Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Lovísa Arnardóttir skrifar 20. janúar 2025 10:09 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir er formaður Brakkasamtakanna. Vísir/Einar Konur með BRCA-stökkbreytingu þurfa að greiða meira fyrir krabbameinsskinum í brjóstum en konur sem fara í hefðbundna skimun. Þær greiða 12 þúsund fyrir röntgenmyndatökuna. Gjald í brjóstaskimun var síðasta haust lækkað úr sex þúsund krónum í 500 krónur. „Þetta er nákvæmlega sama skimun, nákvæmlega sömu tæki og nákvæmlega sömu lækni og þetta tekur jafn langan tíma. Það er ekkert öðruvísi við þessa skimun,“ segir Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna en hún ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða röntgenmyndatöku sem allar konur 40 ára og eldri eru boðaðar í sem hluti af reglubundinni skimun. Jóhanna Lilja segir konur með BRCA-stökkbreytinguna, eins og aðrar konur, fara í þessa reglubundnu skimun en auk þess fari þær í segulómskoðun einu inni á ári. Fyrir hana greiða þær 34.250 krónur. Hálfu ári síðar fara þær í brjóstaskimun, röntgenmyndatökuna, og greiða fyrir hana 12 þúsund krónur á meðan aðrir greiði fyrir hana 500 krónur. Hún segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafa sagt samtökunum að það ætti að breyta þetta en það hafi ekki gerst áður en hann lét af störfum. Samtökin hafa ekki fundað með nýjum heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller, eftir að hún tók við störfum og ekki náð að bóka tíma með henni. Sjá einnig: Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Ráðuneytið rugli saman Hún segir að í svörum frá ráðuneytinu sé verið að rugla þessum skoðunum saman. Segulómskoðuninni taki lengri tíma og sé í annarri vél. Auk þessa kostnaðar fari konur með BRCA-stökkbreytinguna reglulega til bæði húð- og kvensjúkdómalæknis. Til húðsjúkdómalæknis til að skoða bletti því þær séu líklegri til að fá sortuæxli og til kvensjúkdómalæknis vegna aukinnar hættu á krabbameini í eggjastokkum. Árlega sé kostnaðurinn við þessar reglulegu heimsóknir hátt í 80 þúsund krónur fyrir eina konu. „Kona sem er fertug, og byrjaði í eftirliti 25 ára. Hún er búin að borga 1,1 milljón í bara brjóstaeftirlit en þá á eftir að taka inn kostnað vegna húð- og kvensjúkdómalæknis. Ofan á þetta er svo ferðakostnaður því það eru ekki allar sem búa á höfuðborgarsvæðinu.“ Lífsnauðsynlegt eftirlit Jóhanna Lilja segir að hjá þeim sem séu með stökkbreytinguna séu um 86 prósent líkur á að fá brjóstakrabbamein. Það sé örlítið misjafnt eftir fjölskyldusögu. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir konur með svona mikla áhættu að sinna þessu eftirliti.“ Sjá einnig: Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Alma Möller, heilbrigðisráðherra, tjáði sig um málið á RÚV um helgina. Þar sagði hún að þetta falli undir eftirlit en ekki lýðgrundaða skimun og sé þess vegna dýrara. Greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga ætti að vernda þær fyrir háum kostnaði. Þá sagði hún að það þyrfti að skoða málið ef kostnaður hindraði konur í að nýta sér eftirlitið. Jóhanna Lilja segir Ölmu rugla saman segulómskoðun og röntgenmyndatökunni sem allir fari í. Brakkasamtökin séu ekki að kvarta undan kostnaði við segulómskoðun heldur að þær greiði meira fyrir röntgenmyndatökuna sem allar konur eldri en 40 ára fara í sem hluti af þessari lýðgrunduðu skimun. Jóhanna Lilja segir nauðsynlegt að leiðrétta þennan misskilning. Sjá einnig: „Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“ Þessi kostnaður við röntgenmyndatökuna sé þó ekki eina mismununin sem konur með BRCA-stökkbreytinguna upplifi. Ætli þær í brjóstnám, sem margar ákveða að gera, þurfi þær að greiða um 100 þúsund krónur fyrir að gista á sjúkrahóteli en fari fólk á hótelið í gegnum Landspítalann sé það ekki rukkað um sama gjald. Hún segir biðlistann þó svo langan og aðgerðum svo oft frestað á Landspítalanum að konur fari frekar á Klíníkina í þessar aðgerðir. Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Bítið Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
„Þetta er nákvæmlega sama skimun, nákvæmlega sömu tæki og nákvæmlega sömu lækni og þetta tekur jafn langan tíma. Það er ekkert öðruvísi við þessa skimun,“ segir Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna en hún ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða röntgenmyndatöku sem allar konur 40 ára og eldri eru boðaðar í sem hluti af reglubundinni skimun. Jóhanna Lilja segir konur með BRCA-stökkbreytinguna, eins og aðrar konur, fara í þessa reglubundnu skimun en auk þess fari þær í segulómskoðun einu inni á ári. Fyrir hana greiða þær 34.250 krónur. Hálfu ári síðar fara þær í brjóstaskimun, röntgenmyndatökuna, og greiða fyrir hana 12 þúsund krónur á meðan aðrir greiði fyrir hana 500 krónur. Hún segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafa sagt samtökunum að það ætti að breyta þetta en það hafi ekki gerst áður en hann lét af störfum. Samtökin hafa ekki fundað með nýjum heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller, eftir að hún tók við störfum og ekki náð að bóka tíma með henni. Sjá einnig: Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Ráðuneytið rugli saman Hún segir að í svörum frá ráðuneytinu sé verið að rugla þessum skoðunum saman. Segulómskoðuninni taki lengri tíma og sé í annarri vél. Auk þessa kostnaðar fari konur með BRCA-stökkbreytinguna reglulega til bæði húð- og kvensjúkdómalæknis. Til húðsjúkdómalæknis til að skoða bletti því þær séu líklegri til að fá sortuæxli og til kvensjúkdómalæknis vegna aukinnar hættu á krabbameini í eggjastokkum. Árlega sé kostnaðurinn við þessar reglulegu heimsóknir hátt í 80 þúsund krónur fyrir eina konu. „Kona sem er fertug, og byrjaði í eftirliti 25 ára. Hún er búin að borga 1,1 milljón í bara brjóstaeftirlit en þá á eftir að taka inn kostnað vegna húð- og kvensjúkdómalæknis. Ofan á þetta er svo ferðakostnaður því það eru ekki allar sem búa á höfuðborgarsvæðinu.“ Lífsnauðsynlegt eftirlit Jóhanna Lilja segir að hjá þeim sem séu með stökkbreytinguna séu um 86 prósent líkur á að fá brjóstakrabbamein. Það sé örlítið misjafnt eftir fjölskyldusögu. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir konur með svona mikla áhættu að sinna þessu eftirliti.“ Sjá einnig: Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Alma Möller, heilbrigðisráðherra, tjáði sig um málið á RÚV um helgina. Þar sagði hún að þetta falli undir eftirlit en ekki lýðgrundaða skimun og sé þess vegna dýrara. Greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga ætti að vernda þær fyrir háum kostnaði. Þá sagði hún að það þyrfti að skoða málið ef kostnaður hindraði konur í að nýta sér eftirlitið. Jóhanna Lilja segir Ölmu rugla saman segulómskoðun og röntgenmyndatökunni sem allir fari í. Brakkasamtökin séu ekki að kvarta undan kostnaði við segulómskoðun heldur að þær greiði meira fyrir röntgenmyndatökuna sem allar konur eldri en 40 ára fara í sem hluti af þessari lýðgrunduðu skimun. Jóhanna Lilja segir nauðsynlegt að leiðrétta þennan misskilning. Sjá einnig: „Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“ Þessi kostnaður við röntgenmyndatökuna sé þó ekki eina mismununin sem konur með BRCA-stökkbreytinguna upplifi. Ætli þær í brjóstnám, sem margar ákveða að gera, þurfi þær að greiða um 100 þúsund krónur fyrir að gista á sjúkrahóteli en fari fólk á hótelið í gegnum Landspítalann sé það ekki rukkað um sama gjald. Hún segir biðlistann þó svo langan og aðgerðum svo oft frestað á Landspítalanum að konur fari frekar á Klíníkina í þessar aðgerðir.
Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Bítið Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira