Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 13:02 Töluverð svifryksmengun er árlegur fylgifiskur flugelda um áramótin. Vísir/Vilhelm Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. Mikil og slæm svifryksmengun vegna flugelda mældist í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt að sögn Svövu S. Steinarsdóttur, sérfræðings hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk, semsagt PM10 eru 50 míkrógrömm á rúmmeter, og hæsta klukkustundargildið í stöðinni okkar við Grensásveg var 633 míkgrógrömm á rúmmeter. Þannig að þetta eru náttúrlega gildi sem eru margfalt yfir því sem heilsuverndarmörkin eru og þess vegna getur þetta náttúrlega verið mjög ertandi fyrir fólk að anda að sér þessum ögnum,“ segir Svava. Svava S. Steinarsdóttir. Ástandið varði þó skemur en óttast hafði verið vegna veðurskilyrða. „Það var vissulega mikil mengun í kringum miðnættið en þetta kannski varði ekki eins lengi eins og við höfðum óttast. Það fóru að batna loftgæðin frekar hratt þegar líða tók á nóttina og topparnir voru kannski hæstir klukkan eitt, það er fyrsta klukkustund ársins sem var hvað verst, en svo fór þetta hríðlækkandi þegar líða fór á nóttina. Vissulega var þetta slæmt, en ekki jafn slæmt eins og við höfðum kannski óttast miðað við veðuraðstæður,“ segir Svava. Vísir/Vilhelm Flugeldaruslið má ekki fara í almennar sorptunnur Í samanburði við fyrri ár hafi gildi mengunar farið álíka hátt og verið hefur. Þau hafi hins vegar varað skemur en oft áður. „Ég velti bara fyrir mér hvort það hafi verið skotið upp minna eða hvort að það hafi orðið einhver slík breyting á hegðun fólks,“ segir Svava. „Það kannski vakti athygli mína einmitt það er þetta fíngerða svifryk sem er svo einkennandi fyrir flugelda, við fórum að sjá mikla hækkun á því fyrr um kvöldið þó svo það færi ekki yfir þessi mörk sem að við erum að gefa okkur. En það var mjög áberandi að þetta hékk í loftinu framan af kvöldi.“ Þá hvetur hún fólk til að taka saman ruslið sem flugeldarnir skilja eftir sig og fara með á grenndargáma sem dreift hefur verið víða um borgina. „Þeir mega ekki fara í almennt rusl og endilega hreinsa upp borgina eftir okkur,“ segir Svava. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Loftgæði Áramót Flugeldar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Mikil og slæm svifryksmengun vegna flugelda mældist í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt að sögn Svövu S. Steinarsdóttur, sérfræðings hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk, semsagt PM10 eru 50 míkrógrömm á rúmmeter, og hæsta klukkustundargildið í stöðinni okkar við Grensásveg var 633 míkgrógrömm á rúmmeter. Þannig að þetta eru náttúrlega gildi sem eru margfalt yfir því sem heilsuverndarmörkin eru og þess vegna getur þetta náttúrlega verið mjög ertandi fyrir fólk að anda að sér þessum ögnum,“ segir Svava. Svava S. Steinarsdóttir. Ástandið varði þó skemur en óttast hafði verið vegna veðurskilyrða. „Það var vissulega mikil mengun í kringum miðnættið en þetta kannski varði ekki eins lengi eins og við höfðum óttast. Það fóru að batna loftgæðin frekar hratt þegar líða tók á nóttina og topparnir voru kannski hæstir klukkan eitt, það er fyrsta klukkustund ársins sem var hvað verst, en svo fór þetta hríðlækkandi þegar líða fór á nóttina. Vissulega var þetta slæmt, en ekki jafn slæmt eins og við höfðum kannski óttast miðað við veðuraðstæður,“ segir Svava. Vísir/Vilhelm Flugeldaruslið má ekki fara í almennar sorptunnur Í samanburði við fyrri ár hafi gildi mengunar farið álíka hátt og verið hefur. Þau hafi hins vegar varað skemur en oft áður. „Ég velti bara fyrir mér hvort það hafi verið skotið upp minna eða hvort að það hafi orðið einhver slík breyting á hegðun fólks,“ segir Svava. „Það kannski vakti athygli mína einmitt það er þetta fíngerða svifryk sem er svo einkennandi fyrir flugelda, við fórum að sjá mikla hækkun á því fyrr um kvöldið þó svo það færi ekki yfir þessi mörk sem að við erum að gefa okkur. En það var mjög áberandi að þetta hékk í loftinu framan af kvöldi.“ Þá hvetur hún fólk til að taka saman ruslið sem flugeldarnir skilja eftir sig og fara með á grenndargáma sem dreift hefur verið víða um borgina. „Þeir mega ekki fara í almennt rusl og endilega hreinsa upp borgina eftir okkur,“ segir Svava.
Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Loftgæði Áramót Flugeldar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira