Drengurinn komin í heminn þann 5. desember síðastliðinn og er fyrsta barn parsins.
Í færslunni segir sonur þeirra hafi verið nefndur Stefán í höfðuðið á bróður Óskars Loga, sem féll frá langt fyrir aldur fram.
„Við Bjarmi misstum af miklu að fá aldrei að kynnast honum, en við þekkjum hann í gegnum sögurnar og minningar ástvina hans af honum. Bjarmi er út í bláinn og er búið að vera nafnið hans síðan hann var lítil baun í mömmumalla,“ skrifar Vala við færsluna og deilir myndum úr athöfninni sem var haldin í heimahúsi í návist þeirra nánustu.
Vala og Óskar Logi opinberuðu samband sitt í lok síðasta árs.
Vala starfar sem framleiðandi og tæknistjóri morgunútvarpsins á Rás, auk þess sem hún heldur utan um plötu vikunnar.
Óskar Logi er einn reynslumesti rokkari landsins og hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan síðan hann var í grunnskóla á Álftanesinu árið 2006. Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því þegar liðsmenn sveitarinnar krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það.