Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2025 15:09 Eftir að hafa starfað á Samstöðinni, fjölmiðli Sósíalistaflokks Íslands, um hríð varð Birni það ljóst að hann gat ekki verið með tvo hatta á höfði: Hann hlyti að þjóna almenningi með því að vera óháður. Það gerði hann aðeins með því að segja sig úr Flokki fólksins. Flokkur fólksins Björn Þorláksson blaðamaður á Samstöðinni hefur sagt sig úr Flokki fólksins. Hann birtir pistil á Facebook-síðu sinni þess efnis undir fyrirsögninni „Blaðamennskan öðru ofar – Úrsögn úr Flokki fólksins” Björn greinir frá því að ástríða hans hafi ávallt verið að þjóna almenningi með beittri blaðamennsku. „Enda hef ég fengið tækifæri til þess í marga áratugi og þykir vænt um ævistarfið. Og því er ekki lokið,“ segir Björn í langri færslu þar sem hann gerir grein fyrir þessari ákvörðun. Björn skipaði 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á eftir þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Mörtu Wieczorek, kennara og menningarsendiherra. Björn varð varaþingmaður ena útkoman í kosningunum glæsileg fyrir Flokk fólksins. Í framboð því hann hugar að þeim sem standa höllum fæti Björn segir að sér hafi í upphafi árs 2024 verið treyst fyrir dagskrárvaldi í sjónvarpi enn eina ferðina. Hann hafi síðan átt í góðu sambandi við hlustendur, áhorfendur og lesendur Samstöðvarinnar og fundist gaman í vinnunni. Björn tekur það fram að það hafi verið forréttindi að starfa með Gunnari Smára Egilssyni og frábæru fólki sem tengist Samstöðinni. „En á síðasta ári varð ég líka við ósk Ingu Sæland og fleiri sem skoruðu á mig þegar falast var eftir að ég færi í framboð. Það var rökstutt með því að í blaðamennskunni hefði ég oft hugað að þörfum þeirra sem standa höllum fæti.“ Björn rekur svo að í stuttri og snarpri kosningabaráttu hafi hann margoft komið fram fyrir Flokk fólksins í kappræðum, stundum í beinum útsendingum og að sér hafi verið sýnt mikið traust. „En nú eftir að hafa hugsað málin býsna lengi hef ég komist að því að blaðamennskan og almenningur eigi betra skilið en að ég beri tvo hatta. Blaðamennskan snýst um traust. Og það er höggstaður á trausti milli almennings og fjölmiðlamanns sem tengist Flokki fólksins.“ Skrifaði metsölubækur sem fjölmiðlar vilja ekki fjalla um Björn segist hafa ákveðið að velja blaðamennskuna og hann hafi tjáð Ingu Sæland, formanni flokksins, það í bréfi í gær. Og í dag sagði hann sig úr flokknum. „Og mun framvegis standa utan allra flokka. Eins og blaðamenn eiga að gera.“ Björn segir að hin erfiða ákvörðun snúist að einhverju leyti um það sem keyrir hann áfram. „En blaðamennskunni hér á landi veitir ekki af óbjöguðum kröftum þeirra sem bera sæmilegt skynbragð á blaðamennsku. Við getum verið sammála um að það er nóg til af stjórnmálafólki í þessu landi. En við þurfum fleiri reynda og sjálfstæða blaðamenn, sem óhræddir rugga bátum og veita valdinu mesta aðhaldið þar sem það er þykkast, burtséð frá því hvaða flokkar sem stjórna hverju sinni.“ Björn segir að því hafi hann skrifað bækurnar Mannorðsmorðingja og Besta vinur aðal. „Sem varð metsölubók. Sem langflestir fjölmiðlar hér á landi hafa kosið að fjalla ekki um – sem sýnir áskorun sem við búum við í samfélaginu er kemur að gagnrýnendum.“ Samstöðin, sem er í eigu Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir hins vegar óhrædd það sem henni finnst ástæða til að gagnrýna, að sögn Björns. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Björn greinir frá því að ástríða hans hafi ávallt verið að þjóna almenningi með beittri blaðamennsku. „Enda hef ég fengið tækifæri til þess í marga áratugi og þykir vænt um ævistarfið. Og því er ekki lokið,“ segir Björn í langri færslu þar sem hann gerir grein fyrir þessari ákvörðun. Björn skipaði 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á eftir þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Mörtu Wieczorek, kennara og menningarsendiherra. Björn varð varaþingmaður ena útkoman í kosningunum glæsileg fyrir Flokk fólksins. Í framboð því hann hugar að þeim sem standa höllum fæti Björn segir að sér hafi í upphafi árs 2024 verið treyst fyrir dagskrárvaldi í sjónvarpi enn eina ferðina. Hann hafi síðan átt í góðu sambandi við hlustendur, áhorfendur og lesendur Samstöðvarinnar og fundist gaman í vinnunni. Björn tekur það fram að það hafi verið forréttindi að starfa með Gunnari Smára Egilssyni og frábæru fólki sem tengist Samstöðinni. „En á síðasta ári varð ég líka við ósk Ingu Sæland og fleiri sem skoruðu á mig þegar falast var eftir að ég færi í framboð. Það var rökstutt með því að í blaðamennskunni hefði ég oft hugað að þörfum þeirra sem standa höllum fæti.“ Björn rekur svo að í stuttri og snarpri kosningabaráttu hafi hann margoft komið fram fyrir Flokk fólksins í kappræðum, stundum í beinum útsendingum og að sér hafi verið sýnt mikið traust. „En nú eftir að hafa hugsað málin býsna lengi hef ég komist að því að blaðamennskan og almenningur eigi betra skilið en að ég beri tvo hatta. Blaðamennskan snýst um traust. Og það er höggstaður á trausti milli almennings og fjölmiðlamanns sem tengist Flokki fólksins.“ Skrifaði metsölubækur sem fjölmiðlar vilja ekki fjalla um Björn segist hafa ákveðið að velja blaðamennskuna og hann hafi tjáð Ingu Sæland, formanni flokksins, það í bréfi í gær. Og í dag sagði hann sig úr flokknum. „Og mun framvegis standa utan allra flokka. Eins og blaðamenn eiga að gera.“ Björn segir að hin erfiða ákvörðun snúist að einhverju leyti um það sem keyrir hann áfram. „En blaðamennskunni hér á landi veitir ekki af óbjöguðum kröftum þeirra sem bera sæmilegt skynbragð á blaðamennsku. Við getum verið sammála um að það er nóg til af stjórnmálafólki í þessu landi. En við þurfum fleiri reynda og sjálfstæða blaðamenn, sem óhræddir rugga bátum og veita valdinu mesta aðhaldið þar sem það er þykkast, burtséð frá því hvaða flokkar sem stjórna hverju sinni.“ Björn segir að því hafi hann skrifað bækurnar Mannorðsmorðingja og Besta vinur aðal. „Sem varð metsölubók. Sem langflestir fjölmiðlar hér á landi hafa kosið að fjalla ekki um – sem sýnir áskorun sem við búum við í samfélaginu er kemur að gagnrýnendum.“ Samstöðin, sem er í eigu Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir hins vegar óhrædd það sem henni finnst ástæða til að gagnrýna, að sögn Björns.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira