Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 1. janúar 2025 08:32 Píratar standa fyrir og stunda heiðarleg stjórnmál. Heiðarleg stjórnmál voru í reynd okkar einkunnarorð í síðustu kosningabaráttu til sveitastjórna árið 2022. Það gengur út á hvaða aðferðafræði við viljum beita í pólitík. Það snýst um að standa vörð um almannahag og þétta kerfin til að koma í veg fyrir spillingu. Þannig pössum við upp á að peningar séu til staðar fyrir það sem brýnast er að bæta. Það snýst um lýðræðislegar, upplýstar og faglegar ákvarðanir svo kerfið virki fyrir fólkið og fari vel með auðlindir og eignir almennings. Það er ekkert aukaatriði, smámál eða dúllerí sem vert er að huga að þegar allt annað er komið í lag. Það er stóra málið og það skiptir okkur öllu máli. Heiðarleg stjórnmál snúast um traust og að almenningur geti treyst kerfunum og stjórnmálunum og að þau virki fyrir sig. Þess vegna leggjum við alla áherslu á að skila árangri og að okkar fyrirheit fyrir kosningar standi þegar á hólminn er komið. Við könnumst öll við tilfinningu íslensks almennings fyrir því að öllu fögru sé lofað fyrir kosningar og að það sé svo svikið í fyrstu beygju en það eru ekki Píratar. Við leggjum alla áherslu á að standa við stóru orðin. Við viljum nota tímann okkar vel og við tökum tækifærinu til að bæta samfélagið okkar ekki sem sjálfsögðum hlut. Píratar hafa verið við völd í Reykjavík í tíu ár og þetta hafa verið miklir umbreytingatímar í borginni sem við erum stolt af. Hér ætla ég að stikla á stóru þegar kemur að mikilvægum og Píratalegum málum sem við höfum unnið að á árinu 2024 en það er af nógu að taka. Heiðarleg stjórnmál snúast um upplýstar og faglegar ákvarðanir og þar með loftslagsmál Heiðarleg stjórnmál snúast um að taka eins upplýsta og faglega ákvörðun og okkur er unnt miðað við fyrirliggjandi gögn og hlusta á vísindin. Einmitt þess vegna erum við græni flokkur Íslands og heyrum meira að segja til græna hópsins á Evrópuþinginu. Vísindin segja okkur að það er ekkert vit í öðru en að setja loftslagsmálin ansi ofarlega í forgangsröðuninni því öll önnur kerfi eru að verða og munu verða enn meira fyrir barðinu á því ef stjórnvöld taka ekki stórt skref í átt að samdrætti í gróðurhúsalofttegundum. Aftur; Það er ekkert dúlleri eða smámál sem má huga að þegar allt annað er komið í lag. Það er risastórt mál sem hefur áhrif á allt hitt sem við viljum hafa í lagi. Píratar róa öllum sínum árum í átt að grænni borg sem er öruggari fyrir börn og aðgengilegri óháð fötlun og færni. Við viljum skapa alvöru valfrelsi um ferðamáta, innleiða alvöru loftslagsaðgerðir, draga úr mengun og bæta loftgæði því það er óréttlátt að börn og fólk með öndunarfærasjúkdóma sé fast inni nokkra daga á ári hverju. Á árinu 2024 tryggðum við í samvinnu við meirihlutann, ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að Borgarlínan kemur með nýjum samgöngusáttmála auk 100 km hjólastíganets sem fylgir. Á komandi ári er svo stefnt að því að 50% íbúa búi í návígi við almennenningssamgöngur með 10 mínútna tíðni á annatíma, frá 16% sem búa við það í dag. Á árinu var að okkar frumkvæði samþykkt að ráðast í stefnumörkun um gönguvæna borg í fyrsta sinn um leið og fjármagn var tryggt næstu fimm árin í verkefnið með 500 milljónum í bæði aukið aðgengi fyrir gangandi og til að lækka hraða. Það tengist líka því að við höfum nú klárað innleiðingu hámarkshraðaáætlunar og verið er að setja upp ný hraðaskilti en við vitum að til að ná niður raunhraðanum þarf að ráðast í alvöru hraðalækkandi aðgerðir og breyta umhverfinu og þetta ætlum við sannarlega að gera og verður 200 af þessum 500 milljónum ráðstafað í þetta árlega á næstu árum. Við vitum að fjárfesting í innviðum virkar. Með tilkomu hjólreiðaáætlunar í fyrsta sinn 2010 og stóraukinni fjárfestingu í hjólastígum í kjölfarið fór hlutdeild hjólreiða úr 2% á árinu 2010 í um 8% í dag. En það er fleira. Göngugötur hafa aldrei verið fleiri en nú, bílarnir eru horfnir frá Hlemmi með Hlemmtorginu sem er að fæðast. Austurstrætið varð endilangt að göngugötu í sumar. Opnuð var fríbúð í Gerðubergi enda hæsta markmið í úrgangspýramídanum að draga úr sóun og úrgangi. Undir minni stjórnarformennsku í Strætó bs á árinu höfum við einblínt á þjónustu, úrbætur og faglega umgjörð. Nú höfum við lokið við að innleiða snertilausar greiðslur hjá Strætó. Við erum með þessu komin í fremstu röð í greiðsluþjónustu sem önnur höfuðborg Norðurlandanna til að innleiða svona lausn og meðal einungis um 100 borga á heimsvísu. Þessu fylgir svo greiðsluþakið Kapp sem takmarkar hvað þú þarft að greiða innan sólarhrings og viku. Auk þessa höfum við ráðist í umfangsmikla þjónustugreiningarvinnu, hulduheimsóknir, lifandi þjónustukannanir, þjónustunámskeið vagnstjóra og planið er að uppfæra þjónustustefnuna á þeim grunni og setja notandann í enn meiri forgang. Heiðarleg stjórnmál snúast um almannahag Heiðarleg stjórnmál snúast um að gera það sem er rétt að gera hverju sinni fyrir sem flest svo að þjónusta hins opinbera og svo kerfin okkar þjóni okkur vel. Þess vegna höfum við ekki viljað skilgreina okkur út frá hægri og vinstri kreddum sem takmarka í okkar för að settu marki sem er það sem best er fyrir almenning hverju sinni. Stundum er lausnin að bjóða út, stundum er lausnin að innvista. Okkar ákvörðun um slíkt byggir á hvað gögnin segja um hagkvæmni um leið og við tryggjum góða þjónustu. Því það er hlutverk hins opinbera. Síðan við settumst í borgarstjórn höfum við farið fyrir málaflokki stafrænna umbreytinga sem snýst um að nútímavæða þjónustu, einfalda ferlana og spara óþarfa handtök sem sparar einnig fjármuni og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Borgin er með mikilli fjárfestingu í þessu verkefni komin í fremstu röð og vann á árinu alþjóðlegu verðlaunin Seoul smart city prize fyrir lykilverkefni. Allir 143 umsóknarferla borgarinnar hafa verið gerðir algjörlega stafrænir og notendavænir. Í stað þess að ferðast á milli með útprentuð skjöl og undirritanir er hægt að klára málið heima með sjálfsafgreiðslu. Einfalt og þægilegt. Stafræn byggingagátt ein og sér færir okkur sparnað sem nemur akstri 1,6 hring í kringum jörðina á ári og 10,4 tonn af koltvísýringi. Heiðarleg stjórmmál snúast um mannréttindi og réttlæti Heiðarleg stjórnmál snúast um að verja hina valdaminni frá yfirgangi hinna valdameiri í hvaða formi sem þau völd svo sem koma hvort sem það eru forréttindi í formi fjármuna, stöðu eða tengsla. Þess vegna stöndum við með jaðarsettum hópum, viljum tryggja aðgengi og gefum ekki afslátt af mannréttindum. Á árinu 2024 var opnun varanlegs neyslurýmis í risastórt mannréttinda- og velferðarmál sem snýst um að tryggja öryggi, mannréttindi og velferð þeirra sem mestan stuðninginn þurfa. Að hjálpa og fræða frekar en að hræða og skammast. Skaðaminnkun er orðið eitt af leiðarljósum í velferðarmálum borgarinnar og neyslurýmið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og byggir á lögum sem eiga rætur sínar að rekja til þingsályktunar Pírata um málaflokkinn. Mikilvægt ofbeldisvarnarmál sem unnið var undir forystu Pírata í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði var stofnun sérstaks vettvangs hagsmunaaðila og grasrótarsamtaka til þess að berjast gegn ofbeldi hjá ungmennum. Þörfin hefur aldrei verið meiri í samfélagingu en núna þegar ofbeldi hefur farið stigvaxandi hjá ungu fólki. Heiðarleg stjórnmál eru lýðræðisleg stjórnmál Heiðarleg stjórnmál eru lýðræðisleg stjórnmál með auðmýkt að leiðarljósi. Við höldum ekki að við vitum allt best sem erum kjörin til að þjóna almenningi, við viljum frekar hlusta á þau sem best þekkja til og það er það sem okkar lýðræðishugsjón gengur út á. Á árinu var haldið fyrsta borgaraþing Reykjavíkur sem er hluti af innleiðingu fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur sem unnin var undir forystu Pírata. Hófust að sama skapi skólaheimsóknir í Ráðhúsið til að fræða nemendur um störf kjörinna fulltrúa og stjórnkerfið okkar, lýðræðið í verki. Unnið hefur verið að því að bæta ábendingagátt borgarinnar og bregðast við af snerpu þegar látið er vita af einhverju sem bæta þarf úr. Svo eru það dæmin um ósætti við ákvarðanir þar sem við höfum verið auðmjúk, hlustað og breytt af leið eða nýtt okkur íbúakannanir til að ákvarða næstu skref. Síðla árs 2023 voru íbúakannanir framkvæmdar sem forsendur ákvarðanna og nú á þessu ári var ákveðið að afturkalla tillögu um breytingu á fyrirkomulagi brenna fyrir þessi áramót, í ljósi umkvartanna. Píratar í borgarstjórn óska borgarbúum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Við þökkum fyrir stuðninginn, traustið og samstarfið á árinu. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Borgarstjórn Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Píratar standa fyrir og stunda heiðarleg stjórnmál. Heiðarleg stjórnmál voru í reynd okkar einkunnarorð í síðustu kosningabaráttu til sveitastjórna árið 2022. Það gengur út á hvaða aðferðafræði við viljum beita í pólitík. Það snýst um að standa vörð um almannahag og þétta kerfin til að koma í veg fyrir spillingu. Þannig pössum við upp á að peningar séu til staðar fyrir það sem brýnast er að bæta. Það snýst um lýðræðislegar, upplýstar og faglegar ákvarðanir svo kerfið virki fyrir fólkið og fari vel með auðlindir og eignir almennings. Það er ekkert aukaatriði, smámál eða dúllerí sem vert er að huga að þegar allt annað er komið í lag. Það er stóra málið og það skiptir okkur öllu máli. Heiðarleg stjórnmál snúast um traust og að almenningur geti treyst kerfunum og stjórnmálunum og að þau virki fyrir sig. Þess vegna leggjum við alla áherslu á að skila árangri og að okkar fyrirheit fyrir kosningar standi þegar á hólminn er komið. Við könnumst öll við tilfinningu íslensks almennings fyrir því að öllu fögru sé lofað fyrir kosningar og að það sé svo svikið í fyrstu beygju en það eru ekki Píratar. Við leggjum alla áherslu á að standa við stóru orðin. Við viljum nota tímann okkar vel og við tökum tækifærinu til að bæta samfélagið okkar ekki sem sjálfsögðum hlut. Píratar hafa verið við völd í Reykjavík í tíu ár og þetta hafa verið miklir umbreytingatímar í borginni sem við erum stolt af. Hér ætla ég að stikla á stóru þegar kemur að mikilvægum og Píratalegum málum sem við höfum unnið að á árinu 2024 en það er af nógu að taka. Heiðarleg stjórnmál snúast um upplýstar og faglegar ákvarðanir og þar með loftslagsmál Heiðarleg stjórnmál snúast um að taka eins upplýsta og faglega ákvörðun og okkur er unnt miðað við fyrirliggjandi gögn og hlusta á vísindin. Einmitt þess vegna erum við græni flokkur Íslands og heyrum meira að segja til græna hópsins á Evrópuþinginu. Vísindin segja okkur að það er ekkert vit í öðru en að setja loftslagsmálin ansi ofarlega í forgangsröðuninni því öll önnur kerfi eru að verða og munu verða enn meira fyrir barðinu á því ef stjórnvöld taka ekki stórt skref í átt að samdrætti í gróðurhúsalofttegundum. Aftur; Það er ekkert dúlleri eða smámál sem má huga að þegar allt annað er komið í lag. Það er risastórt mál sem hefur áhrif á allt hitt sem við viljum hafa í lagi. Píratar róa öllum sínum árum í átt að grænni borg sem er öruggari fyrir börn og aðgengilegri óháð fötlun og færni. Við viljum skapa alvöru valfrelsi um ferðamáta, innleiða alvöru loftslagsaðgerðir, draga úr mengun og bæta loftgæði því það er óréttlátt að börn og fólk með öndunarfærasjúkdóma sé fast inni nokkra daga á ári hverju. Á árinu 2024 tryggðum við í samvinnu við meirihlutann, ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að Borgarlínan kemur með nýjum samgöngusáttmála auk 100 km hjólastíganets sem fylgir. Á komandi ári er svo stefnt að því að 50% íbúa búi í návígi við almennenningssamgöngur með 10 mínútna tíðni á annatíma, frá 16% sem búa við það í dag. Á árinu var að okkar frumkvæði samþykkt að ráðast í stefnumörkun um gönguvæna borg í fyrsta sinn um leið og fjármagn var tryggt næstu fimm árin í verkefnið með 500 milljónum í bæði aukið aðgengi fyrir gangandi og til að lækka hraða. Það tengist líka því að við höfum nú klárað innleiðingu hámarkshraðaáætlunar og verið er að setja upp ný hraðaskilti en við vitum að til að ná niður raunhraðanum þarf að ráðast í alvöru hraðalækkandi aðgerðir og breyta umhverfinu og þetta ætlum við sannarlega að gera og verður 200 af þessum 500 milljónum ráðstafað í þetta árlega á næstu árum. Við vitum að fjárfesting í innviðum virkar. Með tilkomu hjólreiðaáætlunar í fyrsta sinn 2010 og stóraukinni fjárfestingu í hjólastígum í kjölfarið fór hlutdeild hjólreiða úr 2% á árinu 2010 í um 8% í dag. En það er fleira. Göngugötur hafa aldrei verið fleiri en nú, bílarnir eru horfnir frá Hlemmi með Hlemmtorginu sem er að fæðast. Austurstrætið varð endilangt að göngugötu í sumar. Opnuð var fríbúð í Gerðubergi enda hæsta markmið í úrgangspýramídanum að draga úr sóun og úrgangi. Undir minni stjórnarformennsku í Strætó bs á árinu höfum við einblínt á þjónustu, úrbætur og faglega umgjörð. Nú höfum við lokið við að innleiða snertilausar greiðslur hjá Strætó. Við erum með þessu komin í fremstu röð í greiðsluþjónustu sem önnur höfuðborg Norðurlandanna til að innleiða svona lausn og meðal einungis um 100 borga á heimsvísu. Þessu fylgir svo greiðsluþakið Kapp sem takmarkar hvað þú þarft að greiða innan sólarhrings og viku. Auk þessa höfum við ráðist í umfangsmikla þjónustugreiningarvinnu, hulduheimsóknir, lifandi þjónustukannanir, þjónustunámskeið vagnstjóra og planið er að uppfæra þjónustustefnuna á þeim grunni og setja notandann í enn meiri forgang. Heiðarleg stjórnmál snúast um almannahag Heiðarleg stjórnmál snúast um að gera það sem er rétt að gera hverju sinni fyrir sem flest svo að þjónusta hins opinbera og svo kerfin okkar þjóni okkur vel. Þess vegna höfum við ekki viljað skilgreina okkur út frá hægri og vinstri kreddum sem takmarka í okkar för að settu marki sem er það sem best er fyrir almenning hverju sinni. Stundum er lausnin að bjóða út, stundum er lausnin að innvista. Okkar ákvörðun um slíkt byggir á hvað gögnin segja um hagkvæmni um leið og við tryggjum góða þjónustu. Því það er hlutverk hins opinbera. Síðan við settumst í borgarstjórn höfum við farið fyrir málaflokki stafrænna umbreytinga sem snýst um að nútímavæða þjónustu, einfalda ferlana og spara óþarfa handtök sem sparar einnig fjármuni og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Borgin er með mikilli fjárfestingu í þessu verkefni komin í fremstu röð og vann á árinu alþjóðlegu verðlaunin Seoul smart city prize fyrir lykilverkefni. Allir 143 umsóknarferla borgarinnar hafa verið gerðir algjörlega stafrænir og notendavænir. Í stað þess að ferðast á milli með útprentuð skjöl og undirritanir er hægt að klára málið heima með sjálfsafgreiðslu. Einfalt og þægilegt. Stafræn byggingagátt ein og sér færir okkur sparnað sem nemur akstri 1,6 hring í kringum jörðina á ári og 10,4 tonn af koltvísýringi. Heiðarleg stjórmmál snúast um mannréttindi og réttlæti Heiðarleg stjórnmál snúast um að verja hina valdaminni frá yfirgangi hinna valdameiri í hvaða formi sem þau völd svo sem koma hvort sem það eru forréttindi í formi fjármuna, stöðu eða tengsla. Þess vegna stöndum við með jaðarsettum hópum, viljum tryggja aðgengi og gefum ekki afslátt af mannréttindum. Á árinu 2024 var opnun varanlegs neyslurýmis í risastórt mannréttinda- og velferðarmál sem snýst um að tryggja öryggi, mannréttindi og velferð þeirra sem mestan stuðninginn þurfa. Að hjálpa og fræða frekar en að hræða og skammast. Skaðaminnkun er orðið eitt af leiðarljósum í velferðarmálum borgarinnar og neyslurýmið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og byggir á lögum sem eiga rætur sínar að rekja til þingsályktunar Pírata um málaflokkinn. Mikilvægt ofbeldisvarnarmál sem unnið var undir forystu Pírata í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði var stofnun sérstaks vettvangs hagsmunaaðila og grasrótarsamtaka til þess að berjast gegn ofbeldi hjá ungmennum. Þörfin hefur aldrei verið meiri í samfélagingu en núna þegar ofbeldi hefur farið stigvaxandi hjá ungu fólki. Heiðarleg stjórnmál eru lýðræðisleg stjórnmál Heiðarleg stjórnmál eru lýðræðisleg stjórnmál með auðmýkt að leiðarljósi. Við höldum ekki að við vitum allt best sem erum kjörin til að þjóna almenningi, við viljum frekar hlusta á þau sem best þekkja til og það er það sem okkar lýðræðishugsjón gengur út á. Á árinu var haldið fyrsta borgaraþing Reykjavíkur sem er hluti af innleiðingu fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur sem unnin var undir forystu Pírata. Hófust að sama skapi skólaheimsóknir í Ráðhúsið til að fræða nemendur um störf kjörinna fulltrúa og stjórnkerfið okkar, lýðræðið í verki. Unnið hefur verið að því að bæta ábendingagátt borgarinnar og bregðast við af snerpu þegar látið er vita af einhverju sem bæta þarf úr. Svo eru það dæmin um ósætti við ákvarðanir þar sem við höfum verið auðmjúk, hlustað og breytt af leið eða nýtt okkur íbúakannanir til að ákvarða næstu skref. Síðla árs 2023 voru íbúakannanir framkvæmdar sem forsendur ákvarðanna og nú á þessu ári var ákveðið að afturkalla tillögu um breytingu á fyrirkomulagi brenna fyrir þessi áramót, í ljósi umkvartanna. Píratar í borgarstjórn óska borgarbúum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Við þökkum fyrir stuðninginn, traustið og samstarfið á árinu. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun