Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar 23. desember 2024 09:32 Á Þorláksmessu hvert ár er gengið fyrir friði í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Fjölmargir taka sér frí frá jólastressinu til að ganga með tendruð ljós og hlýða á friðarboðskap og fagra tóna. Þetta er falleg hefð sem undirstrikar að jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Það er því miður sjaldnast raunin ef litið er út fyrir landsteinana, nú eru það Palestína, Súdan og Úkraína sem helst loga. En í ár er Ísland heldur ekki svo fjarri heimsins vígaslóð. Bandarískir hermenn hafa komið sér aftur fyrir á Miðnesheiði þar sem standa yfir miklar framkvæmdir. Þær miða ekki að því að efla varnir Íslands, enda gera sprengjuþotur og kjarnorkukafbátar lítið gagn gegn þeim ógnum sem raunverulega steðja að landinu, heldur að vígvæðingu norðurslóða. Mörgum brá við þessar fréttir í byrjun mánaðar en friðarsinnar hafa lengi varað við því að Ísland væri aftur að dragast inn í átök kjarnorkuveldanna. Í ár var líka ljóstrað upp um það að Ísland hefði í fyrsta sinn tekið það skref að vopna her sem stendur í stríðsátökum. Síðasta ríkisstjórn setti hátt í milljarð króna í sjóði sem kaupa vopn handa Úkraínuher og þáverandi utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson setti 300 milljónir aukalega í kaup á skotfærum ásamt Tékklandi. Í nýsamþykktum fjárlögum er stefnt að svipuðum upphæðum til kaupa á drápstólum fyrir stríðshrjáð land sem þarf vissulega hjálp, en síst af öllu meiri dauða og limlestingar. Skoðanakannanir staðfesta að meirihluti Íslendinga er andvígur vopnakaupum íslenska ríkisins. Vonandi hlustar ný ríkisstjórn á þessa kröfu og kröfu friðarsinna í dag um að Ísland sem herlaust land eigi ekki að styðja við hernað. Það er heldur ekki of seint að snúa af braut vígbúnaðar á norðurslóðum. Slík hervæðing getur kallað yfir okkur mun verri hörmungar en nokkrar sem við gætum varist með vopnavaldi. Það væri sannarlega í anda jólanna ef Ísland gæti orðið málsvari friðar og afvopnunar á alþjóðavettvangi. Það er yfrið nóg til af vopnum og herstöðvum í heiminum en allt of lítið af friði og kærleik. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á Þorláksmessu hvert ár er gengið fyrir friði í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Fjölmargir taka sér frí frá jólastressinu til að ganga með tendruð ljós og hlýða á friðarboðskap og fagra tóna. Þetta er falleg hefð sem undirstrikar að jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Það er því miður sjaldnast raunin ef litið er út fyrir landsteinana, nú eru það Palestína, Súdan og Úkraína sem helst loga. En í ár er Ísland heldur ekki svo fjarri heimsins vígaslóð. Bandarískir hermenn hafa komið sér aftur fyrir á Miðnesheiði þar sem standa yfir miklar framkvæmdir. Þær miða ekki að því að efla varnir Íslands, enda gera sprengjuþotur og kjarnorkukafbátar lítið gagn gegn þeim ógnum sem raunverulega steðja að landinu, heldur að vígvæðingu norðurslóða. Mörgum brá við þessar fréttir í byrjun mánaðar en friðarsinnar hafa lengi varað við því að Ísland væri aftur að dragast inn í átök kjarnorkuveldanna. Í ár var líka ljóstrað upp um það að Ísland hefði í fyrsta sinn tekið það skref að vopna her sem stendur í stríðsátökum. Síðasta ríkisstjórn setti hátt í milljarð króna í sjóði sem kaupa vopn handa Úkraínuher og þáverandi utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson setti 300 milljónir aukalega í kaup á skotfærum ásamt Tékklandi. Í nýsamþykktum fjárlögum er stefnt að svipuðum upphæðum til kaupa á drápstólum fyrir stríðshrjáð land sem þarf vissulega hjálp, en síst af öllu meiri dauða og limlestingar. Skoðanakannanir staðfesta að meirihluti Íslendinga er andvígur vopnakaupum íslenska ríkisins. Vonandi hlustar ný ríkisstjórn á þessa kröfu og kröfu friðarsinna í dag um að Ísland sem herlaust land eigi ekki að styðja við hernað. Það er heldur ekki of seint að snúa af braut vígbúnaðar á norðurslóðum. Slík hervæðing getur kallað yfir okkur mun verri hörmungar en nokkrar sem við gætum varist með vopnavaldi. Það væri sannarlega í anda jólanna ef Ísland gæti orðið málsvari friðar og afvopnunar á alþjóðavettvangi. Það er yfrið nóg til af vopnum og herstöðvum í heiminum en allt of lítið af friði og kærleik. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun