Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2025 15:44 Steinn hefur verið rektor MH í sex ár. Vísir/Egill Borgarráð samþykkti í dag ráðningu Steins Jóhannssonar í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Steinn hefur gegnt stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð undanfarin sex ár. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að Steinn hafi verið konrektor MH í eitt ár áður en hann tók við stöðu rektors og þar áður hafi hann verið skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla í fimm ár. Frá 2002 til 2012 hafi Steinn verið forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík en áður hafi hann kennt í bæði grunn- og framhaldsskóla og sinnt auk þess stundakennslu við Háskóla Íslands. Steinn sé með meistaragráðu í sagnfræði frá University of Louisiana, Monroe og bakkalárgráðu frá sama skóla í stjórnmálafræði og sögu. Hann hafi lokið uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands og hafi auk þess lagt stund á doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræði við sama skóla. Forverinn fór yfir til ráðuneytisins Starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hafi verið auglýst til umsóknar í nóvember eftir að tilkynnt var að Helgi Grímsson myndi hætta sem sviðsstjóri um áramót til að stýra umbótaverkefni í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Alls hafi 22 umsóknir um stöðuna borist en fjórir umsækjendur hafi dregið umsókn sína til baka. Í samræmi við reglur um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður hafi ráðgefandi hæfnisnefnd verið skipuð. Búi yfir yfirgripsmikilli reynslu Í lokaskýrslu hæfnisnefndar til borgarráðs segi að það sé sameiginlegt mat hæfnisnefndar að Steinn sé best til þess fallinn að taka við starfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það byggir á yfirgripsmikilli reynslu hans af stjórnun og rekstri menntastofnana, brennandi áhuga og þekkingu á skóla- og frístundamálum og jákvæðri og skýrri framtíðarsýn á hin brýnu viðfangsefni sviðssins.” Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Vistaskipti Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að Steinn hafi verið konrektor MH í eitt ár áður en hann tók við stöðu rektors og þar áður hafi hann verið skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla í fimm ár. Frá 2002 til 2012 hafi Steinn verið forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík en áður hafi hann kennt í bæði grunn- og framhaldsskóla og sinnt auk þess stundakennslu við Háskóla Íslands. Steinn sé með meistaragráðu í sagnfræði frá University of Louisiana, Monroe og bakkalárgráðu frá sama skóla í stjórnmálafræði og sögu. Hann hafi lokið uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands og hafi auk þess lagt stund á doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræði við sama skóla. Forverinn fór yfir til ráðuneytisins Starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hafi verið auglýst til umsóknar í nóvember eftir að tilkynnt var að Helgi Grímsson myndi hætta sem sviðsstjóri um áramót til að stýra umbótaverkefni í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Alls hafi 22 umsóknir um stöðuna borist en fjórir umsækjendur hafi dregið umsókn sína til baka. Í samræmi við reglur um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður hafi ráðgefandi hæfnisnefnd verið skipuð. Búi yfir yfirgripsmikilli reynslu Í lokaskýrslu hæfnisnefndar til borgarráðs segi að það sé sameiginlegt mat hæfnisnefndar að Steinn sé best til þess fallinn að taka við starfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það byggir á yfirgripsmikilli reynslu hans af stjórnun og rekstri menntastofnana, brennandi áhuga og þekkingu á skóla- og frístundamálum og jákvæðri og skýrri framtíðarsýn á hin brýnu viðfangsefni sviðssins.”
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Vistaskipti Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira