Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og Árna Benediktsdóttir skrifa 17. janúar 2025 20:32 Loftgæði skipta miklu máli fyrir heilsu og vellíðan, bæði úti og inni. Á áramótum skjóta flugeldar útiloftsgæðum upp í hæstu hæðir, og nýjustu mælingar okkar hjá Verkvist sýna hvernig styrkur PM10 svifryks toppar rétt eftir miðnætti innandyra en lækkar hratt innan þriggja klukkustunda. Mælingar voru framkvæmdar innandyra með síritandi loftgæðamælum yfir áramót á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu – í Reykjavík og Kópavogi – og hæsta gildið mældist yfir 260 µg/m³, sem er margfalt yfir heilsuverndarmörkum (50 µg/m³). Þessar mælingar eru í takti við og sveiflast með mælingum Umhverfisstofnunar utandyra hjá Grensásvegi. Þrátt fyrir að mengunin sé tímabundin, geta áhrifin borist inn í byggingar okkar, sérstaklega ef gluggar eru opnir á hámarkstímum. Inniloft á alltaf upptök frá útilofti og mikilvægt að fylgjast með loftgæðum innandyra þegar mengun er í útilofti. Vert er að taka fram að huga ekki aðeins að loftsgæðum yfir áramót eða álagstímum, heldur einnig inniloftsgæðum allan ársins hring. Huga þarf að inniloftsgæðum allt árið Nýleg rannsókn hjá okkur í Verkvist sýnir að styrkur rokgjarnra lífrænna efna (VOC) á heimilum og vinnustöðum eru oft yfir heilsuverndar- eða vellíðunarmörkum stóran hluta dagsins. Þessi efni koma frá algengum vörum eins og: Hreinsivörum og þvottaefnum Ilmgjöfum og snyrtivörum Byggingarefnum og húsgögnum Þar sem flest heimili eru án virkra loftræsikerfa getur þessi mengun verið viðvarandi og haft áhrif á heilsu og vellíðan íbúa og áhrifin eru langvarandi og verður ekki endilega vart strax. Þessi rokgjörnu efni eiga því upptök innandyra og notendur geta komið í veg fyrir og takmarkað styrk þeirra með efnisvali og hegðun. Einnig þarf að hafa í huga að þessi efni loða við ryk, efniskennda hluti og bólstraða húsmuni. Lausnir og heilræði Til að bæta loftgæði innandyra þar sem við dveljum 90% af tíma okkar er hægt að fylgja þessum einföldu ráðleggingum: Þrif og hreinsun: Veljið vistvæn efni án ilmefna og rykhreinsið reglulega. Loftræsing: Lokið gluggum meðan útiloftsgæði eru slæm og loftið út þegar mengunin er liðin hjá. Regluleg loftskipti eru lykilatriði. Efnisval: Veljið vörur með lágt gildi rokgjarnra efna og forðist sterk hreinsiefni og ilmgjafa. Takmarkið teppi og yfirborð sem er erfitt að rykhreinsa. Áramótin minna okkur á mikilvægi loftgæða, en á sama tíma er þörf áminning að við þurfum að hafa loftgæði í huga allt árið. Með skynsamlegum skrefum getum við bætt bæði loftgæði og lífsgæði – innan sem utan heimilisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftgæði Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Loftgæði skipta miklu máli fyrir heilsu og vellíðan, bæði úti og inni. Á áramótum skjóta flugeldar útiloftsgæðum upp í hæstu hæðir, og nýjustu mælingar okkar hjá Verkvist sýna hvernig styrkur PM10 svifryks toppar rétt eftir miðnætti innandyra en lækkar hratt innan þriggja klukkustunda. Mælingar voru framkvæmdar innandyra með síritandi loftgæðamælum yfir áramót á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu – í Reykjavík og Kópavogi – og hæsta gildið mældist yfir 260 µg/m³, sem er margfalt yfir heilsuverndarmörkum (50 µg/m³). Þessar mælingar eru í takti við og sveiflast með mælingum Umhverfisstofnunar utandyra hjá Grensásvegi. Þrátt fyrir að mengunin sé tímabundin, geta áhrifin borist inn í byggingar okkar, sérstaklega ef gluggar eru opnir á hámarkstímum. Inniloft á alltaf upptök frá útilofti og mikilvægt að fylgjast með loftgæðum innandyra þegar mengun er í útilofti. Vert er að taka fram að huga ekki aðeins að loftsgæðum yfir áramót eða álagstímum, heldur einnig inniloftsgæðum allan ársins hring. Huga þarf að inniloftsgæðum allt árið Nýleg rannsókn hjá okkur í Verkvist sýnir að styrkur rokgjarnra lífrænna efna (VOC) á heimilum og vinnustöðum eru oft yfir heilsuverndar- eða vellíðunarmörkum stóran hluta dagsins. Þessi efni koma frá algengum vörum eins og: Hreinsivörum og þvottaefnum Ilmgjöfum og snyrtivörum Byggingarefnum og húsgögnum Þar sem flest heimili eru án virkra loftræsikerfa getur þessi mengun verið viðvarandi og haft áhrif á heilsu og vellíðan íbúa og áhrifin eru langvarandi og verður ekki endilega vart strax. Þessi rokgjörnu efni eiga því upptök innandyra og notendur geta komið í veg fyrir og takmarkað styrk þeirra með efnisvali og hegðun. Einnig þarf að hafa í huga að þessi efni loða við ryk, efniskennda hluti og bólstraða húsmuni. Lausnir og heilræði Til að bæta loftgæði innandyra þar sem við dveljum 90% af tíma okkar er hægt að fylgja þessum einföldu ráðleggingum: Þrif og hreinsun: Veljið vistvæn efni án ilmefna og rykhreinsið reglulega. Loftræsing: Lokið gluggum meðan útiloftsgæði eru slæm og loftið út þegar mengunin er liðin hjá. Regluleg loftskipti eru lykilatriði. Efnisval: Veljið vörur með lágt gildi rokgjarnra efna og forðist sterk hreinsiefni og ilmgjafa. Takmarkið teppi og yfirborð sem er erfitt að rykhreinsa. Áramótin minna okkur á mikilvægi loftgæða, en á sama tíma er þörf áminning að við þurfum að hafa loftgæði í huga allt árið. Með skynsamlegum skrefum getum við bætt bæði loftgæði og lífsgæði – innan sem utan heimilisins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun