Sport

Sjáðu fyrsta níu pílna leikinn á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christian Kist fékk 10,6 milljónir íslenskra króna fyrir að ná níu pílna leik á HM í gær.
Christian Kist fékk 10,6 milljónir íslenskra króna fyrir að ná níu pílna leik á HM í gær. getty/Bradley Collyer

Christian Kist varð sá fyrsti á HM í pílukasti 2025 til að ná níu pílna leik. Þrátt fyrir það tapaði hann viðureign sinni gegn Madars Razma.

Kist náði níu pílna leiknum þegar hann kláraði fyrsta settið. Hann náði 180 í tvígang og í þriðju heimsókn sinni tók hann svo út 141.

Fyrir þetta fékk Kist sextíu þúsund pund, eða 10,6 milljónir íslenskra króna. Sama upphæð fór til góðgerðasamtaka og eins heppins áhorfanda í Alexandra höllinni í London þar sem HM fer að venju fram.

Níu pílna leikurinn hjá Kist var sá fyrsti á HM frá því Michael Smith náði því í úrslitaleik HM 2023. Alls hafa verið fimmtán níu pílna leikir í sögu heimsmeistaramótsins.

Þrátt fyrir að afreka það tapaði Kist leiknum, 3-2. Razma mætir Dirk van Duijvenbode í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×