24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar 24. janúar 2025 07:02 24. janúar er merkilegur. Þann dag fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfum Móður jarðar. Samtök fræðimanna sem kenna sig við www.footprintnetwork.org taka saman ítarlegt yfirlit yfir þá skuld sem mannkyn stendur í við Móður jörð. Á síðasta ári markaði fyrsti ágúst svokallaðan Jarðardag, þegar mannkyn í heild fór á yfirdrátt og eyddi auðmagni náttúrunnar (e. biocapacity) umfram það sem jörðin getur gefið af sér. Til að standa undir öllum umsvifum mannkyns á ári þarf 1.7 jarðir. Vistspor Íslands er með því allra stærsta á mann í heiminum. Margar þjóðir, þær ríkustu, sem við berum okkur saman við, kalla á fjórar plánetur ef allir íbúar jarðarinnar lifðu eins og þær. Vistspor vísar í hve mikið auðmagn náttúrunnar er til reiðu með sjálfbærri nýtingu og hins vegar hve mikið er tekið. Íslendingar eru með stóran yfirdrátt: Ef allir lifðu eins og við þyrfti nálægt sjö plánetum. Heimsdagatalið: Hér má sjá dagatal sýnir hvenær í ár hin ýmsu ríki fara á ,,yfirskot”. Katar í byrjun febrúar, svo Lúxemborg og Singapore um miðan febrúa. Dagatalið sýnir ekki Ísland, en ég hef fengið þetta reiknað og við erum 24 janúar!!! Með öðrum orðum: Ef allir lifðu hátt eins og við væri heimurinn kominn á yfirdrátt strax í dag. En af því að við erum svo snemma í árinu og flestir aðrir miklu síðar er hinn mikli skuldadagur heimsins alls í ár væntanlega kringum mánaðamótin júlí-ágúst eins og í fyrra, en það verður tilkynnt í júní. Skuldadagurinn heimafyrir Á www.footprintnetwork.org má líka sjá hve ágengar þjóðir eru í samskiptum við eigin vistkerfi. Hér má sjá landkort sem sýnir ,,inneign” eða ,,yfirdrátt” hinna ýmsu ríkja gagnvart eigin vistkerfum. Skilgreiningin er þessi: Yfirdráttardagurlands er sá dagur sem íbúar þess hafa nýtt jafn mikið úr náttúrunni og vistkerfi landsins endurnýjast á öllu árinu. Í stuttu máli: Fótspor landsins byrjar að fara yfir eigin getu náttúrunnar. Sum lönd taka minna en vistkerfi þeirra standa undir. Flest þau ríku taka mun meira. Reikningur Íslands kemur fram á síðunni. Þar má líka sjá ,,greiðsluhallann” á hvern einstakling meðal þjóða - og Íslendinga líka. Þróunin er sýnd á tímakvarða allt frá árinu 1961.Þarna á síðunni eru mjög fróðleg gögn og jafnvel hægt að taka próf sem sýnir persónulegt álag á vistkerfin fyrir hvern og einn. Þótt Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir auðmagn náttúrunnar (biocapacity) á hvern einstakling er neyslan svo mikil að við förum í stóran yfirdrátt. Kynnið ykkur málin Allir dagar eftir 24. janúar eru það sem við tökum umfram það sem jörðin okkar stendur undir í auðmagni náttúrunnar. Við tölum stundum um burðarþol vistkerfanna. Eða í stóra samhenginu: Þolmörk jarðar. Þær heimildir sem hér eru kynntar eru ítarlegar, rannsóknirnar á bakvið skýrðar og aðferðirnar við mælingarnar ljósar. Höfundur er sjálfstætt starfandi, höfundur og ráðgjafi. Ps. Á Samstöðinni má sjá ítarlegt viðtal um þetta efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Stefán Jón Hafstein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
24. janúar er merkilegur. Þann dag fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfum Móður jarðar. Samtök fræðimanna sem kenna sig við www.footprintnetwork.org taka saman ítarlegt yfirlit yfir þá skuld sem mannkyn stendur í við Móður jörð. Á síðasta ári markaði fyrsti ágúst svokallaðan Jarðardag, þegar mannkyn í heild fór á yfirdrátt og eyddi auðmagni náttúrunnar (e. biocapacity) umfram það sem jörðin getur gefið af sér. Til að standa undir öllum umsvifum mannkyns á ári þarf 1.7 jarðir. Vistspor Íslands er með því allra stærsta á mann í heiminum. Margar þjóðir, þær ríkustu, sem við berum okkur saman við, kalla á fjórar plánetur ef allir íbúar jarðarinnar lifðu eins og þær. Vistspor vísar í hve mikið auðmagn náttúrunnar er til reiðu með sjálfbærri nýtingu og hins vegar hve mikið er tekið. Íslendingar eru með stóran yfirdrátt: Ef allir lifðu eins og við þyrfti nálægt sjö plánetum. Heimsdagatalið: Hér má sjá dagatal sýnir hvenær í ár hin ýmsu ríki fara á ,,yfirskot”. Katar í byrjun febrúar, svo Lúxemborg og Singapore um miðan febrúa. Dagatalið sýnir ekki Ísland, en ég hef fengið þetta reiknað og við erum 24 janúar!!! Með öðrum orðum: Ef allir lifðu hátt eins og við væri heimurinn kominn á yfirdrátt strax í dag. En af því að við erum svo snemma í árinu og flestir aðrir miklu síðar er hinn mikli skuldadagur heimsins alls í ár væntanlega kringum mánaðamótin júlí-ágúst eins og í fyrra, en það verður tilkynnt í júní. Skuldadagurinn heimafyrir Á www.footprintnetwork.org má líka sjá hve ágengar þjóðir eru í samskiptum við eigin vistkerfi. Hér má sjá landkort sem sýnir ,,inneign” eða ,,yfirdrátt” hinna ýmsu ríkja gagnvart eigin vistkerfum. Skilgreiningin er þessi: Yfirdráttardagurlands er sá dagur sem íbúar þess hafa nýtt jafn mikið úr náttúrunni og vistkerfi landsins endurnýjast á öllu árinu. Í stuttu máli: Fótspor landsins byrjar að fara yfir eigin getu náttúrunnar. Sum lönd taka minna en vistkerfi þeirra standa undir. Flest þau ríku taka mun meira. Reikningur Íslands kemur fram á síðunni. Þar má líka sjá ,,greiðsluhallann” á hvern einstakling meðal þjóða - og Íslendinga líka. Þróunin er sýnd á tímakvarða allt frá árinu 1961.Þarna á síðunni eru mjög fróðleg gögn og jafnvel hægt að taka próf sem sýnir persónulegt álag á vistkerfin fyrir hvern og einn. Þótt Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir auðmagn náttúrunnar (biocapacity) á hvern einstakling er neyslan svo mikil að við förum í stóran yfirdrátt. Kynnið ykkur málin Allir dagar eftir 24. janúar eru það sem við tökum umfram það sem jörðin okkar stendur undir í auðmagni náttúrunnar. Við tölum stundum um burðarþol vistkerfanna. Eða í stóra samhenginu: Þolmörk jarðar. Þær heimildir sem hér eru kynntar eru ítarlegar, rannsóknirnar á bakvið skýrðar og aðferðirnar við mælingarnar ljósar. Höfundur er sjálfstætt starfandi, höfundur og ráðgjafi. Ps. Á Samstöðinni má sjá ítarlegt viðtal um þetta efni.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun