„Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar 28. janúar 2025 08:03 „Leyfðu þeim“ aðferðin, sem Mel Robbins, sem er metsölurithöfundur, fyrirlesari og ráðgjafi, þróaði, er einföld en öflug leið til að efla meðvitund um eigin viðbrögð og hugarfar. Hugsanlega hefur hann fengið innblástur úr æðruleysisbæninni en Robbins kynnir aðferðina í bók sinni The LET THEM theory: A Life-Changing Tool that Millions of People Can‘t Stop Talking About (2024). Grundvöllur aðferðarinnar byggir á stoískri heimspeki sem leggur áherslu á að einbeita sér að því sem við getum haft áhrif á, svo sem okkar eigin hegðun og viðbrögð, í stað þess að reyna að breyta ytri aðstæðum sem við getum ekki haft áhrif á. Aðferðin samanstendur af tveimur meginþáttum: 1. Leyfðu þeim: Þessi þáttur felur í sér að sleppa þörfinni fyrir að stjórna eða breyta hegðun annarra. Þetta þýðir að við leyfum öðrum að vera eins og þeir eru, jafnvel þó að hegðun þeirra samræmist ekki okkar gildum eða væntingum. Með þessu sparast orka sem ella færi í tilraunir til að breyta aðstæðum sem við höfum engin áhrif á. 2. Leyfðu mér: Þessi þáttur leggur áherslu á sjálfstjórn og ábyrgð á eigin viðbrögðum. Hann snýst um að taka ábyrgð á því hvernig við bregðumst við aðstæðum, tilfinningum og hegðun annarra, sem er lykilatriði í að viðhalda andlegri heilsu og stuðla að heilbrigðum samskiptum. Notagildi í daglegu lífi „Leyfðu þeim“ aðferðin getur verið gagnleg í fjölmörgum aðstæðum, allt frá fjölskyldu- og vinatengslum til samstarfs við kollega. Aðferðin minnkar álagið sem fylgir því að reyna að hafa áhrif á ytri aðstæður eða hegðun annarra. Hún stuðlar að auknum skilningi og umburðarlyndi í samskiptum, dregur úr ágreiningi og eflir sjálfsskoðun og sjálfsvitund. Við erum hvött til að íhuga hvers vegna við bregðumst við á tiltekinn hátt og hvernig við getum breytt viðbrögðum okkar til að bæta líðan. Hér eru nokkur dæmi um hvernig aðferðin virkar: Makinn ákveður að elda kvöldmat en notar allt önnur krydd og önnur hráefni frá því sem venjulega er gert. ✔ Leyfðu honum að breyta uppskriftinni. Leyfðu mér að meta framlag hans og njóta máltíðarinnar. Ég fékk gagnrýni frá samstarfsmönnum eftir að hafa haldið kynningu í vinnunni.✔ Leyfðu samstarfsmönnunum að dæma mig. Leyfðu mér að vera örugg/ur og treysta á eigin getu. Vinur minn kaupir aðeins merkjavörur í dýrum verslunum.✔ Leyfðu honum að kaupa dýra hluti. Leyfðu mér að halda mig við fjárhagsáætlun mína og líða vel með mínar ákvarðanir. Frænka mín sagði upp góðu starfi og ætlar að gerast jógakennari.✔ Leyfðu henni að eltast við sín markmið. Leyfðu mér að hvetja hana áfram á meðan ég einbeiti mér að mínu eigin ferðalagi. Samstarfsmaður hrósar sjálfum sér óspart af nýlegum árangri í verkefni.✔ Leyfðu honum að monta sig af árangri sínum. Leyfðu mér að fagna mínum eigin framförum. Fjölskyldumeðlimur hefur allt aðrar pólitískar skoðanir þegar kemur að loftslagsmálum.✔ Leyfðu honum að vera ósammála mér í pólitískum skoðunum. Leyfðu mér að virða skoðanir hans og læra af mismunandi sjónarhornum. Samstarfsmaður er ekki tilbúinn að ræða vandamál sem kom upp á vinnustaðnum.✔ Leyfðu honum að vilja ekki ræða vandamálið strax. Leyfðu mér að veita honum tíma og rými án þess að taka það persónulega. Þessi dæmi sýna hvernig „Leyfðu þeim“ aðferðin getur auðveldað okkur að takast á við daglegar áskoranir með jafnaðargeði og virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Aðferðin hvetur okkur til að eyða ekki orku í það sem við getum ekki stjórnað, bera okkur ekki saman við aðra og sleppa takinu á væntingum annarra. Með því að endurmeta viðbrögð okkar og taka meðvitaða ákvörðun um hvernig við bregðumst við, getum við dregið úr streitu og stuðlað að aukinni vellíðan. Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
„Leyfðu þeim“ aðferðin, sem Mel Robbins, sem er metsölurithöfundur, fyrirlesari og ráðgjafi, þróaði, er einföld en öflug leið til að efla meðvitund um eigin viðbrögð og hugarfar. Hugsanlega hefur hann fengið innblástur úr æðruleysisbæninni en Robbins kynnir aðferðina í bók sinni The LET THEM theory: A Life-Changing Tool that Millions of People Can‘t Stop Talking About (2024). Grundvöllur aðferðarinnar byggir á stoískri heimspeki sem leggur áherslu á að einbeita sér að því sem við getum haft áhrif á, svo sem okkar eigin hegðun og viðbrögð, í stað þess að reyna að breyta ytri aðstæðum sem við getum ekki haft áhrif á. Aðferðin samanstendur af tveimur meginþáttum: 1. Leyfðu þeim: Þessi þáttur felur í sér að sleppa þörfinni fyrir að stjórna eða breyta hegðun annarra. Þetta þýðir að við leyfum öðrum að vera eins og þeir eru, jafnvel þó að hegðun þeirra samræmist ekki okkar gildum eða væntingum. Með þessu sparast orka sem ella færi í tilraunir til að breyta aðstæðum sem við höfum engin áhrif á. 2. Leyfðu mér: Þessi þáttur leggur áherslu á sjálfstjórn og ábyrgð á eigin viðbrögðum. Hann snýst um að taka ábyrgð á því hvernig við bregðumst við aðstæðum, tilfinningum og hegðun annarra, sem er lykilatriði í að viðhalda andlegri heilsu og stuðla að heilbrigðum samskiptum. Notagildi í daglegu lífi „Leyfðu þeim“ aðferðin getur verið gagnleg í fjölmörgum aðstæðum, allt frá fjölskyldu- og vinatengslum til samstarfs við kollega. Aðferðin minnkar álagið sem fylgir því að reyna að hafa áhrif á ytri aðstæður eða hegðun annarra. Hún stuðlar að auknum skilningi og umburðarlyndi í samskiptum, dregur úr ágreiningi og eflir sjálfsskoðun og sjálfsvitund. Við erum hvött til að íhuga hvers vegna við bregðumst við á tiltekinn hátt og hvernig við getum breytt viðbrögðum okkar til að bæta líðan. Hér eru nokkur dæmi um hvernig aðferðin virkar: Makinn ákveður að elda kvöldmat en notar allt önnur krydd og önnur hráefni frá því sem venjulega er gert. ✔ Leyfðu honum að breyta uppskriftinni. Leyfðu mér að meta framlag hans og njóta máltíðarinnar. Ég fékk gagnrýni frá samstarfsmönnum eftir að hafa haldið kynningu í vinnunni.✔ Leyfðu samstarfsmönnunum að dæma mig. Leyfðu mér að vera örugg/ur og treysta á eigin getu. Vinur minn kaupir aðeins merkjavörur í dýrum verslunum.✔ Leyfðu honum að kaupa dýra hluti. Leyfðu mér að halda mig við fjárhagsáætlun mína og líða vel með mínar ákvarðanir. Frænka mín sagði upp góðu starfi og ætlar að gerast jógakennari.✔ Leyfðu henni að eltast við sín markmið. Leyfðu mér að hvetja hana áfram á meðan ég einbeiti mér að mínu eigin ferðalagi. Samstarfsmaður hrósar sjálfum sér óspart af nýlegum árangri í verkefni.✔ Leyfðu honum að monta sig af árangri sínum. Leyfðu mér að fagna mínum eigin framförum. Fjölskyldumeðlimur hefur allt aðrar pólitískar skoðanir þegar kemur að loftslagsmálum.✔ Leyfðu honum að vera ósammála mér í pólitískum skoðunum. Leyfðu mér að virða skoðanir hans og læra af mismunandi sjónarhornum. Samstarfsmaður er ekki tilbúinn að ræða vandamál sem kom upp á vinnustaðnum.✔ Leyfðu honum að vilja ekki ræða vandamálið strax. Leyfðu mér að veita honum tíma og rými án þess að taka það persónulega. Þessi dæmi sýna hvernig „Leyfðu þeim“ aðferðin getur auðveldað okkur að takast á við daglegar áskoranir með jafnaðargeði og virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Aðferðin hvetur okkur til að eyða ekki orku í það sem við getum ekki stjórnað, bera okkur ekki saman við aðra og sleppa takinu á væntingum annarra. Með því að endurmeta viðbrögð okkar og taka meðvitaða ákvörðun um hvernig við bregðumst við, getum við dregið úr streitu og stuðlað að aukinni vellíðan. Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun