sæmandi greftrun. Eftir að hún flúði að heiman hefur hún hrakist til og frá alls tíu sinnum. Hún er á Facebook og hér er söfnunarsíða hennar. Ungur maður, Zaki Ba, vinnur úr ljósmyndum fyrir fólk af hugkvæmni og smekkvísi, því hann langar til að endurgjalda gjafmildi fólks. Sjálfur missti hann annað augað í sprengingu og bíður þess með tóma augntóftina að komast í aðgerð til að fá gerviauga. Hann er á Facebook og hér er söfnunarsíða hans. Kristín S. Bjarnadóttir og fleiri, sem hafa sinnt fjölda fólks með óþreytandi elju mánuðum saman, kunna ótal sögur, harmsögur af dauða og tortímingu og sögur af litlum sólargeislum sem þrátt fyrir allt lifa enn. Þær hafa líka séð ný lífsins ljós fæðast og hafa getað hlúð að þeim. Þetta er ný leið til stuðnings. Stuðningur hvers og eins er vissulega ekki nema dropi í hafið, en dropinn holar steininn, og jafnvel steinhjörtun. Safnast þegar saman kemur og full ástæða er til að gleðjast yfir hverjum þeim sem fær hjálp til að komast af. Það er dýrmætt í sjálfu sér að stuðla að því að vernda líf. Vaxi þessari leið frekar fiskur um hrygg og kannski víða um lönd fer jafnvel að dafna ný leið til andófs gegn ofbeldi valdhafa heimsins. Samkennd, mannúð, náungakærleikur í verki, persónulegt samband velmegandi fólks og þurfandi fórnarlamba ofbeldis, samstaða undir forystu kvenna sem tekið hafa af skarið, gæti undið svo uppá sig að ráðamenn taki eftir og hugsi sinn gang. Nú hafa írsk stjórnvöld gengið í lið með Suður Afríku og styðja ákæruna um þjóðarmorð og íslensk stjórnvöld ættu hiklaust að gera það líka. Ég hvet allt gott fólk til að leggja lið, ekki síst þau sem einhver auraráð hafa, þó fátæku ekkjurnar séu náttúrlega alltaf fyrstar að rétta fram eyrinn sinn. Það má gefa með ýmsum hætti, til dæmis nafnlaust. Þannig gætu jafnvel ráðherrar og þingmenn á sínum fínu launum látið gott af sér leiða án þess að mikið beri á. Eða ofurlaunaðir forstjórar. Efasemdir um þessar safnanir heyrast stundum, spurt hvort það sé raunverulega fólk á Gaza á bak við reikningana, hvort þetta sé ekki bara svindl. Sú hætta er hverfandi, og Kristín hefur í upphafi tekið myndsímtöl við fólkið svo enginn þarf að velkjast í vafa um að það er í raunverulegri neyð á Gaza, að biðja umheiminn um hjálp í hjartans einlægni. Framlag Kristínar og fjölda annarra, einkum kvenna, verður aldrei ofmetið og dæmi um samstöðustyrk kvenna víða um heim eru óteljandi. Þegar Stephan G. hélt af stað til Vesturheims nítján ára gamall sumarið 1873 þótti Guðnýju Stefánsdóttur föðursystur hans erfitt að kveðja hann. Hún var langalangamma mín, aðsópsmikil kona og óspör á liðsinni við þau sem minna máttu sín. Stebbi sagði að hann skyldi reyna að standa sig, vonaði að hann og aðrir sem voru að yfirgefa landið á erfiðum tímum gætu kannski bætt heiminn. Nærri hálfri öld síðar stóð hann við leiði Guðnýjar, aldraður og verkalúinn, og orti kvæði sem lýkur svo, í sömu von um að geta fegrað mannlíf á jörðu: Svo skal smábyggð fjalls og fjarðarfóstra landnám víðrar jarðar Unz þar hefur, reit af reit, sér rutt til vegaryfir jörðu, einn og fagur,allra þjóða mannabragur. Það er dapurlega langt í mannabrag allra þjóða en samhjálp og góðvild þvert yfir öll landmæri og víglínur sem dregnar eru af valdsmönnum kveikja vonarglætu. Reisn er hverri manneskju nauðsynleg. Reisn og þolgæði þeirra sem hafa þraukað í gegnum linnulaust ofbeldi og niðurbrot er ofar öllum okkar hversdagsskilningi. Okkur hér á Vesturlöndum væri hollt að setja okkur í þeirra spor, kannski reyna að kynnast þeim eftir föngum og rétta hjálparhönd eftir getu. Það gæti styrkt þann mannabrag sem heimurinn þarf á að halda, í gagnkvæmri virðingu og reisn. Þakklæti þess góða fólks sem upprétt þiggur hjálp frá öðru góðu fólki er vænlegra uppá mannabrag framtíðar en hatur og hefndarhugur. Söfnunarnúmer Kristínar: Kt. 130668-5189, banki 0162-26-013668 (það er komið nýtt bankanúmer síðan Oddný skrifaði greinina sem hlekkur er á hér fyrir ofan). Á Facebook síðu minnar, hennar, Oddnýjar og margra annarra er fjöldi vina frá Gaza sem hægt er að tengjast og þar eru hlekkir á söfnunarsíður. Tilvitnanir: Stephan G. Stephansson, Bréf og ritgerðir III: 255; Andvökur II, 251; Andvökur III, 294. Höfundur er afi og bókmenntafræðingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun