Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2025 19:23 Sunnan við Landspítalann í Fossvogi er stór lóð sem borgin undirbýr nú nýtt deiliskipulag fyrir 250 til 400 íbúðir. Þar með yrði þrengt mikið að framtíðar byggingum fyrir sjúkrahússtarfsemi. Stöð 2/Arnar Forstjóri Landspítalans telur skynsamlegra að gera ráð fyrir sjúkraússtarfsemi á landi neðan við gamla Borgarspítalann en íbúðabyggð eins og Reykjavíkurborg er með í undirbúningi. Þörfin fyrir sjúkrahússtarfsemi og tengda þjónustu eigi aðeins eftir að aukast með fjölgun þjóðarinnar. Nú er í undirbúningi nýtt deiliskipulag fyrir þetta svæði sunnan við Landspítalann í Fossvogi þar sem gert er ráð fyrir 250 til fjögur hundruð íbúðum. Ef þær áætlanir ná fram að ganga verður minna svigrúm til að auka sjúkrahússtarfsemi í Fossvogi. Legurýmum mun ekki fjölga frá því sem nú er þegar nýji Landspítalinn verður tekinn í gagnið. Því verður að öllum líkindum þörf fyrir spítalann í Fossvogi um fyrirsjáanlega framtíð.Vísir/Vilhelm Legurýmum mun ekki fjölga með tilkomu nýja Landspítalans sem tekinn verður í gagnið í byrjun næsta áratugar. Það er því ljóst að spítalinn í Fossvogi verður starfræktur um fyrirsjáanlega framtíð. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir brýnt að skipuleggja heilbrigðisstarfsemi áratugi fram í tímann.Stöð 2/Einar „Á hinn bóginn höfum við séð mjög öra fólksfjölgun og sívaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og þar með sjúkrahúsþjónustu. Þannig að mér þykir einsýnt að við munum þurfa meiri og meiri aðstöðu í framtíðinni. Þá er náttúrlega eðlilegt að hafa augastað á byggingunum í Fossvogi sem þegar eru fyrirliggjandi,“ segir Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans. Fram til ársins 2040 væri gert ráð fyrir að tiltekin verkefni fari frá Landspítalanum og hann sjái fyrst og fremst um sérhæfða sjúkrahús- og bráðaþjónustu. Engu að síður þurfi land undir þá aðstöðu. Í áætlunum um heilbrigðisþjónustu væri nauðsynlegt að horfa marga áratugi fram í tímann. „Ég held að það sé ljóst miðað við hvernig staðan er í dag að við höfum brennt okkur illilega á að gera það ekki. Þannig að það viðhorf verður að breytast snarlega. Við þurfum að horfa langt fram í tímann. Þá þurfum við að horfa til landrýmis fyrir sjúkrahúsbyggingar,“ segir forstjórinn. Hér sést hluti lóðarinnar sem BSÍ og N1 standa á í dag og Landspítalinn vill að verði helguð spítalastarfsemi í framtíðnni.Stöð 2/Sigurjón Spítalinn hefði nýlega hafið samtal við borgina um framtíðarlóðir vestan við spítalann á Hringbraut, þar sem BSÍ og N-1 væru nú, og um lóðina í Fossvogi þar sem borgin er nú að undirbúa skipulag fyrir íbúðabyggð. „Þá megum við kannski missa af þeim mun minni tíma ef við ætlum að skapa fullnægjandi landrými fyrir sjúkrahúsbyggingar í framtíðinni hérna á höfðuborgarsvæðinu.“ Það væri til að mynda orðið brýnt að byggja yfir geðhleilbrigðisþjónustuna. „Niðurstaðan var að hún kæmist ekki fyrir svo vel sé á Hringbrautarlóðinni því þar er mjög takmarkað landrými. Þá er meðal annars verið að horfa til lóðarinnar í Fossvogi,“ segir Runólfur Pálsson. Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Nú er í undirbúningi nýtt deiliskipulag fyrir þetta svæði sunnan við Landspítalann í Fossvogi þar sem gert er ráð fyrir 250 til fjögur hundruð íbúðum. Ef þær áætlanir ná fram að ganga verður minna svigrúm til að auka sjúkrahússtarfsemi í Fossvogi. Legurýmum mun ekki fjölga frá því sem nú er þegar nýji Landspítalinn verður tekinn í gagnið. Því verður að öllum líkindum þörf fyrir spítalann í Fossvogi um fyrirsjáanlega framtíð.Vísir/Vilhelm Legurýmum mun ekki fjölga með tilkomu nýja Landspítalans sem tekinn verður í gagnið í byrjun næsta áratugar. Það er því ljóst að spítalinn í Fossvogi verður starfræktur um fyrirsjáanlega framtíð. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir brýnt að skipuleggja heilbrigðisstarfsemi áratugi fram í tímann.Stöð 2/Einar „Á hinn bóginn höfum við séð mjög öra fólksfjölgun og sívaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og þar með sjúkrahúsþjónustu. Þannig að mér þykir einsýnt að við munum þurfa meiri og meiri aðstöðu í framtíðinni. Þá er náttúrlega eðlilegt að hafa augastað á byggingunum í Fossvogi sem þegar eru fyrirliggjandi,“ segir Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans. Fram til ársins 2040 væri gert ráð fyrir að tiltekin verkefni fari frá Landspítalanum og hann sjái fyrst og fremst um sérhæfða sjúkrahús- og bráðaþjónustu. Engu að síður þurfi land undir þá aðstöðu. Í áætlunum um heilbrigðisþjónustu væri nauðsynlegt að horfa marga áratugi fram í tímann. „Ég held að það sé ljóst miðað við hvernig staðan er í dag að við höfum brennt okkur illilega á að gera það ekki. Þannig að það viðhorf verður að breytast snarlega. Við þurfum að horfa langt fram í tímann. Þá þurfum við að horfa til landrýmis fyrir sjúkrahúsbyggingar,“ segir forstjórinn. Hér sést hluti lóðarinnar sem BSÍ og N1 standa á í dag og Landspítalinn vill að verði helguð spítalastarfsemi í framtíðnni.Stöð 2/Sigurjón Spítalinn hefði nýlega hafið samtal við borgina um framtíðarlóðir vestan við spítalann á Hringbraut, þar sem BSÍ og N-1 væru nú, og um lóðina í Fossvogi þar sem borgin er nú að undirbúa skipulag fyrir íbúðabyggð. „Þá megum við kannski missa af þeim mun minni tíma ef við ætlum að skapa fullnægjandi landrými fyrir sjúkrahúsbyggingar í framtíðinni hérna á höfðuborgarsvæðinu.“ Það væri til að mynda orðið brýnt að byggja yfir geðhleilbrigðisþjónustuna. „Niðurstaðan var að hún kæmist ekki fyrir svo vel sé á Hringbrautarlóðinni því þar er mjög takmarkað landrými. Þá er meðal annars verið að horfa til lóðarinnar í Fossvogi,“ segir Runólfur Pálsson.
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira