Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2025 20:33 Tveir sakborningar í Bankastrætismálinu óskuðu eftir áheyrn Hæstaréttar, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Myndin var tekin við þingfestingu málsins hjá Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2023, og óvíst að um sé að ræða umrædda sakborninga. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál sjö manna sem voru sakfelldir fyrir hlutdeild að líkamsárás í hinu svokallaða Bankastrætismáli. Átta sakborningar af 25, sem er eitt umtalaðasta sakamál Íslandssögunnar, áfrýjuðu dómum héraðsdóms yfir sér til Landsréttar. Einn þeirra, Alexander Máni Björnsson, sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, dró áfrýjun sína síðar til baka. Hinir sjö sakborningarnir höfðu allir verið sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hlutdeild í minni háttar líkamsárás. Tveir mannanna sem hlutu dóma í Landsrétti afréðu að leita atbeina Hæstaréttar. Mennirnir voru sakfelldir fyrir hlutdeild í líkamsárás með því að hafa farið grímuklæddir inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club og verið þar inni meðan á brotum meðákærðu stóð, og þannig veitt þeim liðsinni í verki. Í dómi Landsréttar var refsingu beggja sakborninga frestað, og kveðið á um að hún félli niður að tveimur árum liðnum, héldu þeir almennt skilorð. Taldi ýmislegt að úrlausn Landsréttar Annar sakborninganna rökstuddi beiðni sína um áfrýjunarleyfi með þeim rökum að úrlausn málsins lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu, og mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um. „Ákæra fyrir hlutdeild með ætluðu liðsinni við framkvæmd líkamsárásar hafi grundvallast á ógnun við brotaþola. Með héraðsdómi hafi verið sýknað af þeirri háttsemi og ákæruvaldið unað þeirri niðurstöðu fyrir Landsrétti. Þar sem fyrir liggi og óumdeilt sé að brotaþolum hafi ekki stafað ógn af leyfisbeiðanda sé forsenda fyrir hlutdeild með ætluðu liðsinni fallin brott. Hafi þannig verið farið út fyrir lýsingu í ákæru,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Hann byggði einnig á því að sönnunarkröfur, heildarsönnunarmat Landsréttar á atvikum, auk túlkunar á lagaákvæðum, hafi verið í andstöðu við sönnunargögn málsins og meginregluna um að sönnunarbyrði hvíli á ákæruvaldinu. Úrlausn Hæstaréttar um þetta yrði fordæmisgefandi. Þá hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar á því hvort hegðun hans hafi eingöngu talist til gáleysis, og hvaða kröfur eigi að gera til sönnunar á huglægri afstöðu að því leyti. „Jafnframt telur leyfisbeiðandi að málsmeðferð fyrir héraðsdómi hafi verið stórlega ábótavant. Þá sé niðurstaða Landsréttar bersýnilega röng með vísan til sönnunarmats og beitingar refsiákvæðis um hlutdeild með liðsinni við líkamsárás. Loks hafi ákvörðun um sakarkostnað fyrir Landsrétti verið bæði röng og órökrétt.“ „Dómur Landsréttar bersýnilega rangur“ Hinn sakborningurinn byggði beiðni sína um áfrýjunarleyfi á því að að forsendur héraðsdóms hafi ekki átt sér stoð í framburði hans sem matinn hafi verið stöðugur og ekki ótrúverðugur. Sá annmarki leiði til þess að í dómi Landsréttar hafi ekki verið lagt mat á sönnunargildi munnlegs framburðar hans fyrir héraðsdómi og eftir atvikum hjá lögreglu, heldur látið þar við sitja að vísa að verulegu leyti til framburðar meðákærðu. Hann byggði sömuleiðis á því að hann hafi fyrir héraðsdómi verið sýknaður af þeim hluta verknaðarlýsingar í ákæru að hafa verið ógnun við brotaþola, og ákæruvaldið unað þeirri niðurstöðu. „Hin ætlaða ógn hafi verið forsenda refsiábyrgðar leyfisbeiðanda samkvæmt ákæru og með sakfellingu hafi því verið farið út fyrir ákæru. Þá telur leyfisbeiðandi sönnunarmat Landsréttar ekki samræmast meginreglum um réttláta málsmeðferð. Loks sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur einkum varðandi niðurstöðu um sakarkostnað og áfrýjunarkostnað.“ Stuttur rökstuðningur fyrir höfnun Í ákvörðun sinni sagði Hæstiréttur að ekki yrði, að virtum gögnum málsins, séð að leyfisbeiðnir mannanna tveggja lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæða laga um meðferð sakamála. „Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggir jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Beiðnunum er því hafnað.“ Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Átta sakborningar af 25, sem er eitt umtalaðasta sakamál Íslandssögunnar, áfrýjuðu dómum héraðsdóms yfir sér til Landsréttar. Einn þeirra, Alexander Máni Björnsson, sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, dró áfrýjun sína síðar til baka. Hinir sjö sakborningarnir höfðu allir verið sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hlutdeild í minni háttar líkamsárás. Tveir mannanna sem hlutu dóma í Landsrétti afréðu að leita atbeina Hæstaréttar. Mennirnir voru sakfelldir fyrir hlutdeild í líkamsárás með því að hafa farið grímuklæddir inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club og verið þar inni meðan á brotum meðákærðu stóð, og þannig veitt þeim liðsinni í verki. Í dómi Landsréttar var refsingu beggja sakborninga frestað, og kveðið á um að hún félli niður að tveimur árum liðnum, héldu þeir almennt skilorð. Taldi ýmislegt að úrlausn Landsréttar Annar sakborninganna rökstuddi beiðni sína um áfrýjunarleyfi með þeim rökum að úrlausn málsins lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu, og mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um. „Ákæra fyrir hlutdeild með ætluðu liðsinni við framkvæmd líkamsárásar hafi grundvallast á ógnun við brotaþola. Með héraðsdómi hafi verið sýknað af þeirri háttsemi og ákæruvaldið unað þeirri niðurstöðu fyrir Landsrétti. Þar sem fyrir liggi og óumdeilt sé að brotaþolum hafi ekki stafað ógn af leyfisbeiðanda sé forsenda fyrir hlutdeild með ætluðu liðsinni fallin brott. Hafi þannig verið farið út fyrir lýsingu í ákæru,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Hann byggði einnig á því að sönnunarkröfur, heildarsönnunarmat Landsréttar á atvikum, auk túlkunar á lagaákvæðum, hafi verið í andstöðu við sönnunargögn málsins og meginregluna um að sönnunarbyrði hvíli á ákæruvaldinu. Úrlausn Hæstaréttar um þetta yrði fordæmisgefandi. Þá hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar á því hvort hegðun hans hafi eingöngu talist til gáleysis, og hvaða kröfur eigi að gera til sönnunar á huglægri afstöðu að því leyti. „Jafnframt telur leyfisbeiðandi að málsmeðferð fyrir héraðsdómi hafi verið stórlega ábótavant. Þá sé niðurstaða Landsréttar bersýnilega röng með vísan til sönnunarmats og beitingar refsiákvæðis um hlutdeild með liðsinni við líkamsárás. Loks hafi ákvörðun um sakarkostnað fyrir Landsrétti verið bæði röng og órökrétt.“ „Dómur Landsréttar bersýnilega rangur“ Hinn sakborningurinn byggði beiðni sína um áfrýjunarleyfi á því að að forsendur héraðsdóms hafi ekki átt sér stoð í framburði hans sem matinn hafi verið stöðugur og ekki ótrúverðugur. Sá annmarki leiði til þess að í dómi Landsréttar hafi ekki verið lagt mat á sönnunargildi munnlegs framburðar hans fyrir héraðsdómi og eftir atvikum hjá lögreglu, heldur látið þar við sitja að vísa að verulegu leyti til framburðar meðákærðu. Hann byggði sömuleiðis á því að hann hafi fyrir héraðsdómi verið sýknaður af þeim hluta verknaðarlýsingar í ákæru að hafa verið ógnun við brotaþola, og ákæruvaldið unað þeirri niðurstöðu. „Hin ætlaða ógn hafi verið forsenda refsiábyrgðar leyfisbeiðanda samkvæmt ákæru og með sakfellingu hafi því verið farið út fyrir ákæru. Þá telur leyfisbeiðandi sönnunarmat Landsréttar ekki samræmast meginreglum um réttláta málsmeðferð. Loks sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur einkum varðandi niðurstöðu um sakarkostnað og áfrýjunarkostnað.“ Stuttur rökstuðningur fyrir höfnun Í ákvörðun sinni sagði Hæstiréttur að ekki yrði, að virtum gögnum málsins, séð að leyfisbeiðnir mannanna tveggja lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæða laga um meðferð sakamála. „Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggir jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Beiðnunum er því hafnað.“
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira