Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 22. desember 2024 12:03 Góð vinkona mín kom einhverju sinni með áhugaverðan punkt varðandi jólin. Frá þeim aldri sem við hættum að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei söm. Það er nokkuð til í því. Spenningurinn fyrir gjöfunum minnkar með aldrinum og annað fer að skipta meira máli. Ég á enn fyrstu bókina sem ég las fram á jólanótt. Þetta er Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard. Miðað við útgáfuár bókarinnar hef ég verið 9 ára gömul. Þegar líður á unglingsár breytast áherslurnar og partý og áramótaböll taka við af hinum hefðbundna jólaanda. Ég á enn jólakort þar sem sendendur bæta við hefðbundnar jólakveðjur „sjáumst á áramótaballinu í Valaskjálf.“ Þarna var ég á lokaári í grunnskóla. Á fullorðinsárum taka við fjölskyldujól með maka og börnum. Síðan vaxa börnin úr grasi og þá þarf að endurskilgreina jólin og jólahefðirnar. En lífið er ekki alveg svona einfalt. Því miður erum við ekki öll svo heppin að eiga kærleiksríkar minningar frá æskujólunum. Erfiðleikar í fjölskyldum eru af ýmsum toga og hjá sumum er aðdragandi jóla stöðug áminning um það sem fór úrskeiðis. Á fullorðinsaldri geta veikindi, skilnaðir, dauðsföll og önnur áföll og erfiðleikar sett strik í reikninginn og við þurfum sífellt að endurskilgreina okkar eigin jólaanda og hvað gefi okkur gleði í aðdraganda jóla og á jólunum sjálfum. Það er auðvelt að sitja í sársaukafullum minningum um fortíðina á þessum árstíma, dvelja við það sem var, er ekki lengur og verður aldrei eins. Til að njóta jólanna sem best er mikilvægt að endurskapa jólin með því að búa til nýjar hefðir með þeim sem við skilgreinum sem okkar nánustu í það og það skiptið. Sumir eiga erfitt með að setja mörk, freistast til að gera eins og aðrir fjölskyldumeðlimir óska að við gerum. Minnumst þess að þetta er okkar tími og við ákveðum hvernig og með hverjum við verjum honum. Sjálf nota ég jólin til að hlaða batteríin og hitta fólk sem ég næ ekki að hitta í dagsins önn. Fyrir mér eru jólin einfaldleikinn. Bókalestur, sjónvarpsáhorf, góður matur og vina og fjölskylduhittingar í bland. Allt frá því að við náum þeim aldri að hætta að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei eins. Kærar minningar okkar um jólin breytast hins vegar ekki og á þessum árstíma er gott að draga fram góðar minningar. Minnum okkur á það sem við höfum og það sem lífið hefur fært okkur í stað þess að minnast þess sem við höfum glatað og misst. Höfundur er sálfræðingur hjá Samkennd Heilsusetri og á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Góð vinkona mín kom einhverju sinni með áhugaverðan punkt varðandi jólin. Frá þeim aldri sem við hættum að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei söm. Það er nokkuð til í því. Spenningurinn fyrir gjöfunum minnkar með aldrinum og annað fer að skipta meira máli. Ég á enn fyrstu bókina sem ég las fram á jólanótt. Þetta er Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard. Miðað við útgáfuár bókarinnar hef ég verið 9 ára gömul. Þegar líður á unglingsár breytast áherslurnar og partý og áramótaböll taka við af hinum hefðbundna jólaanda. Ég á enn jólakort þar sem sendendur bæta við hefðbundnar jólakveðjur „sjáumst á áramótaballinu í Valaskjálf.“ Þarna var ég á lokaári í grunnskóla. Á fullorðinsárum taka við fjölskyldujól með maka og börnum. Síðan vaxa börnin úr grasi og þá þarf að endurskilgreina jólin og jólahefðirnar. En lífið er ekki alveg svona einfalt. Því miður erum við ekki öll svo heppin að eiga kærleiksríkar minningar frá æskujólunum. Erfiðleikar í fjölskyldum eru af ýmsum toga og hjá sumum er aðdragandi jóla stöðug áminning um það sem fór úrskeiðis. Á fullorðinsaldri geta veikindi, skilnaðir, dauðsföll og önnur áföll og erfiðleikar sett strik í reikninginn og við þurfum sífellt að endurskilgreina okkar eigin jólaanda og hvað gefi okkur gleði í aðdraganda jóla og á jólunum sjálfum. Það er auðvelt að sitja í sársaukafullum minningum um fortíðina á þessum árstíma, dvelja við það sem var, er ekki lengur og verður aldrei eins. Til að njóta jólanna sem best er mikilvægt að endurskapa jólin með því að búa til nýjar hefðir með þeim sem við skilgreinum sem okkar nánustu í það og það skiptið. Sumir eiga erfitt með að setja mörk, freistast til að gera eins og aðrir fjölskyldumeðlimir óska að við gerum. Minnumst þess að þetta er okkar tími og við ákveðum hvernig og með hverjum við verjum honum. Sjálf nota ég jólin til að hlaða batteríin og hitta fólk sem ég næ ekki að hitta í dagsins önn. Fyrir mér eru jólin einfaldleikinn. Bókalestur, sjónvarpsáhorf, góður matur og vina og fjölskylduhittingar í bland. Allt frá því að við náum þeim aldri að hætta að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei eins. Kærar minningar okkar um jólin breytast hins vegar ekki og á þessum árstíma er gott að draga fram góðar minningar. Minnum okkur á það sem við höfum og það sem lífið hefur fært okkur í stað þess að minnast þess sem við höfum glatað og misst. Höfundur er sálfræðingur hjá Samkennd Heilsusetri og á Reykjalundi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun