Innlent

Þetta eru ráð­herrar nýrrar ríkis­stjórnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorgerður Katrín, Kristrún og Inga féllust í faðma við undirritun stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar.
Þorgerður Katrín, Kristrún og Inga féllust í faðma við undirritun stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Vísir/vilhelm

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynntu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar sinnar og ráðherraskipan á blaðamannafundi í Hafnartorgi eftir hádegi.

Að neðan má sjá ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar. Menningar- og viðskiptaráðuneytið verður lagt niður og verkefni þess færð á þrjú önnur ráðuneyti. Þannig fækkar ráðuneytum úr tólf í ellefu. Samfylkingin og Viðreisn fá fjögur ráðuneyti hvort, Flokkur fólksins þrjú og Þórunn Sveinbjarnadóttir úr Samfylkingunni verður forseti Alþingis.

  • Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.
  • Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.
  • Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.
  • Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra.
  • Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
  • Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
  • Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra.
  • Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Stefnuyfirlýsingu formannanna má sjá í fréttinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum

Ný ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar var kynnt Íslendingum í dag. Þá kynntu valkyrjurnar svokölluðu; Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stjórnarsáttmála þeirra og ráðherra.

Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti

Hanna Katrín Friðriksson mun taka við nýju atvinnuvegaráðuneyti, sem verður nýtt og sameinað ráðuneyti um landbúnað, sjávarútveg, iðnað og fleira. Hanna segir ljóst að ráðuneytið sé risastórt og mikilvægið gríðarlegt.

„Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að dagurinn verði góður og farsæll fyrir íslensku þjóðina. Djúpt og ríkt traust ríkti milli hennar Kristrúnar Frostadóttur og Ingu Sæland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×