Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar 20. janúar 2025 14:33 Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga: Áhugamönnum um þessa virkjun og aðrar svíður að ekkert skuli ganga í framkvæmdum eftir að alþingi er búið að setja virkjunina í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Menn virðast telja að málinu ljúki með atkvæðagreiðslunni á þingi ‒ og svokallað „leyfisveitingaferli“ sé til óþurftar. Að minnsta kosti eigi efasemdarmenn og gagnrýnendur að loka munni snarlega. Og síðasti orku- og umhverfisráðherra kallaði þá nánast þjóðníðinga sem leyfðu sér að standa í kærumálum og tefja hinar þjóðnauðsynlegu framkvæmdir. Er þetta svona? Rammaáætlun var komið á með lögum árið 2011 ‒ í ríkisstjórn D og S ‒ og fyrsta áætlunin samkvæmt þeim lögum var samþykkt á alþingi vorið 2013. Veit allt um það af því ég var framsögumaður umhverfisnefndar þegar málið kom til afgreiðslu á alþingi. Í greinargerð („athugasemdum“ heitir það á þingmállýskunni) með lagafrumvarpinu eru skýrð meginatriði hins nýja kerfis um verndar- og orkunýtingu landsvæða: „Lagt er til að stjórnvöldum sé heimilt en ekki skylt að veita leyfi til orkuvinnslu vegna þeirra virkjunarkosta sem falla í nýtingarhluta áætlunarinnar. Verndar- og nýtingaráætlunin feli því ekki í sér afstöðu þingsins til þess hvaða virkjunarkostir skuli nýttir á tímabilinu heldur eingöngu hvaða virkjunarkostir geti farið í hefðbundið leyfisveitingarferli og hvaða virkjunum er heimilt að gera ráð fyrir í skipulagi sveitarfélaga.“ Takið eftir: „heimilt en ekki skylt“ að veita leyfi. Og samþykktin felur ekki „í sér afstöðu þingsins“ til virkjunarframkvæmda heldur „eingöngu“ til þess hvaða kostir getir farið í leyfisveitingaferlið. Ákvörðun þingsins um landsvæði og virkjunarkosti snýst ekki um það að nú skuli virkja þessa á eða þetta jarðvarmasvæði en ekki aðra/annað ‒ heldur taka alþingismenn fyrst og fremst ákvörðun um það hvaða landsvæði skuli friða fyrir orkunýtingu ‒ og nýta þá með öðrum hætti, svo sem til útivistar, ferðamennsku, landbúnaðar, vísindarannsókna o.s.frv. Þeir kostir/svæði sem ekki fá þessa vernd falla í svokallaðan orkunýtingarflokk. Væntanlegir framkvæmendur standa þá frammi fyrir hinu „hefðbundna leyfisveitingarferli“ ‒ sem meðal annars felur í sér mat á umhverfisákvörðunum og rétt almennings til upplýsinga og áhrifa samkvæmt innleiðingu Árósasamningsins í lagasafnið. Öðruvísi, mjög stutt: Áður þurfti samþykki alþingis til allra umtalsverðra virkjunarframkvæmda á landinu. Virkjanirnar voru þá samþykktar inn í raforkulögin ‒ og eftir samþykktina höfðu framkvæmendur meira og minna frjálsar hendur ‒ án umhverfismats og Árósasamnings. Um aldamótin var þessu breytt ‒ til hagræðis fyrir framkvæmendur ‒ þannig að valdið var fært úr höndum þingsins og til iðnaðarráðherra, sem veitti virkjunarleyfi, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Um svipað leyti var svo tekið upp umhverfismatið, og smám saman Árósaáfangar sem tryggðu almenningi aukinn rétt. Þetta breyttist svo með rammaáætlun, sem hér komst á að frumkvæði Samfylkingarinnar 2011 og 2013. Þá var ákveðið að eftir rækilega faglega vinnu tæki alþingi afstöðu til tillagna um skiptingu tiltekinna svæða/kosta í verndar- og orkunýtingarflokk (og gæti svo geymt sumt í biðflokki). Kostirnir/svæðin í orkunýtingarflokki héldu svo áfram, einsog áður, í sitt ferli. Það er hins vegar ekki Alþingi sem tekur ákvörðun um að virkja. Sem áður segir: Stjórnvöldum er heimilt en ekki skylt að veita virkjunarleyfi. Atkvæðagreiðslan á þinginu lýsir ekki afstöðu til að virkja á einstökum stöðum heldur eingöngu til þess hvað getur farið í hefðbundið leyfisveitingarferli. Hvammsvirkjun hefur gengið illa í þessu ferli ‒ en það er ekki rammaáætlun að kenna eða þakka. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Mörður Árnason Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga: Áhugamönnum um þessa virkjun og aðrar svíður að ekkert skuli ganga í framkvæmdum eftir að alþingi er búið að setja virkjunina í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Menn virðast telja að málinu ljúki með atkvæðagreiðslunni á þingi ‒ og svokallað „leyfisveitingaferli“ sé til óþurftar. Að minnsta kosti eigi efasemdarmenn og gagnrýnendur að loka munni snarlega. Og síðasti orku- og umhverfisráðherra kallaði þá nánast þjóðníðinga sem leyfðu sér að standa í kærumálum og tefja hinar þjóðnauðsynlegu framkvæmdir. Er þetta svona? Rammaáætlun var komið á með lögum árið 2011 ‒ í ríkisstjórn D og S ‒ og fyrsta áætlunin samkvæmt þeim lögum var samþykkt á alþingi vorið 2013. Veit allt um það af því ég var framsögumaður umhverfisnefndar þegar málið kom til afgreiðslu á alþingi. Í greinargerð („athugasemdum“ heitir það á þingmállýskunni) með lagafrumvarpinu eru skýrð meginatriði hins nýja kerfis um verndar- og orkunýtingu landsvæða: „Lagt er til að stjórnvöldum sé heimilt en ekki skylt að veita leyfi til orkuvinnslu vegna þeirra virkjunarkosta sem falla í nýtingarhluta áætlunarinnar. Verndar- og nýtingaráætlunin feli því ekki í sér afstöðu þingsins til þess hvaða virkjunarkostir skuli nýttir á tímabilinu heldur eingöngu hvaða virkjunarkostir geti farið í hefðbundið leyfisveitingarferli og hvaða virkjunum er heimilt að gera ráð fyrir í skipulagi sveitarfélaga.“ Takið eftir: „heimilt en ekki skylt“ að veita leyfi. Og samþykktin felur ekki „í sér afstöðu þingsins“ til virkjunarframkvæmda heldur „eingöngu“ til þess hvaða kostir getir farið í leyfisveitingaferlið. Ákvörðun þingsins um landsvæði og virkjunarkosti snýst ekki um það að nú skuli virkja þessa á eða þetta jarðvarmasvæði en ekki aðra/annað ‒ heldur taka alþingismenn fyrst og fremst ákvörðun um það hvaða landsvæði skuli friða fyrir orkunýtingu ‒ og nýta þá með öðrum hætti, svo sem til útivistar, ferðamennsku, landbúnaðar, vísindarannsókna o.s.frv. Þeir kostir/svæði sem ekki fá þessa vernd falla í svokallaðan orkunýtingarflokk. Væntanlegir framkvæmendur standa þá frammi fyrir hinu „hefðbundna leyfisveitingarferli“ ‒ sem meðal annars felur í sér mat á umhverfisákvörðunum og rétt almennings til upplýsinga og áhrifa samkvæmt innleiðingu Árósasamningsins í lagasafnið. Öðruvísi, mjög stutt: Áður þurfti samþykki alþingis til allra umtalsverðra virkjunarframkvæmda á landinu. Virkjanirnar voru þá samþykktar inn í raforkulögin ‒ og eftir samþykktina höfðu framkvæmendur meira og minna frjálsar hendur ‒ án umhverfismats og Árósasamnings. Um aldamótin var þessu breytt ‒ til hagræðis fyrir framkvæmendur ‒ þannig að valdið var fært úr höndum þingsins og til iðnaðarráðherra, sem veitti virkjunarleyfi, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Um svipað leyti var svo tekið upp umhverfismatið, og smám saman Árósaáfangar sem tryggðu almenningi aukinn rétt. Þetta breyttist svo með rammaáætlun, sem hér komst á að frumkvæði Samfylkingarinnar 2011 og 2013. Þá var ákveðið að eftir rækilega faglega vinnu tæki alþingi afstöðu til tillagna um skiptingu tiltekinna svæða/kosta í verndar- og orkunýtingarflokk (og gæti svo geymt sumt í biðflokki). Kostirnir/svæðin í orkunýtingarflokki héldu svo áfram, einsog áður, í sitt ferli. Það er hins vegar ekki Alþingi sem tekur ákvörðun um að virkja. Sem áður segir: Stjórnvöldum er heimilt en ekki skylt að veita virkjunarleyfi. Atkvæðagreiðslan á þinginu lýsir ekki afstöðu til að virkja á einstökum stöðum heldur eingöngu til þess hvað getur farið í hefðbundið leyfisveitingarferli. Hvammsvirkjun hefur gengið illa í þessu ferli ‒ en það er ekki rammaáætlun að kenna eða þakka. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun