Fótbolti

Solskjær tekinn við Besiktas

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær við komuna til Tyrklands í dag.
Ole Gunnar Solskjær við komuna til Tyrklands í dag. getty/Beyza Comert

Ole Gunnar Solskjær hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Besiktas í Tyrklandi. Þetta er fyrsta starf hans síðan hann hætti hjá Manchester United haustið 2021.

Giovanni van Bronckhorst var látinn taka pokann sinn hjá Besiktas í lok nóvember og félagið hefur nú fundið eftirmann hans.

Solskjær skrifaði undir eins og hálfs árs samning við Besiktas sem er í 6. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar og í 28. sæti Evrópudeildarinnar.

„Ég er mjög glaður að vera hérna. Það er frábært að sjá hversu margir styðja liðið. Ég hlakka til að hefja störf. Það er frábært að vera hérna í þessari frábæru borg,“ sagði hinn 51 árs Solskjær. Auk United hefur hann stýrt Molde í tvígang og Cardiff City.

Í tyrknesku deildinni hittir Solskjær fyrir annan fyrrverandi stjóra United, José Mourinho. Portúgalinn stýrir Fenerbahce sem er í 2. sæti deildarinnar.

Besiktas mætir Samsunspor á morgun en Solskjær stýrir liðinu væntanlega í fyrsta sinn gegn Athletic Bilbao í Evrópudeildinni á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×