Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Bjarki Sigurðsson skrifar 22. janúar 2025 20:22 Barni og móður heilsast vel. Hildur Þórisdóttir Kona sem eignaðist barn á Seyðisfirði í óveðrinu í vikunni segir það óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg líkt og það gerði. Öryggi íbúa sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austfjörðum. Í óveðrinu á Austfjörðum fyrr í vikunni voru ýmsir vegir milli þéttbýliskjarna lokaðir, þar á meðal vegurinn milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða um Fjarðarheiði. Þegar vegurinn er lokaður er engin leið fyrir íbúa Seyðisfjarðar að komast til Neskaupstaðar þar sem má finna fjórðungssjúkrahús Austurlands. Hildur Þórisdóttir, íbúi á Seyðisfirði, var komin 38 vikur á leið á mánudagsmorgun, þegar veðrið var hvað verst. Þá fann hún að allt var að byrja að gerast en ekki hægt að komast úr bænum. „Stuttu seinna, kannski svona hálftíma seinna, eru tveir sjúkraflutningamenn komnir hérna heim. Ég er farin að gera mér grein fyrir því að ég komist ekki langt því þetta er að gerast svo hratt,“ segir Hildur. Hildur Þórisdóttir býr á Seyðisfirði og er með sæti í sveitarstjórn Múlaþings.Aðsend Það tókst ekki að færa Hildi á heilsugæsluna á Seyðisfirði og heima fæddi hún lítinn heilbrigðan dreng. „Í raun og veru gengur þetta ótrúlega vel en áhyggjuefnið er að það er ekki sjálfgefið og þetta hefði ekki þurft að fara vel. Þarna erum við með dæmi sem hefði getað farið mjög illa, bæði fyrir mig og barnið. Svo eru aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila hérna á staðnum óboðlegar,“ segir Hildur. Drengurinn kom í heiminn með skömmum fyrirvara, eftir 38 vikna meðgöngu.Hildur Þórisdóttir Hún sé orðin þreytt á því að hamra á því að öryggi sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austurlandi. „Auðvitað setur að manni ugg eftir á þegar maður fer að hugsa: „Hvað ef allt hefði farið á versta veg og barnið eða ég hefðum lent í aðstæðum með þessu góða heilbrigðisstarfsfólki sem enginn myndi ráða við“,“ segir Hildur. Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir aukið álag á heilbrigðisstarfsfólk þar vegna innviða. „Hún er nú orðin tíu ára gömul, rannsókn sem kom í Læknablaðinu um hættulegustu vegarkaflana á Íslandi. Þar eru tveir af fjórum hættulegustu vegarköflum landsins á Miðausturlandi. Ástandið samgangnanna eins og það er núna skapar hættu. Það skapar álag á heilbrigðisstarfsfólk sem bætist á annað álag í starfi. Og það sníður heilbrigðisstofnunni óþægilega þröngan stakk,“ segir Eyjólfur. Múlaþing Samgöngur Vegagerð Veður Snjóflóð á Íslandi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Í óveðrinu á Austfjörðum fyrr í vikunni voru ýmsir vegir milli þéttbýliskjarna lokaðir, þar á meðal vegurinn milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða um Fjarðarheiði. Þegar vegurinn er lokaður er engin leið fyrir íbúa Seyðisfjarðar að komast til Neskaupstaðar þar sem má finna fjórðungssjúkrahús Austurlands. Hildur Þórisdóttir, íbúi á Seyðisfirði, var komin 38 vikur á leið á mánudagsmorgun, þegar veðrið var hvað verst. Þá fann hún að allt var að byrja að gerast en ekki hægt að komast úr bænum. „Stuttu seinna, kannski svona hálftíma seinna, eru tveir sjúkraflutningamenn komnir hérna heim. Ég er farin að gera mér grein fyrir því að ég komist ekki langt því þetta er að gerast svo hratt,“ segir Hildur. Hildur Þórisdóttir býr á Seyðisfirði og er með sæti í sveitarstjórn Múlaþings.Aðsend Það tókst ekki að færa Hildi á heilsugæsluna á Seyðisfirði og heima fæddi hún lítinn heilbrigðan dreng. „Í raun og veru gengur þetta ótrúlega vel en áhyggjuefnið er að það er ekki sjálfgefið og þetta hefði ekki þurft að fara vel. Þarna erum við með dæmi sem hefði getað farið mjög illa, bæði fyrir mig og barnið. Svo eru aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila hérna á staðnum óboðlegar,“ segir Hildur. Drengurinn kom í heiminn með skömmum fyrirvara, eftir 38 vikna meðgöngu.Hildur Þórisdóttir Hún sé orðin þreytt á því að hamra á því að öryggi sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austurlandi. „Auðvitað setur að manni ugg eftir á þegar maður fer að hugsa: „Hvað ef allt hefði farið á versta veg og barnið eða ég hefðum lent í aðstæðum með þessu góða heilbrigðisstarfsfólki sem enginn myndi ráða við“,“ segir Hildur. Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir aukið álag á heilbrigðisstarfsfólk þar vegna innviða. „Hún er nú orðin tíu ára gömul, rannsókn sem kom í Læknablaðinu um hættulegustu vegarkaflana á Íslandi. Þar eru tveir af fjórum hættulegustu vegarköflum landsins á Miðausturlandi. Ástandið samgangnanna eins og það er núna skapar hættu. Það skapar álag á heilbrigðisstarfsfólk sem bætist á annað álag í starfi. Og það sníður heilbrigðisstofnunni óþægilega þröngan stakk,“ segir Eyjólfur.
Múlaþing Samgöngur Vegagerð Veður Snjóflóð á Íslandi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira