Handbolti

Bein út­sending: Snorri velur HM-fara Ís­lands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir okkar hafa ekki misst af HM síðan árið 2009.
Strákarnir okkar hafa ekki misst af HM síðan árið 2009. vísir/Vilhelm

Strákarnir okkar hefja keppni á HM í handbolta í Zagreb 16. janúar. Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnir í dag hvaða leikmenn verða í HM-hópnum, í beinni útsendingu á Vísi.

Fundurinn hefst klukkan 14, í höfuðstöðvum Arion í Borgartúni en auk þess að tilkynna HM-hópinn mun Snorri fara yfir undirbúning íslenska liðsins, vináttulandsleiki við Svíþjóð 9. og 11. janúar, og mótherjana sem bíða á HM.

Fundinn má sjá hér að neðan og textalýsing frá fundinum er þar fyrir neðan.

Ísland spilar í G-riðli á HM, með Grænhöfðaeyjum, Kúbu og Slóveníu. Þrjú liðanna komast áfram í millirðil með þremur liðum úr H-riðli (Egyptaland, Króatía, Argentína, Barein). Tvö lið úr þeim milliriðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Allir leikir Íslands, sama hve langt liðið nær, fara fram á sama stað, í Zagreb. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×