Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2025 14:14 Bjarni Þór og Halla eru meðal fjögurra frambjóðenda til formanns hjá VR. Kosningu lýkur í hádeginu á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Bjarni Þór Sigurðsson, frambjóðandi til formanns VR, ritar grein á Vísi þar sem hann heldur því fram staðfastlega að þeir sem eru að hringja út fyrir Höllu Gunnarsdóttur mótframbjóðanda síns haldi því fram að hann sé of gamall. Bjarni Þór segir þetta opinbera undirliggjandi fordóma sem finna megi í herbúðum Höllu. „Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafði fengið símtal frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem líkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni Þór vekur jafnframt athygli á því að Halla hafi lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð: „Þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir.“ Halla kannaðist aðspurð ekki við þetta. „Ég er náttúrlega með fullt af fólki sem er að hjálpa mér að hringja í félagsfólk. Það er grundvallarregla hjá okkur að við segjum ekkert neikvætt um aðra frambjóðendur, enda keyri ég mína kosningabaráttu undir jákvæðum formerkjum.“ Halla hafnar því alfarið að fyrir liggi handrit þar sem fram kemur að Bjarni Þór sé of gamall. „Það er kjósenda að meta það eða hvort aldur skipti yfirleitt máli í þessum kosningum,“ sagði Halla. Kosningunum lýkur um hádegi á fimmtudag og greinilega er tekið að hitna vel í kolum. „Meira en ég hélt. Ég vissi ekki að þetta væri svona heitt,“ segir Halla. En svona sé þegar fleiri vilja en komast að, þá getur þetta orðið með þessum hætti. Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Bjarni Þór segir þetta opinbera undirliggjandi fordóma sem finna megi í herbúðum Höllu. „Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafði fengið símtal frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem líkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni Þór vekur jafnframt athygli á því að Halla hafi lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð: „Þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir.“ Halla kannaðist aðspurð ekki við þetta. „Ég er náttúrlega með fullt af fólki sem er að hjálpa mér að hringja í félagsfólk. Það er grundvallarregla hjá okkur að við segjum ekkert neikvætt um aðra frambjóðendur, enda keyri ég mína kosningabaráttu undir jákvæðum formerkjum.“ Halla hafnar því alfarið að fyrir liggi handrit þar sem fram kemur að Bjarni Þór sé of gamall. „Það er kjósenda að meta það eða hvort aldur skipti yfirleitt máli í þessum kosningum,“ sagði Halla. Kosningunum lýkur um hádegi á fimmtudag og greinilega er tekið að hitna vel í kolum. „Meira en ég hélt. Ég vissi ekki að þetta væri svona heitt,“ segir Halla. En svona sé þegar fleiri vilja en komast að, þá getur þetta orðið með þessum hætti.
Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira