Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar 24. október 2025 07:17 Í dag, 24. október, fagna Sameinuðu þjóðirnar 80 ára afmæli. Þær voru stofnaðar með háleitt en nauðsynlegt markmið í huga: að tryggja frið, mannréttindi og samvinnu þjóða. Þrátt fyrir að áratugir séu nú liðnir frá stofnun Sameinuðu þjóðanna er hlutverk þeirra enn það sama – að stuðla að friðsamlegum samskiptum, skapa traust og tengja saman fólk. Stundum er talað um Sameinuðu þjóðirnar sem fjarlæga stofnun sem tengist okkur hér á landi lítið. Við sjáum sali allsherjarþingsins bregða fyrir í fréttum og heyrum brot úr ræðuhöldum þjóðarleiðtoga en gleymum að ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Sameinuðu þjóðanna snerta daglegt líf okkar með margvíslegum hætti. Alþjóðasamningar, reglur og samvinna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna móta heiminn sem við lifum í. Sem dæmi má nefna að þegar við ferðumst örugg til og frá landinu í flugi er það meðal annars vegna samstarfs ríkja innan Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Bólusetningar, lyfjaöryggi og ráðleggingar um heilsu byggja á starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Heimsmarkmiðin eru hluti af íslensku skólastarfi og UNICEF og UN Women vinna að réttindum barna og kvenna, bæði hér heima og á heimsvísu. Það sem gerist á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eru því ekki fjarlægar fréttir heldur hluti af lífsgæðum okkar, öryggi og afkomu. En samtíminn kallar á endurnýjað samtal. Vantraust á alþjóðastofnanir hefur aukist og ljóst að við stöndum frammi fyrir bakslagi í mannréttindamálum, ekki síst þegar kemur að réttindum og öryggi kvenna og minnihlutahópa. Við lifum einnig á tímum öfgakenndra loftslagsbreytinga þar sem flóð og þurrkar hafa áhrif á lífsviðurværi milljóna. Sameinuðu þjóðirnar vinna mikilvægt starf við að tryggja viðnámsþrótt viðkvæmra samfélaga og öryggi íbúa. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um náttúru, þau snúa að réttlæti og framtíð næstu kynslóða. Á sama tíma er gervigreind og stafræn þróun að breyta heiminum afar hratt. Þar gegna Sameinuðu þjóðirnar lykilhlutverki í að tryggja að þróunin komi til með að byggja á mannréttindum og siðferði, að tæknin verði notuð til að efla samstöðu, ekki auka ójöfnuð. Sameinuðu þjóðirnar - hluti af íslensku samfélagi Þegar litið er til þessara áskorana, vaxandi átaka og ofbeldis í heiminum er ekki skrýtið að mörg spyrji sig hvort Sameinuðu þjóðirnar geti raunverulega leyst vandamál heimsins. Raunin er sú að Sameinuðu þjóðirnar leysa ekkert einar og sér. Lausnin felst í því að ríki heims, leiðtogar allra landa og fólkið sem þar býr, vinni í sameiningu að þeim gildum og markmiðum sem stofnunin stendur fyrir. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hefur kallað eftir umbótum á gangverki Sameinuðu þjóðanna. Í ræðum sínum hefur hann ítrekað mikilvægi þess að stofnunin taki breytingum í þá átt að raddir almennings, ungs fólks og borgarasamfélagsins fái aukið vægi. Umbætur innan Sameinuðu þjóðanna kalla ekki á niðurrif eða nýja stofnun heldur miklu frekar á að Sameinuðu þjóðirnar þjóni almenningi betur og öðlist þar með dýpri merkingu í hugum og hjörtum fólks um allan heim. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi tekur slíkt ákall alvarlega og vinnur markvisst að umbótum með því að færa starf Sameinuðu þjóðanna nær fólki hér á landi. Við miðlum fjölbreyttum fréttum af þátttöku Íslands á vettvangi alþjóðamála og þróunarsamvinnu og vinnum með öflugum hópi nemenda og kennara um allt land að framgangi heimsmarkmiðanna. Á afmælisárinu höfum við sett aukinn kraft í að skapa opinn vettvang fyrir samtal milli almennings, frjálsra félagasamtaka, ungs fólks og stjórnvalda um málefni og markmið Sameinuðu þjóðanna í samtíð og framtíð. Sameinuðu þjóðirnar – sterk og lifandi samvinna Á 80 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna er einmitt tími til að líta til baka, en líka til framtíðar. Ef við viljum búa í heimi þar sem friður og samvinna eru leiðarljós, þar sem næstu kynslóðir fá notið mannréttinda, menntunar, virðingar og velsældar þurfum við að leggja okkar af mörkum. Það gerum við með því að taka þátt í samtali um það hvernig heimur er betri heimur, hlusta á hvort annað af virðingu, fræðast og styrkja þær stoðir sem Sameinuðu þjóðirnar byggja á. Framtíð Sameinuðu þjóðanna ræðst ekki eingöngu í allsherjarþinginu í New York heldur með vilja okkar allra til að vernda þau gildi sem þær voru stofnaðar til að verja. Því Sameinuðu þjóðirnar eru ekki aðeins 80 ára saga, heldur sterk og lifandi samvinna okkar allra til framtíðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, fagna Sameinuðu þjóðirnar 80 ára afmæli. Þær voru stofnaðar með háleitt en nauðsynlegt markmið í huga: að tryggja frið, mannréttindi og samvinnu þjóða. Þrátt fyrir að áratugir séu nú liðnir frá stofnun Sameinuðu þjóðanna er hlutverk þeirra enn það sama – að stuðla að friðsamlegum samskiptum, skapa traust og tengja saman fólk. Stundum er talað um Sameinuðu þjóðirnar sem fjarlæga stofnun sem tengist okkur hér á landi lítið. Við sjáum sali allsherjarþingsins bregða fyrir í fréttum og heyrum brot úr ræðuhöldum þjóðarleiðtoga en gleymum að ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Sameinuðu þjóðanna snerta daglegt líf okkar með margvíslegum hætti. Alþjóðasamningar, reglur og samvinna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna móta heiminn sem við lifum í. Sem dæmi má nefna að þegar við ferðumst örugg til og frá landinu í flugi er það meðal annars vegna samstarfs ríkja innan Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Bólusetningar, lyfjaöryggi og ráðleggingar um heilsu byggja á starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Heimsmarkmiðin eru hluti af íslensku skólastarfi og UNICEF og UN Women vinna að réttindum barna og kvenna, bæði hér heima og á heimsvísu. Það sem gerist á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eru því ekki fjarlægar fréttir heldur hluti af lífsgæðum okkar, öryggi og afkomu. En samtíminn kallar á endurnýjað samtal. Vantraust á alþjóðastofnanir hefur aukist og ljóst að við stöndum frammi fyrir bakslagi í mannréttindamálum, ekki síst þegar kemur að réttindum og öryggi kvenna og minnihlutahópa. Við lifum einnig á tímum öfgakenndra loftslagsbreytinga þar sem flóð og þurrkar hafa áhrif á lífsviðurværi milljóna. Sameinuðu þjóðirnar vinna mikilvægt starf við að tryggja viðnámsþrótt viðkvæmra samfélaga og öryggi íbúa. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um náttúru, þau snúa að réttlæti og framtíð næstu kynslóða. Á sama tíma er gervigreind og stafræn þróun að breyta heiminum afar hratt. Þar gegna Sameinuðu þjóðirnar lykilhlutverki í að tryggja að þróunin komi til með að byggja á mannréttindum og siðferði, að tæknin verði notuð til að efla samstöðu, ekki auka ójöfnuð. Sameinuðu þjóðirnar - hluti af íslensku samfélagi Þegar litið er til þessara áskorana, vaxandi átaka og ofbeldis í heiminum er ekki skrýtið að mörg spyrji sig hvort Sameinuðu þjóðirnar geti raunverulega leyst vandamál heimsins. Raunin er sú að Sameinuðu þjóðirnar leysa ekkert einar og sér. Lausnin felst í því að ríki heims, leiðtogar allra landa og fólkið sem þar býr, vinni í sameiningu að þeim gildum og markmiðum sem stofnunin stendur fyrir. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hefur kallað eftir umbótum á gangverki Sameinuðu þjóðanna. Í ræðum sínum hefur hann ítrekað mikilvægi þess að stofnunin taki breytingum í þá átt að raddir almennings, ungs fólks og borgarasamfélagsins fái aukið vægi. Umbætur innan Sameinuðu þjóðanna kalla ekki á niðurrif eða nýja stofnun heldur miklu frekar á að Sameinuðu þjóðirnar þjóni almenningi betur og öðlist þar með dýpri merkingu í hugum og hjörtum fólks um allan heim. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi tekur slíkt ákall alvarlega og vinnur markvisst að umbótum með því að færa starf Sameinuðu þjóðanna nær fólki hér á landi. Við miðlum fjölbreyttum fréttum af þátttöku Íslands á vettvangi alþjóðamála og þróunarsamvinnu og vinnum með öflugum hópi nemenda og kennara um allt land að framgangi heimsmarkmiðanna. Á afmælisárinu höfum við sett aukinn kraft í að skapa opinn vettvang fyrir samtal milli almennings, frjálsra félagasamtaka, ungs fólks og stjórnvalda um málefni og markmið Sameinuðu þjóðanna í samtíð og framtíð. Sameinuðu þjóðirnar – sterk og lifandi samvinna Á 80 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna er einmitt tími til að líta til baka, en líka til framtíðar. Ef við viljum búa í heimi þar sem friður og samvinna eru leiðarljós, þar sem næstu kynslóðir fá notið mannréttinda, menntunar, virðingar og velsældar þurfum við að leggja okkar af mörkum. Það gerum við með því að taka þátt í samtali um það hvernig heimur er betri heimur, hlusta á hvort annað af virðingu, fræðast og styrkja þær stoðir sem Sameinuðu þjóðirnar byggja á. Framtíð Sameinuðu þjóðanna ræðst ekki eingöngu í allsherjarþinginu í New York heldur með vilja okkar allra til að vernda þau gildi sem þær voru stofnaðar til að verja. Því Sameinuðu þjóðirnar eru ekki aðeins 80 ára saga, heldur sterk og lifandi samvinna okkar allra til framtíðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun