Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. desember 2024 20:00 Edda Ingibjörg Þórsdóttir var flutt í sjúkrabíl af jólatónleikum Emmsjé Gauta í gærkvöldi. Aðsend Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti brýnir fyrir tónleikagestum að vera meðvitað um fólkið í kringum sig á tónleikum eftir að kona um þrítugt yfirgaf tónleika hans í gærkvöld í sjúkrabíl. Hin 31 árs Edda Ingibjörg Þórsdóttir var flutt í sjúkrabíl af jólatónleikum Emmsjé Gauta Julevenner í gærkvöld. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum ýta á bak sitt, þegar að mesti ærslagangurinn gekk yfir í einu af lokalagi tónleikanna með þeim afleiðingum að hún féll fram fyrir sig. Edda var allsgáð en missti um stund meðvitund við fallið og brotnaði á handarbaki. Þegar hún komst aftur til meðvitundar voru tónleikarnir búnir. Hún stóð í þriðju röð í stúkunni og skemmti sér vel á tónleikunum þar til hún féll fram fyrir sig, hrundi niður og hafnaði á handriðinu. Ingibjörg segir í samtali við Vísi að hún hafi verið flutt upp á sjúkrahús um klukkan eitt í nótt og hafi verið útskrifuð þaðan upp úr klukkan sjö í morgun. Edda eyddi allri nóttinni á sjúkrahúsi.Aðsend „Ánægður að þetta hafi ekki farið illa“ Tveir tónleikar Julevenner fara fram í kvöld en viðburðarhaldari og öryggisstjóri þakka fyrir að ekki hafi farið verr. „Við náttúrulega gripum strax inn í og erum með einn sjúkraflutningamann í vinnu þannig að þetta var afgreitt strax og hringt á sjúkrabíl. Hún meira að segja labbaði út í sjúkrabíl sjálf þannig að þetta endaði allt vel,“ segir Jens Andri Fylkisson, öryggisstjóri Julevenner. „Maður er bara ánægður að þetta hafi ekki farið illa. Ef fólk er að detta fram fyrir sig þá getur það endað illa en við heyrðum í henni. Við heyrðum í henni og auðvitað var hún kannski ekki sátt við fallið en hún var sátt yfir allt með tónleika,“ bætir Gauti Þeyr, viðburðarhaldari og tónlistarmaður við. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti.vísir/vilhelm Mikilvægt að vera meðvitaður um fólk í kringum sig Þeir biðla til gesta að sýna umburðarlyndi og fara varlega þó að hátíð fari í hönd. „Mér finnst þetta snúast fyrst og fremst um að fólk eigi að vera meðvitað um að það sé með annað fólk í kringum sig. Áfengi er sljóvgandi lyf þó svo að þessi stelpa hafi ekki verið undir áhrifum áfengis. Mér finnst líka nauðsynlegt að einhverju leyti að vakta fólkið í kringum okkur. Ef þú sérð eitthvað, að eitthvað sé einhvern veginn þá bara annað hvort að athuga það eða láta gæsluna vita. Þetta snýst allt um að öllum líði vel,“ segir Gauti. Jól Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Hin 31 árs Edda Ingibjörg Þórsdóttir var flutt í sjúkrabíl af jólatónleikum Emmsjé Gauta Julevenner í gærkvöld. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum ýta á bak sitt, þegar að mesti ærslagangurinn gekk yfir í einu af lokalagi tónleikanna með þeim afleiðingum að hún féll fram fyrir sig. Edda var allsgáð en missti um stund meðvitund við fallið og brotnaði á handarbaki. Þegar hún komst aftur til meðvitundar voru tónleikarnir búnir. Hún stóð í þriðju röð í stúkunni og skemmti sér vel á tónleikunum þar til hún féll fram fyrir sig, hrundi niður og hafnaði á handriðinu. Ingibjörg segir í samtali við Vísi að hún hafi verið flutt upp á sjúkrahús um klukkan eitt í nótt og hafi verið útskrifuð þaðan upp úr klukkan sjö í morgun. Edda eyddi allri nóttinni á sjúkrahúsi.Aðsend „Ánægður að þetta hafi ekki farið illa“ Tveir tónleikar Julevenner fara fram í kvöld en viðburðarhaldari og öryggisstjóri þakka fyrir að ekki hafi farið verr. „Við náttúrulega gripum strax inn í og erum með einn sjúkraflutningamann í vinnu þannig að þetta var afgreitt strax og hringt á sjúkrabíl. Hún meira að segja labbaði út í sjúkrabíl sjálf þannig að þetta endaði allt vel,“ segir Jens Andri Fylkisson, öryggisstjóri Julevenner. „Maður er bara ánægður að þetta hafi ekki farið illa. Ef fólk er að detta fram fyrir sig þá getur það endað illa en við heyrðum í henni. Við heyrðum í henni og auðvitað var hún kannski ekki sátt við fallið en hún var sátt yfir allt með tónleika,“ bætir Gauti Þeyr, viðburðarhaldari og tónlistarmaður við. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti.vísir/vilhelm Mikilvægt að vera meðvitaður um fólk í kringum sig Þeir biðla til gesta að sýna umburðarlyndi og fara varlega þó að hátíð fari í hönd. „Mér finnst þetta snúast fyrst og fremst um að fólk eigi að vera meðvitað um að það sé með annað fólk í kringum sig. Áfengi er sljóvgandi lyf þó svo að þessi stelpa hafi ekki verið undir áhrifum áfengis. Mér finnst líka nauðsynlegt að einhverju leyti að vakta fólkið í kringum okkur. Ef þú sérð eitthvað, að eitthvað sé einhvern veginn þá bara annað hvort að athuga það eða láta gæsluna vita. Þetta snýst allt um að öllum líði vel,“ segir Gauti.
Jól Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira