Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 11:45 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Sigurjón Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á nýársnótt, sem einkum má rekja til ölvunar og áverka vegna ofbeldis. Tveir leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa í nótt sem er minna en oft áður. Það er alla jafna mikið álag á bráðamóttöku á nýársnótt og var engin undantekning þar á í nótt að sögn Hjalta Más Björnssonar yfirlæknis hjá bráðamóttöku Landspítalans. „Því miður var talsvert um það að fólk gripi til ofbeldis á svona skemmtananótt og langmesta álagið var hreinlega bara vegna ölvunar og það var talsvert að gera í að sinna afleiðingum ofbeldis og ölvunar hérna í nótt,“ segir Hjalti. Nokkuð minna var þó um áverka vegna flugeldaslysa en oft áður að sögn Hjalta. „Nóttin var annasöm eins og venjan er á gamlárskvöld hjá okkur en það ánægjulega var að það var mjög lítið um flugeldaslys þessi áramótin. Það voru tveir einstaklingar sem komu sem betur fer bara með minniháttar áverka en það voru engir alvarlegir áverkar vegna flugelda þessi áramótin.“ Oft hafi verið meira um áverka vegna flugeldaslysa á nýársnótt. „Þetta er mun minna heldur en við höfum séð síðustu áramót og það virðist vera sem betur fer að fólk sé að fara varlegar og vonandi að skjóta eitthvað minna upp af flugeldum heldur en það gerði,“ segir Hjalti. Það er ekki aðeins slysahætta sem stafar af flugeldum en varað hafði verið við mikilli svifryksmengun sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu, einkum hjá viðkvæmum hópum. „Það voru engar komur sem voru beinlýnis raktar til þess þannig að það voru engin bráð einkenni af þeirri óhóflegu mengun sem varð vegna flugeldanna í nótt en þar eru náttúrlega eiturefni sem eru skaðleg umhverfinu og heilsu fólks til langs tíma en það voru engar bráðar eitranir af því,“ segir Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Flugeldar Áramót Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Það er alla jafna mikið álag á bráðamóttöku á nýársnótt og var engin undantekning þar á í nótt að sögn Hjalta Más Björnssonar yfirlæknis hjá bráðamóttöku Landspítalans. „Því miður var talsvert um það að fólk gripi til ofbeldis á svona skemmtananótt og langmesta álagið var hreinlega bara vegna ölvunar og það var talsvert að gera í að sinna afleiðingum ofbeldis og ölvunar hérna í nótt,“ segir Hjalti. Nokkuð minna var þó um áverka vegna flugeldaslysa en oft áður að sögn Hjalta. „Nóttin var annasöm eins og venjan er á gamlárskvöld hjá okkur en það ánægjulega var að það var mjög lítið um flugeldaslys þessi áramótin. Það voru tveir einstaklingar sem komu sem betur fer bara með minniháttar áverka en það voru engir alvarlegir áverkar vegna flugelda þessi áramótin.“ Oft hafi verið meira um áverka vegna flugeldaslysa á nýársnótt. „Þetta er mun minna heldur en við höfum séð síðustu áramót og það virðist vera sem betur fer að fólk sé að fara varlegar og vonandi að skjóta eitthvað minna upp af flugeldum heldur en það gerði,“ segir Hjalti. Það er ekki aðeins slysahætta sem stafar af flugeldum en varað hafði verið við mikilli svifryksmengun sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu, einkum hjá viðkvæmum hópum. „Það voru engar komur sem voru beinlýnis raktar til þess þannig að það voru engin bráð einkenni af þeirri óhóflegu mengun sem varð vegna flugeldanna í nótt en þar eru náttúrlega eiturefni sem eru skaðleg umhverfinu og heilsu fólks til langs tíma en það voru engar bráðar eitranir af því,“ segir Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Flugeldar Áramót Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira