Vill ræða við Trump í síma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. janúar 2025 11:49 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir framtíð Grænlendinga ráðast í Nuuk. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra lítur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland alvarlegum augum og ítrekar að fullveldi þjóða beri að virða. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýnir hjásetu Kristrúnar á óformlegum fundi forsætisráðherra Norðurlanda um öryggismál á svæðinu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað rætt um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland og gerði það síðast í samtali við fréttamenn um borð í Air Force one forsetaþotunni um helgina. Þar lýsti hann efasemdum um réttmæti yfirráða Dana og sagði það raunar óvinveitt af þeim að hafna kröfu Bandaríkjamanna, þar sem um alþjóðlegt öryggismál sé að ræða. Óhætt er að segja að Danir deili ekki sömu skoðun og í vikunni kynntu þarlend stjórnvöld áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir stjórnvöld á Norðurlöndum samstíga. „Við verðum auðvitað að horfa á þetta mál alvarlegum augum og Norðurlandaþjóðir eru samstíga í viðbrögðum sínum um að það verður að virða fullveldi ríkja. Það verður að virða sjálfstæði ríkja og það skiptir öllu þegar kemur að alþjóðasamfélaginu að alþjóðalög séu virt.“ Leiðtogar Norðurlandanna að Kristrúnu undanskilinni áttu í vikunni óformlegan fund um öryggis- og varnarmál og hefur fjarvera hennar vakið talsverða athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, skaut föstum skotum að henni í gærkvöldi og sakaði meðal annars um að skrópa í vinnunni. Kristrún gaf ekki færi á viðtali vegna málsins í morgun en forsætisráðuneytið hefur gefið þær skýringar að boðað hafi verið til fundarins samdægurs þar sem ráðherrarnir voru staddir í Danmörku á leið á minningarathöfn í Auschwitz. Hún hafi einfaldlega ekki komist þar sem fyrirvarinn hafi verið of skammur. Kristrún sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í gær munu óska eftir símtali við Bandaríkjaforseta. Hefur þú eitthvað heyrt frá bandarískjum stjórnvöldum eftir að ný ríkisstjórn tók við? „Við höfum ekki rætt sérstaklega saman, ég og nýr forseti, en ég hyggst vera í samskiptum við bandarísk stjórnvöld og bjóða upp á slíkt símtal ef það gengur á næstu vikum,“ segir Kristrún. „Ég hef sagt það áður og segir það enn að framtíð Grænlands mun ráðast í Nuuk. Það er þeirra að ákveða hvert ferðalag þeirra verður og ég stend áfram við það.“ Danmörk Grænland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað rætt um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland og gerði það síðast í samtali við fréttamenn um borð í Air Force one forsetaþotunni um helgina. Þar lýsti hann efasemdum um réttmæti yfirráða Dana og sagði það raunar óvinveitt af þeim að hafna kröfu Bandaríkjamanna, þar sem um alþjóðlegt öryggismál sé að ræða. Óhætt er að segja að Danir deili ekki sömu skoðun og í vikunni kynntu þarlend stjórnvöld áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir stjórnvöld á Norðurlöndum samstíga. „Við verðum auðvitað að horfa á þetta mál alvarlegum augum og Norðurlandaþjóðir eru samstíga í viðbrögðum sínum um að það verður að virða fullveldi ríkja. Það verður að virða sjálfstæði ríkja og það skiptir öllu þegar kemur að alþjóðasamfélaginu að alþjóðalög séu virt.“ Leiðtogar Norðurlandanna að Kristrúnu undanskilinni áttu í vikunni óformlegan fund um öryggis- og varnarmál og hefur fjarvera hennar vakið talsverða athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, skaut föstum skotum að henni í gærkvöldi og sakaði meðal annars um að skrópa í vinnunni. Kristrún gaf ekki færi á viðtali vegna málsins í morgun en forsætisráðuneytið hefur gefið þær skýringar að boðað hafi verið til fundarins samdægurs þar sem ráðherrarnir voru staddir í Danmörku á leið á minningarathöfn í Auschwitz. Hún hafi einfaldlega ekki komist þar sem fyrirvarinn hafi verið of skammur. Kristrún sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í gær munu óska eftir símtali við Bandaríkjaforseta. Hefur þú eitthvað heyrt frá bandarískjum stjórnvöldum eftir að ný ríkisstjórn tók við? „Við höfum ekki rætt sérstaklega saman, ég og nýr forseti, en ég hyggst vera í samskiptum við bandarísk stjórnvöld og bjóða upp á slíkt símtal ef það gengur á næstu vikum,“ segir Kristrún. „Ég hef sagt það áður og segir það enn að framtíð Grænlands mun ráðast í Nuuk. Það er þeirra að ákveða hvert ferðalag þeirra verður og ég stend áfram við það.“
Danmörk Grænland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira