Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. desember 2024 14:01 Heilsu- og vinnusálfræðingurinn Hildur Guðmundsdóttir býr í Amsterdam með kærastanum Max. Aðsend „Eins mikið og ég elska Ísland þá var ég mjög meðvituð um hvað við erum lítið og frekar einangrað land,“ segir heilsu- og vinnusálfræðingurinn Hildur Guðmundsdóttir sem er búsett ásamt hollenskum kærasta sínum í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og ævintýrin úti. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að flytja til Hollands? Ég var lengi búin að vera spennt fyrir að flytja erlendis og fara út fyrir þægindahringinn. Þegar ég útskrifaðist með BS í sálfræði frá HÍ, fannst mér tilvalið að fara í meistaranám úti. Ég hafði mikinn áhuga á heilsusálfræði og valið stóð aðallega á milli Hollands og Bretlands. Ég var mikið spenntari fyrir Hollandi, komst svo inn í meistaranám í heilsu- og vinnusálfræði við Utrecht University og flutti þá til Hollands. Hildur var spennt fyrir því að flytja erlendis og leist mjög vel á Holland.Aðsend Hvað sérðu fram á að búa lengi úti? Okkur kærastann minn langar að fjárfesta í íbúð úti fljótlega og eftir nokkur ár langar okkur svo að prófa að búa á Íslandi saman og leigja út íbúðina okkar á meðan. Síðan kemur bara í ljós hvernig allt þróast. Ég hef lært að það þýðir ekki að gera of mikil plön fram í tímann því lífið kemur sífellt á óvart, en það er líka það sem er svo skemmtilegt og spennandi við það. Hildur fylgir flæðinu í tilverunni og segir ekki hægt að ákveða of mikið fram í tímann.Aðsend Hafði það verið draumur hjá þér lengi að flytja erlendis? Já, ég hafði lengi verið spennt fyrir því að flytja erlendis. Ég var alltaf mjög forvitin þegar ég sá aðra Íslendinga flytja erlendis og fara í nám og jafnvel byrja í vinnu úti. Eins mikið og ég elska Ísland þá var ég mjög meðvituð um hvað við erum lítið og frekar einangrað land miðað við önnur lönd á meginlandinu. Ég vissi að það að flytja út myndi víkka sjóndeildarhringinn minn mikið, kenna mér að standa á eigin fótum og læra ýmislegt nýtt um sjálfa mig. Hildur elskar lífið í Hollandi.Aðsend Hvernig er daglegt líf úti? Ég elska daglegt líf úti í Hollandi. Það sem ég elska mest er hvað maður er aktífur á hverjum degi, maður annað hvort hjólar eða labbar á milli staða þar sem það er lítið um bílanotkun, enda er Amsterdam alls ekki bílvæn borg. Andrúmsloftið er mjög vinalegt og hlýlegt, Hollendingar eru almennt mjög vingjarnlegir og opnir. Það er svo létt að kynnast fólki, og þá sérstaklega alþjóðlegu fólki, en um helmingur íbúa í Amsterdam eru frá öðrum uppruna. Það er mjög algengt að fólk hittist eftir vinnu á fimmtudögum eða föstudögum og fari út í drykki saman, það er alltaf mikið líf. Mér finnst ég líka alltaf mjög örugg hvert sem ég fer í Hollandi. Ég heyrði einhvern tímann að algengasti glæpurinn þar væri hjólaþjófnaður, sem væri frekar týpískt, þó ég sé ekki viss hvort það sé satt! Hildur elskar að geta ferðast um á hjóli.Aðsend Hvað fórstu að læra og hvað varð til þess að þú valdir það? Ég fór að læra heilsu- og vinnusálfræði, ástæðan fyrir því er að ég hef alltaf brunnið fyrir heilsu og vellíðan, bæði líkamlegri og andlegri. Síðan fann ég þennan master þar sem ég gat líka lært um vinnusálfræðina, sem varð til þess að ég fékk mikinn áhuga á vellíðan fólks á vinnustöðum og almennri starfsánægju. Hildur hefur brennandi áhuga á andlegri og líkamlegri heilsu og einblýndi á það í meistaranámi sínu.Aðsend Við hvað vinnur þú? Ég vinn á mannauðssviði hjá þýskri íbúðahótel keðju sem heitir Numa Stays. Eftir að ég fékk áhuga á vinnusálfræði, ákvað ég að vinna á mannauðssviði til að leggja áherslu á að setja starfsfólkið í fyrsta sæti. Því miður eru enn ekki nógu mörg fyrirtæki með deildir sem einblína á vellíðan á vinnustöðum, kulnun og starfsmannaveltu, en það er samt rólega að breytast. Mig langar einn daginn að vinna á slíku sviði og einbeita mér þá að því að bæta vinnuumhverfi út frá vinnusálfræðinni. Hvernig kynntist þú makanum þínum úti? Við kynntumst á stefnumótaforritinu Tinder, ég bjó enn í Utrecht þá og var nýbúin að klára meistaranámið mitt. Kærastinn minn var þá nýfluttur til Amsterdam og við eyddum miklum tíma saman þar fyrstu mánuðina þegar við vorum að byrja að deita. Hann sýndi mér ýmsa staði í Amsterdam sem ég hafði ekki kynnst almennilega áður. Ég féll þá ennþá meira fyrir Amsterdam og við ákváðum þegar við vorum búin að vera saman í ár að flytja inn saman í Amsterdam. Ég sé alls ekki eftir því enda svo mikið að gera og upplifa þar. Hildur og Max kynntust á Tinder og Max kynnti Hildi almennilega fyrir Amsterdam.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við að búa úti? Það sem mér finnst skemmtilegast við að búa úti er að upplifa alltaf eitthvað nýtt og fara reglulega út fyrir þægindahringinn. Ég elska líka hvað það er auðvelt að kynnast fólki úr alls konar menningarheimum og eignast fjölbreyttan vinahóp. Til dæmis hef ég notað forritið Bumble BFF mikið til að hitta nýtt fólk en þá „svæpar“ maður fólk sem mann myndi langa að kynnast og eignast sem vini. Þannig hef ég eignast margar góðar vinkonur frá ólíkum löndum. Hildur hefur eignast marga vini í gegnum forritið Bumble BFF. Aðsend Hvað er mest krefjandi? Það sem mér finnst mest krefjandi við að búa úti er að búa í burtu frá fjölskyldu og vinum heima á Íslandi. Síðan er tilfinningin að finnast maður ekki alveg fyllilega tilheyra, þar sem maður kemur frá öðru landi og er ekki enn reiprennandi í tungumálinu. Ég er þó að vinna í því að læra hollenskuna og er vongóð að ég geti talað hana án nokkurra vandræða áður en ég veit af. Huggulegt og rómó í Amsterdam.Aðsend Finnurðu fyrir heimþrá einhvern tíma? Já, það gerist stundum, sérstaklega þegar ég er nýkomin frá Íslandi. Heimþráin tengist mest því að sakna fólksins heima, fjölskyldunnar og vinanna. Það er erfitt að vera langt frá þeim og geta ekki hitt þau hvenær sem er. En á móti verður tíminn þegar maður er með fólkinu sínu öðruvísi og maður kann að meta hann enn þá meira. Tíminn verður dýrmætari og maður lærir að meta gæðin fram yfir magnið. View this post on Instagram A post shared by Hildur Guðmundsdóttir (@hildurgudm) Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Ég myndi segja hversu mikið þetta er þess virði, þrátt fyrir allar áskoranirnar sem fylgja því að flytja í nýtt land þar sem maður þekkir engan og þarf að byggja upp alveg nýtt líf. Þegar maður hefur tekið það stóra skref, opnast dyr að svo mörgu sem maður hefði ekki áttað sig á annars. Til dæmis mikið um ógleymanlega upplifun, nýjar vináttur, aukið hugrekki, sjálfstraust og dýrmæt þekking, til að nefna nokkra hluti. Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að flytja til Hollands? Ég var lengi búin að vera spennt fyrir að flytja erlendis og fara út fyrir þægindahringinn. Þegar ég útskrifaðist með BS í sálfræði frá HÍ, fannst mér tilvalið að fara í meistaranám úti. Ég hafði mikinn áhuga á heilsusálfræði og valið stóð aðallega á milli Hollands og Bretlands. Ég var mikið spenntari fyrir Hollandi, komst svo inn í meistaranám í heilsu- og vinnusálfræði við Utrecht University og flutti þá til Hollands. Hildur var spennt fyrir því að flytja erlendis og leist mjög vel á Holland.Aðsend Hvað sérðu fram á að búa lengi úti? Okkur kærastann minn langar að fjárfesta í íbúð úti fljótlega og eftir nokkur ár langar okkur svo að prófa að búa á Íslandi saman og leigja út íbúðina okkar á meðan. Síðan kemur bara í ljós hvernig allt þróast. Ég hef lært að það þýðir ekki að gera of mikil plön fram í tímann því lífið kemur sífellt á óvart, en það er líka það sem er svo skemmtilegt og spennandi við það. Hildur fylgir flæðinu í tilverunni og segir ekki hægt að ákveða of mikið fram í tímann.Aðsend Hafði það verið draumur hjá þér lengi að flytja erlendis? Já, ég hafði lengi verið spennt fyrir því að flytja erlendis. Ég var alltaf mjög forvitin þegar ég sá aðra Íslendinga flytja erlendis og fara í nám og jafnvel byrja í vinnu úti. Eins mikið og ég elska Ísland þá var ég mjög meðvituð um hvað við erum lítið og frekar einangrað land miðað við önnur lönd á meginlandinu. Ég vissi að það að flytja út myndi víkka sjóndeildarhringinn minn mikið, kenna mér að standa á eigin fótum og læra ýmislegt nýtt um sjálfa mig. Hildur elskar lífið í Hollandi.Aðsend Hvernig er daglegt líf úti? Ég elska daglegt líf úti í Hollandi. Það sem ég elska mest er hvað maður er aktífur á hverjum degi, maður annað hvort hjólar eða labbar á milli staða þar sem það er lítið um bílanotkun, enda er Amsterdam alls ekki bílvæn borg. Andrúmsloftið er mjög vinalegt og hlýlegt, Hollendingar eru almennt mjög vingjarnlegir og opnir. Það er svo létt að kynnast fólki, og þá sérstaklega alþjóðlegu fólki, en um helmingur íbúa í Amsterdam eru frá öðrum uppruna. Það er mjög algengt að fólk hittist eftir vinnu á fimmtudögum eða föstudögum og fari út í drykki saman, það er alltaf mikið líf. Mér finnst ég líka alltaf mjög örugg hvert sem ég fer í Hollandi. Ég heyrði einhvern tímann að algengasti glæpurinn þar væri hjólaþjófnaður, sem væri frekar týpískt, þó ég sé ekki viss hvort það sé satt! Hildur elskar að geta ferðast um á hjóli.Aðsend Hvað fórstu að læra og hvað varð til þess að þú valdir það? Ég fór að læra heilsu- og vinnusálfræði, ástæðan fyrir því er að ég hef alltaf brunnið fyrir heilsu og vellíðan, bæði líkamlegri og andlegri. Síðan fann ég þennan master þar sem ég gat líka lært um vinnusálfræðina, sem varð til þess að ég fékk mikinn áhuga á vellíðan fólks á vinnustöðum og almennri starfsánægju. Hildur hefur brennandi áhuga á andlegri og líkamlegri heilsu og einblýndi á það í meistaranámi sínu.Aðsend Við hvað vinnur þú? Ég vinn á mannauðssviði hjá þýskri íbúðahótel keðju sem heitir Numa Stays. Eftir að ég fékk áhuga á vinnusálfræði, ákvað ég að vinna á mannauðssviði til að leggja áherslu á að setja starfsfólkið í fyrsta sæti. Því miður eru enn ekki nógu mörg fyrirtæki með deildir sem einblína á vellíðan á vinnustöðum, kulnun og starfsmannaveltu, en það er samt rólega að breytast. Mig langar einn daginn að vinna á slíku sviði og einbeita mér þá að því að bæta vinnuumhverfi út frá vinnusálfræðinni. Hvernig kynntist þú makanum þínum úti? Við kynntumst á stefnumótaforritinu Tinder, ég bjó enn í Utrecht þá og var nýbúin að klára meistaranámið mitt. Kærastinn minn var þá nýfluttur til Amsterdam og við eyddum miklum tíma saman þar fyrstu mánuðina þegar við vorum að byrja að deita. Hann sýndi mér ýmsa staði í Amsterdam sem ég hafði ekki kynnst almennilega áður. Ég féll þá ennþá meira fyrir Amsterdam og við ákváðum þegar við vorum búin að vera saman í ár að flytja inn saman í Amsterdam. Ég sé alls ekki eftir því enda svo mikið að gera og upplifa þar. Hildur og Max kynntust á Tinder og Max kynnti Hildi almennilega fyrir Amsterdam.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við að búa úti? Það sem mér finnst skemmtilegast við að búa úti er að upplifa alltaf eitthvað nýtt og fara reglulega út fyrir þægindahringinn. Ég elska líka hvað það er auðvelt að kynnast fólki úr alls konar menningarheimum og eignast fjölbreyttan vinahóp. Til dæmis hef ég notað forritið Bumble BFF mikið til að hitta nýtt fólk en þá „svæpar“ maður fólk sem mann myndi langa að kynnast og eignast sem vini. Þannig hef ég eignast margar góðar vinkonur frá ólíkum löndum. Hildur hefur eignast marga vini í gegnum forritið Bumble BFF. Aðsend Hvað er mest krefjandi? Það sem mér finnst mest krefjandi við að búa úti er að búa í burtu frá fjölskyldu og vinum heima á Íslandi. Síðan er tilfinningin að finnast maður ekki alveg fyllilega tilheyra, þar sem maður kemur frá öðru landi og er ekki enn reiprennandi í tungumálinu. Ég er þó að vinna í því að læra hollenskuna og er vongóð að ég geti talað hana án nokkurra vandræða áður en ég veit af. Huggulegt og rómó í Amsterdam.Aðsend Finnurðu fyrir heimþrá einhvern tíma? Já, það gerist stundum, sérstaklega þegar ég er nýkomin frá Íslandi. Heimþráin tengist mest því að sakna fólksins heima, fjölskyldunnar og vinanna. Það er erfitt að vera langt frá þeim og geta ekki hitt þau hvenær sem er. En á móti verður tíminn þegar maður er með fólkinu sínu öðruvísi og maður kann að meta hann enn þá meira. Tíminn verður dýrmætari og maður lærir að meta gæðin fram yfir magnið. View this post on Instagram A post shared by Hildur Guðmundsdóttir (@hildurgudm) Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Ég myndi segja hversu mikið þetta er þess virði, þrátt fyrir allar áskoranirnar sem fylgja því að flytja í nýtt land þar sem maður þekkir engan og þarf að byggja upp alveg nýtt líf. Þegar maður hefur tekið það stóra skref, opnast dyr að svo mörgu sem maður hefði ekki áttað sig á annars. Til dæmis mikið um ógleymanlega upplifun, nýjar vináttur, aukið hugrekki, sjálfstraust og dýrmæt þekking, til að nefna nokkra hluti.
Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira