Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. janúar 2025 18:34 Dagur B. Eggertsson alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri sat sinn síðasta borgarstjórnarfund í dag þar sem hann bauðst lausnar frá störfum. Dagur varð borgarfulltrúi fyrst árið 2002, og hefur verið borgarstjóri eða formaður borgarráðs undanfarin fimmtán ár. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þennan tíma og þakklátur því fólki sem ég hef unnið með á vettvangi borgarstjórnar og hjá Reykjavíkurborg. Þið eruð ótrúlega mörg og ég vona að þið vitið hver þið eruð!“ sagði Dagur á Facebook í tilefni dagsins. Lengri tími en upphaflega var ætlað Dagur segir að tíminn í borgarstjórn hafi verið magnaður, og mikið lengri en hann ætlaði sér. Hann og Arna konan hans hafi ætlað „bara að prófa“ þegar þau fluttu heim til Íslands, tveir ungir læknar. Hann þakkar þeim borgarbúum og landsmönnum sem hann hefur fengið að kynnast og vinna með á þessum vettvangi. „Ég elska Reykjavík! Takk fyrir mig,“ segir hann að lokum. Dagur og Ingibjörg Sólrún vorið 2002. Dagur segir Ingibjörgu bera mesta ábyrgð á því að hafa dregið hann inn í pólitík.Dagur B. Eggertsson Borgin tekið stakkaskiptum Samfylkingarfélagið í Reykjavík sendir Degi kærar kveðjur og fer yfir feril Dags í borgarstjórninni í langri færslu á Facebook. „Það eru óneitanlega stór og merk tímamót núna þegar okkar besti maður í borginni, Dagur Bergþóruson Eggertsson, lætur formlega af störfum sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg og snýr sér altafið að störfum sem þingmaður Samfylkingarinnar...“ segir í færslunni. Samfylkingarfélagið segir að Reykjavík hafi tekið „algerum stakkaskiptum á þessum tíma - og eflst hvert og hvar sem litið er. Um það hefur Dagur skrifað heila bók...“ Dagur var formaður borgarráðs 2010 - 2014 þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.Samfylkingin „Dagur hefur notið virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna og langt út fyrir landsteina. Þar veldur einkum persónuleiki hans sem einkennist af mikilli skipulagsgáfu, einbeitni og mannúð.“ „Samfylkingarfélagið í Reykjavík þakkar Degi B. Eggertssyni einlæglega fyrir ómetanlegt starf fyrir Samfylkinguna í borginni og hlakkar til að eiga svo öflugan þingmann á Alþingi Íslendinga,“ segir í lok færslunnar, og kvittar þar undir Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður félagsins. Ferill Dags í borgarstjórn er í grófum dráttum eftirfarandi: 2002 - fyrst kjörinn í borgarstjórn af Reykjavíkurlistanum sem Samfylkingin átti aðild að. 2006 - oddviti Samfylkingarinnar sem bauð fram undir eigin nafni. Mikill öldugangur var í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og meirihlutar urðu nokkrir. Dagur varð borgarstjóri frá október 2007 - janúar 2008 í svokölluðum „hundrað daga meirihlutanum“, sem myndaður var af öllum flokkum í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokknum. 2010 - myndaði meirihluta með Besta flokknum þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri. Dagur varð formaður borgarráðs. 2014 - myndaði meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. Varð borgarstjóri. 2018 - myndaði nýjan meirihluta með Viðreisn, Vinstri grænum og Pírötum. 2022 - myndaði nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum, Viðreisn og Pírötum. Var borgarstjóri til ársins 2024, þegar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins tók við eftir samkomulagi. Varð aftur formaður borgarráðs þangað til hann var kjörinn á alþingi 30. nóvember 2024. Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Tímamót Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
„Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þennan tíma og þakklátur því fólki sem ég hef unnið með á vettvangi borgarstjórnar og hjá Reykjavíkurborg. Þið eruð ótrúlega mörg og ég vona að þið vitið hver þið eruð!“ sagði Dagur á Facebook í tilefni dagsins. Lengri tími en upphaflega var ætlað Dagur segir að tíminn í borgarstjórn hafi verið magnaður, og mikið lengri en hann ætlaði sér. Hann og Arna konan hans hafi ætlað „bara að prófa“ þegar þau fluttu heim til Íslands, tveir ungir læknar. Hann þakkar þeim borgarbúum og landsmönnum sem hann hefur fengið að kynnast og vinna með á þessum vettvangi. „Ég elska Reykjavík! Takk fyrir mig,“ segir hann að lokum. Dagur og Ingibjörg Sólrún vorið 2002. Dagur segir Ingibjörgu bera mesta ábyrgð á því að hafa dregið hann inn í pólitík.Dagur B. Eggertsson Borgin tekið stakkaskiptum Samfylkingarfélagið í Reykjavík sendir Degi kærar kveðjur og fer yfir feril Dags í borgarstjórninni í langri færslu á Facebook. „Það eru óneitanlega stór og merk tímamót núna þegar okkar besti maður í borginni, Dagur Bergþóruson Eggertsson, lætur formlega af störfum sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg og snýr sér altafið að störfum sem þingmaður Samfylkingarinnar...“ segir í færslunni. Samfylkingarfélagið segir að Reykjavík hafi tekið „algerum stakkaskiptum á þessum tíma - og eflst hvert og hvar sem litið er. Um það hefur Dagur skrifað heila bók...“ Dagur var formaður borgarráðs 2010 - 2014 þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.Samfylkingin „Dagur hefur notið virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna og langt út fyrir landsteina. Þar veldur einkum persónuleiki hans sem einkennist af mikilli skipulagsgáfu, einbeitni og mannúð.“ „Samfylkingarfélagið í Reykjavík þakkar Degi B. Eggertssyni einlæglega fyrir ómetanlegt starf fyrir Samfylkinguna í borginni og hlakkar til að eiga svo öflugan þingmann á Alþingi Íslendinga,“ segir í lok færslunnar, og kvittar þar undir Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður félagsins. Ferill Dags í borgarstjórn er í grófum dráttum eftirfarandi: 2002 - fyrst kjörinn í borgarstjórn af Reykjavíkurlistanum sem Samfylkingin átti aðild að. 2006 - oddviti Samfylkingarinnar sem bauð fram undir eigin nafni. Mikill öldugangur var í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og meirihlutar urðu nokkrir. Dagur varð borgarstjóri frá október 2007 - janúar 2008 í svokölluðum „hundrað daga meirihlutanum“, sem myndaður var af öllum flokkum í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokknum. 2010 - myndaði meirihluta með Besta flokknum þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri. Dagur varð formaður borgarráðs. 2014 - myndaði meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. Varð borgarstjóri. 2018 - myndaði nýjan meirihluta með Viðreisn, Vinstri grænum og Pírötum. 2022 - myndaði nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum, Viðreisn og Pírötum. Var borgarstjóri til ársins 2024, þegar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins tók við eftir samkomulagi. Varð aftur formaður borgarráðs þangað til hann var kjörinn á alþingi 30. nóvember 2024.
Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Tímamót Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira