Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 12:47 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu. Vísir/Anton Brink Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, hefur ekkert heyrt frá KSÍ varðandi stöðu þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Sambandið þar af leiðandi ekki beðið Víkinga um leyfi að ræða við Arnar sem reiknar með því, eins og staðan er í dag, að stýra Víkingum í Sambandsdeild Evrópu í febrúar. Hlutirnir geti hins vegar breyst fljótt í fótbolta. Víkingar tryggðu sér í gær sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta með jafntefli á útivelli gegn LASK Linz í Austurríki. Eftir sex umferða deildarkeppni enduðu Víkingar í nítjánda sæti deildarkeppninnar með átta stig og varð það ljóst í hádeginu að liðið mun mæta Panathinaikos í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar í tveggja leikja einvígi í febrúar. Arnar er einn tveggja þjálfara sem hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hinn er Freyr Alexandersson sem nýlega var rekinn úr stöðu þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Hafandi þessa stöðu í huga býst Arnar við því að stýra Víkingum í umspilinu í febrúar? „Staðan er allavegana þannig núna en hlutirnir geta breyst fljótt í fótbolta,“ segir Arnar í samtali við Vísi í morgun. „Ég hef ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut en les alveg blöðin. Mér finnst KSÍ hafa svarað þessu ágætlega til þessa. Menn þar eru ábyggilega bara að fara yfir einhverjar umsóknir og þess háttar. Ef þeir vilja tala við mig þá þurfa þeir að tala fyrst við Víkingana og fá leyfi til þess. Þetta er ekki flókið í mínum huga.“ Þannig ef að leyfið kæmi frá Víkingunum þá myndirðu setjast niður með þeim? „Það er nú erfitt að segja til um það núna en ef að Víkingur gefur leyfið þá er voðalega erfitt að neita því. Þá hefur maður náttúrulega áhuga á því að tala við KSÍ.“ Búist má við því að aukinn þungi fari að færast í ráðningarferli KSÍ en fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður tveggja leikja einvígi við Kósovó í mars í umspili Þjóðadeildarinnar. Freyr Alexandersson er í sömu stöðu og Arnar hvað það varðar að hafa ekki heyrt frá KSÍ frá því að þjálfaraleit sambandsins fór af stað. Í síðustu viku sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ í samtali við Vísi að sambandið hafi ákveðið að gefa sér tíma í þjálfaraleitina en á sama tíma reyna vinna hana hratt og mögulegt er. Þorvaldur sagði fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gaf lítið uppi um nákvæman fjölda. Landslið karla í fótbolta Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
Víkingar tryggðu sér í gær sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta með jafntefli á útivelli gegn LASK Linz í Austurríki. Eftir sex umferða deildarkeppni enduðu Víkingar í nítjánda sæti deildarkeppninnar með átta stig og varð það ljóst í hádeginu að liðið mun mæta Panathinaikos í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar í tveggja leikja einvígi í febrúar. Arnar er einn tveggja þjálfara sem hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hinn er Freyr Alexandersson sem nýlega var rekinn úr stöðu þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Hafandi þessa stöðu í huga býst Arnar við því að stýra Víkingum í umspilinu í febrúar? „Staðan er allavegana þannig núna en hlutirnir geta breyst fljótt í fótbolta,“ segir Arnar í samtali við Vísi í morgun. „Ég hef ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut en les alveg blöðin. Mér finnst KSÍ hafa svarað þessu ágætlega til þessa. Menn þar eru ábyggilega bara að fara yfir einhverjar umsóknir og þess háttar. Ef þeir vilja tala við mig þá þurfa þeir að tala fyrst við Víkingana og fá leyfi til þess. Þetta er ekki flókið í mínum huga.“ Þannig ef að leyfið kæmi frá Víkingunum þá myndirðu setjast niður með þeim? „Það er nú erfitt að segja til um það núna en ef að Víkingur gefur leyfið þá er voðalega erfitt að neita því. Þá hefur maður náttúrulega áhuga á því að tala við KSÍ.“ Búist má við því að aukinn þungi fari að færast í ráðningarferli KSÍ en fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður tveggja leikja einvígi við Kósovó í mars í umspili Þjóðadeildarinnar. Freyr Alexandersson er í sömu stöðu og Arnar hvað það varðar að hafa ekki heyrt frá KSÍ frá því að þjálfaraleit sambandsins fór af stað. Í síðustu viku sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ í samtali við Vísi að sambandið hafi ákveðið að gefa sér tíma í þjálfaraleitina en á sama tíma reyna vinna hana hratt og mögulegt er. Þorvaldur sagði fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gaf lítið uppi um nákvæman fjölda.
Landslið karla í fótbolta Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira