Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2024 08:13 Deilurnar innan Repúblikanaflokksins um fjárlagafrumvarpið hafa veikt stöðu Mikes Johnson, þingforseta, verulega. AP/Jose Luis Magana Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. Þannig hefur naumlega tekist að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs, sem átti að stöðvast í dag. Frumvarpið nær þó eingöngu til þriggja mánaða og felur það í sér að taka þarf nokkrar stórar ákvarðanir um fjárútlát snemma á kjörtímabili Donalds Trump á næsta ári. Þetta bráðabirgðafjárlagafrumvarp hefur leitt til mikilla deilna innan Repúblikanaflokksins og á þingi í vikunni. Upprunalega lagði Mike Johnson, þingforseti, fram umfangsmikið frumvarp sem byggði á samningaviðræðum við Demókrataflokkinn, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Elon Musk, ríkasti maður heims, beitti sér þó gegn því frumvarpi og leiddi það til þess að Trump gerði það einnig. Við tóku miklar deilur og samningaviðræður milli Repúblikana sem skiluðu nýju strípuðu en svipuðu frumvarpi sem Trump lýsti því yfir að hann væri samþykkur. Þegar það frumvarp var borið fram brugðust margir Repúblikanar reiðir við og greiddu 38 þingmenn flokksins atkvæði gegn því. Frumvarpið sem Repúblikanar höfnuðu í vikunni var að miklu leyti sambærilegt því sem Repúblikanar og Demókratar höfðu samið áður samið um. Ýmis ákvæði höfðu þó verið fjarlægð, eins og fyrsta launahækkun þingmanna í rúman áratug, upp að mesta leyti 3,8 prósent, en Musk og aðrir hafa ranglega haldið því fram að launahækkunin samsvari fjörutíu prósentum. Einnig voru fjarlægð úr frumvarpinu ákvæði um lækkun lyfjakostnaðar og ákvæði um 190 milljóna dala fjárveitingu til rannsóknar barnakrabbameins, auk þess sem ákvæði um umhverfisvænu bætiefni við eldsneyti var fjarlægt. Þá hafði Johnson, að beiðni Trumps, bætt við ákvæði um að alfarið fella niður hið svokallaða skuldaþak, sem eru lög um hve miklar skuldir ríkissjóðs mega vera. Undanfarin ár hefur þakið verið hækkað reglulega og hafa Repúblikanar í hvert sinn mótmælt því harðlega. Allra nýjasta frumvarpið, sem samþykkt var í gærkvöldi, var nánast það sama og Trump hafði lýst yfir stuðningi við. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu þó fjarlægt ákvæðið um að fella niður skuldaþakið. Við það ákváðu Demókratar að styðja frumvarpið og var það samþykkt 366-34 í fulltrúadeildinni og 85-11 í öldungadeildinni. Skjóta á Repúblikana Deilurnar og óreiðan innan Repúblikanaflokksins hefur grafið verulega undan stöðu Johnson og hafa samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs vaknað spurningar um það hvort hann geti í raun haldið embætti sínu eftir að nýtt þing hefur störf þann 3. janúar. Fregnir hafa borist af því að þó nokkrir þingmenn hafi sagt við aðra að þeir styðji hann ekki. Kröfur Trumps og Musks settu Johnson í mjög erfiða stöðu en frá upphafi var ljóst að margir Repúblikanar, sem hafa um árabil kallað eftir niðurskurði og endurbótum þegar kemur að fjárútlátum ríkisins, gætu ekki greitt atkvæði með því að fella skuldaþakið niður. Þó Demókratar hafi ákveðið að samþykkja frumvarpið hafa leiðtogar flokksins og þingmenn eru þeir ósáttir við Repúblikana og hafa notað deilurnar til að skjóta á þá varðandi það hver stjórni flokknum í rauninni. Það sé ekki Donald Trump heldur Elon Musk sem geri það. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Þannig hefur naumlega tekist að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs, sem átti að stöðvast í dag. Frumvarpið nær þó eingöngu til þriggja mánaða og felur það í sér að taka þarf nokkrar stórar ákvarðanir um fjárútlát snemma á kjörtímabili Donalds Trump á næsta ári. Þetta bráðabirgðafjárlagafrumvarp hefur leitt til mikilla deilna innan Repúblikanaflokksins og á þingi í vikunni. Upprunalega lagði Mike Johnson, þingforseti, fram umfangsmikið frumvarp sem byggði á samningaviðræðum við Demókrataflokkinn, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Elon Musk, ríkasti maður heims, beitti sér þó gegn því frumvarpi og leiddi það til þess að Trump gerði það einnig. Við tóku miklar deilur og samningaviðræður milli Repúblikana sem skiluðu nýju strípuðu en svipuðu frumvarpi sem Trump lýsti því yfir að hann væri samþykkur. Þegar það frumvarp var borið fram brugðust margir Repúblikanar reiðir við og greiddu 38 þingmenn flokksins atkvæði gegn því. Frumvarpið sem Repúblikanar höfnuðu í vikunni var að miklu leyti sambærilegt því sem Repúblikanar og Demókratar höfðu samið áður samið um. Ýmis ákvæði höfðu þó verið fjarlægð, eins og fyrsta launahækkun þingmanna í rúman áratug, upp að mesta leyti 3,8 prósent, en Musk og aðrir hafa ranglega haldið því fram að launahækkunin samsvari fjörutíu prósentum. Einnig voru fjarlægð úr frumvarpinu ákvæði um lækkun lyfjakostnaðar og ákvæði um 190 milljóna dala fjárveitingu til rannsóknar barnakrabbameins, auk þess sem ákvæði um umhverfisvænu bætiefni við eldsneyti var fjarlægt. Þá hafði Johnson, að beiðni Trumps, bætt við ákvæði um að alfarið fella niður hið svokallaða skuldaþak, sem eru lög um hve miklar skuldir ríkissjóðs mega vera. Undanfarin ár hefur þakið verið hækkað reglulega og hafa Repúblikanar í hvert sinn mótmælt því harðlega. Allra nýjasta frumvarpið, sem samþykkt var í gærkvöldi, var nánast það sama og Trump hafði lýst yfir stuðningi við. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu þó fjarlægt ákvæðið um að fella niður skuldaþakið. Við það ákváðu Demókratar að styðja frumvarpið og var það samþykkt 366-34 í fulltrúadeildinni og 85-11 í öldungadeildinni. Skjóta á Repúblikana Deilurnar og óreiðan innan Repúblikanaflokksins hefur grafið verulega undan stöðu Johnson og hafa samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs vaknað spurningar um það hvort hann geti í raun haldið embætti sínu eftir að nýtt þing hefur störf þann 3. janúar. Fregnir hafa borist af því að þó nokkrir þingmenn hafi sagt við aðra að þeir styðji hann ekki. Kröfur Trumps og Musks settu Johnson í mjög erfiða stöðu en frá upphafi var ljóst að margir Repúblikanar, sem hafa um árabil kallað eftir niðurskurði og endurbótum þegar kemur að fjárútlátum ríkisins, gætu ekki greitt atkvæði með því að fella skuldaþakið niður. Þó Demókratar hafi ákveðið að samþykkja frumvarpið hafa leiðtogar flokksins og þingmenn eru þeir ósáttir við Repúblikana og hafa notað deilurnar til að skjóta á þá varðandi það hver stjórni flokknum í rauninni. Það sé ekki Donald Trump heldur Elon Musk sem geri það.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent