Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar 23. janúar 2025 12:00 Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í. Eins og nafnið samstarf gefur til kynna þá þarf tvo eða fleiri til. Til þess að samstarf heimilis og skóla sé gott þá hefur skólinn mikilvægt hlutverk. Skólinn þarf að vera leiðandi í samskiptum við foreldra og bjóða til samtals og þátttöku. Það er grundvallaratriði að eiga í reglubundnum og uppbyggilegum samskiptum bæði við skólann sjálfan og aðra foreldra. Ef samskiptin eru byggð á jákvæðum grunni auðveldar það úrvinnslu mála sem geta komið upp, sérstaklega ef þau eru erfið. Þarna verðum við foreldrar að gæta þess að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Við verðum að gæta að því hvernig við tölum og hverskonar orðræðu við notum á heimilinu. Þetta gildir um svo margt, hvort sem við erum að tala um skólann eða eitthvað sem honum tengist, önnur börn eða jafnvel bara um fólk sem við sjáum oft í sjónvarpinu. Ef við erum alltaf að gagnrýna til dæmis fataval eða hárgreiðslu hjá Gísla Marteini þá er líklegra að barnið okkar taki því sem eðlilegri umræðu og fari að tala svona við aðra. Við hjá Heimili og skóla fjöllum mikið um samstarf heimilis og skóla og foreldrasamstarf almennt. Það er mikilvægt að hafa alltaf þessi “orðræðu” gleraugu á sér sem foreldri. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Síðastliðið ár hefur ofbeldishegðun stóraukist hjá ungu fólki. Hvort sem það er inni í skólastofunni eða annarstaðar. Til þess að sporna við þessari hegðun er mikilvægt að samfélagið vinni saman sem heild, þá er sérstaklega mikilvægt að samstarf heimili og skóla sé farsælt. Íslenska forvarnarmódelið var búið til á tíunda áratug síðustu aldar þegar vímuefnaneysla ungmenna var vaxandi vandamál í samfélaginu. Módelið snýst um samstarf margra aðila sem koma að nærumhverfi barna og ungmenna. Við sáum mjög vel að með þessu módeli, sem byggir á því að öll í nærumhverfi barns vinni saman skilar árangri og minnkar áhættuhegðun. Svo miklum árangri að Ísland er orðið “heimsfrægt” fyrir þetta módel sitt. Það er mikilvægt að enginn taki skref til baka. Því þurfum við að ganga í takt þegar kemur að því að búa til farsælt samfélag fyrir börnin okkar. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra bjóðum upp á frábært verkfæri sem auðveldar foreldrahópum að ganga í takt. Þetta verkfæri kallast Farsældarsáttmálinn og byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið og gildi sem þeir telja að séu mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska þess barnahóps sem verið er að vinna með. Einnig gefur það foreldrum tækifæri á því að mynda breitt tengslanet með öðrum foreldrum í nærsamfélaginu og þannig verið öflug rödd umbóta. Með því að sameinast í þessari vinnu mynda foreldrarnir þetta nauðsynlega “þorp” sem þarf til þess að ala upp barn. Eigum reglubundin og uppbyggileg samskipti við skólana, aðra foreldra, frístundaleiðbeinendur og sem koma að degi barnanna okkar. Gætum að góðu upplýsingaflæði og aukum tengslin. Við kunnum þetta og við höfum gert þetta áður. Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt í þágu farsældar barnanna okkar. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í. Eins og nafnið samstarf gefur til kynna þá þarf tvo eða fleiri til. Til þess að samstarf heimilis og skóla sé gott þá hefur skólinn mikilvægt hlutverk. Skólinn þarf að vera leiðandi í samskiptum við foreldra og bjóða til samtals og þátttöku. Það er grundvallaratriði að eiga í reglubundnum og uppbyggilegum samskiptum bæði við skólann sjálfan og aðra foreldra. Ef samskiptin eru byggð á jákvæðum grunni auðveldar það úrvinnslu mála sem geta komið upp, sérstaklega ef þau eru erfið. Þarna verðum við foreldrar að gæta þess að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Við verðum að gæta að því hvernig við tölum og hverskonar orðræðu við notum á heimilinu. Þetta gildir um svo margt, hvort sem við erum að tala um skólann eða eitthvað sem honum tengist, önnur börn eða jafnvel bara um fólk sem við sjáum oft í sjónvarpinu. Ef við erum alltaf að gagnrýna til dæmis fataval eða hárgreiðslu hjá Gísla Marteini þá er líklegra að barnið okkar taki því sem eðlilegri umræðu og fari að tala svona við aðra. Við hjá Heimili og skóla fjöllum mikið um samstarf heimilis og skóla og foreldrasamstarf almennt. Það er mikilvægt að hafa alltaf þessi “orðræðu” gleraugu á sér sem foreldri. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Síðastliðið ár hefur ofbeldishegðun stóraukist hjá ungu fólki. Hvort sem það er inni í skólastofunni eða annarstaðar. Til þess að sporna við þessari hegðun er mikilvægt að samfélagið vinni saman sem heild, þá er sérstaklega mikilvægt að samstarf heimili og skóla sé farsælt. Íslenska forvarnarmódelið var búið til á tíunda áratug síðustu aldar þegar vímuefnaneysla ungmenna var vaxandi vandamál í samfélaginu. Módelið snýst um samstarf margra aðila sem koma að nærumhverfi barna og ungmenna. Við sáum mjög vel að með þessu módeli, sem byggir á því að öll í nærumhverfi barns vinni saman skilar árangri og minnkar áhættuhegðun. Svo miklum árangri að Ísland er orðið “heimsfrægt” fyrir þetta módel sitt. Það er mikilvægt að enginn taki skref til baka. Því þurfum við að ganga í takt þegar kemur að því að búa til farsælt samfélag fyrir börnin okkar. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra bjóðum upp á frábært verkfæri sem auðveldar foreldrahópum að ganga í takt. Þetta verkfæri kallast Farsældarsáttmálinn og byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið og gildi sem þeir telja að séu mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska þess barnahóps sem verið er að vinna með. Einnig gefur það foreldrum tækifæri á því að mynda breitt tengslanet með öðrum foreldrum í nærsamfélaginu og þannig verið öflug rödd umbóta. Með því að sameinast í þessari vinnu mynda foreldrarnir þetta nauðsynlega “þorp” sem þarf til þess að ala upp barn. Eigum reglubundin og uppbyggileg samskipti við skólana, aðra foreldra, frístundaleiðbeinendur og sem koma að degi barnanna okkar. Gætum að góðu upplýsingaflæði og aukum tengslin. Við kunnum þetta og við höfum gert þetta áður. Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt í þágu farsældar barnanna okkar. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar