Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Árni Sæberg skrifar 11. mars 2025 15:40 Aðgerðir lögreglu beindust meðal annars að Þorlákshöfn. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn málsins sé á frumstigum og málið sé rannsakað sem manndráp. Fimm séu í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. „Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vegna rannsóknarhagsmuna er að svo stöddu ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið.“ Í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram hvar atvik málsins áttu sér stað en Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sérsveitin hefði verið send á vettvang í Þorlákshöfn en vísaði að öðru leyti á Lögregluna á Suðurlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvar maðurinn lést. Jón Gunnar Þórhallsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald fyrir þeim fimm sem voru handteknir. Enn sé verið að ná utan um atvik málsins. Lögregla hefur heimild til þess að halda mönnum í sólarhring án þess að gæsluvarðhaldsúrskurður liggi fyrir. Að öðru leyti kveðst hann ekkert geta tjáð sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í tilkynningu. Samkvæmt heimildum fréttastofu stöðvaði lögregla ökumenn á leið til og frá Þorlákshöfn í Þrengslum á þriðja tímanum í nótt. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að maðurinn hefði látist í Þorlákshöfn. Það hefur ekki fengist staðfest hvar í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi maðurinn lést. Lögreglumál Ölfus Manndráp í Gufunesi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn málsins sé á frumstigum og málið sé rannsakað sem manndráp. Fimm séu í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. „Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vegna rannsóknarhagsmuna er að svo stöddu ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið.“ Í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram hvar atvik málsins áttu sér stað en Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sérsveitin hefði verið send á vettvang í Þorlákshöfn en vísaði að öðru leyti á Lögregluna á Suðurlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvar maðurinn lést. Jón Gunnar Þórhallsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald fyrir þeim fimm sem voru handteknir. Enn sé verið að ná utan um atvik málsins. Lögregla hefur heimild til þess að halda mönnum í sólarhring án þess að gæsluvarðhaldsúrskurður liggi fyrir. Að öðru leyti kveðst hann ekkert geta tjáð sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í tilkynningu. Samkvæmt heimildum fréttastofu stöðvaði lögregla ökumenn á leið til og frá Þorlákshöfn í Þrengslum á þriðja tímanum í nótt. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að maðurinn hefði látist í Þorlákshöfn. Það hefur ekki fengist staðfest hvar í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi maðurinn lést.
Lögreglumál Ölfus Manndráp í Gufunesi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira