Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 11:26 Dómarar hafa sent inn kæru til KKÍ vegna hrópa sem heyrðust frá áhorfendum í leik KFG og Breiðabliks á laugardag. Skjáskot/veo Í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild KFG eru rasísk ummæli stuðningsmanns liðsins fordæmd, og harmað að þau skuli skyggja á starf félagsins. Eins og fram kom í morgun var dómari í leik KFG gegn Breiðabliki, í 1. deild karla í Garðabæ á laugardag, beittur kynþáttaníði. Heyra má á upptöku þegar áhorfandi kallar: „Ertu of skáeygður til að sjá þetta.“ Dómarar leiksins, þeir Einar Valur Gunnarsson og Federick Alfred U Capellan, hafa nú lagt fram kæru samkvæmt frétt mbl.is og beinist kæran að KFG, Knattspyrnufélagi Garðabæjar, sem umsjónaraðila leiksins. Í yfirlýsingunni frá körfuknattleiksdeild KFG segir meðal annars: „Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins.“ „Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu,“ og eru dómarar leiksins beðnir afsökunar. Málið er nú komið inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands og má búast við að aganefnd sambandsins skeri úr um það hverjar afleiðingar þess verða fyrir KFG. Yfirlýsing frá KFG Síðastliðinn laugardag mættust grannliðin KFG og Breiðablik í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var hin besta skemmtun, mikill hraði og vel tekist á innan vallar. Körfuknattleiksdeild KFG var stofnuð til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að þroskast og reyna sig í krefjandi keppni, taka skrefið fram á við og ná íþróttalegum markmiðum sínum. Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins. Rasísku ummæli stuðningsmanns KFG hafa skyggt á umræðuna eftir leikinn og þá gleði sem fylgdi ágætis frammistöðu liðsins innan vallar. Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu. Við biðjum dómara leiksins, þá Federick Alfred U Capellan og Einar Val Gunnarsson afsökunar fyrir hönd félagsins. Fyrir hönd KFGSnorri Örn Arnaldsson, formaður kkd. KFGSindri Rósenkranz Sævarsson, formaður aðalstjórnar KFG Körfubolti Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Sport Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Eins og fram kom í morgun var dómari í leik KFG gegn Breiðabliki, í 1. deild karla í Garðabæ á laugardag, beittur kynþáttaníði. Heyra má á upptöku þegar áhorfandi kallar: „Ertu of skáeygður til að sjá þetta.“ Dómarar leiksins, þeir Einar Valur Gunnarsson og Federick Alfred U Capellan, hafa nú lagt fram kæru samkvæmt frétt mbl.is og beinist kæran að KFG, Knattspyrnufélagi Garðabæjar, sem umsjónaraðila leiksins. Í yfirlýsingunni frá körfuknattleiksdeild KFG segir meðal annars: „Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins.“ „Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu,“ og eru dómarar leiksins beðnir afsökunar. Málið er nú komið inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands og má búast við að aganefnd sambandsins skeri úr um það hverjar afleiðingar þess verða fyrir KFG. Yfirlýsing frá KFG Síðastliðinn laugardag mættust grannliðin KFG og Breiðablik í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var hin besta skemmtun, mikill hraði og vel tekist á innan vallar. Körfuknattleiksdeild KFG var stofnuð til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að þroskast og reyna sig í krefjandi keppni, taka skrefið fram á við og ná íþróttalegum markmiðum sínum. Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins. Rasísku ummæli stuðningsmanns KFG hafa skyggt á umræðuna eftir leikinn og þá gleði sem fylgdi ágætis frammistöðu liðsins innan vallar. Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu. Við biðjum dómara leiksins, þá Federick Alfred U Capellan og Einar Val Gunnarsson afsökunar fyrir hönd félagsins. Fyrir hönd KFGSnorri Örn Arnaldsson, formaður kkd. KFGSindri Rósenkranz Sævarsson, formaður aðalstjórnar KFG
Körfubolti Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Sport Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira