Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 14:43 Ómar Ingi Magnússon og Óðinn Þór Ríkharðsson glaðbeittir í landsleik. Óðinn er á leiðinni á HM en Ómar missir nær örugglega af öllu mótinu vegna meiðsla. vísir/Anton Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir það í raun fínt að Ómar Ingi Magnússon sé ekki „spurningamerki“ fyrir heimsmeistaramótið í næsta mánuði. Meiðsli hans séu þannig að Snorri þurfti strax að finna leiðir til að spila án Ómars. Ómar sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla í leik með Magdeburg um síðustu mánaðamót og var þá sagður í versta falli þurfa að vera frá keppni í þrjá mánuði. Snorri valdi því annan Selfyssing, Teit Örn Einarsson, með Viggó Kristjánssyni í stöðu hægri skyttu. „Ómar verður ekki leikfær nema eitthvað kraftaverk gerist. Að því sögðu er fínt fyrir mann sem þjálfara að þetta sé ekki spurningamerki,“ sagði Snorri á blaðamannafundi í dag þegar hann tilkynnti HM-hópinn. „Það segir sig sjálft að þegar lykilmaður dettur út þá þarf maður að velta hlutum fyrir sér. Þetta er kannski ekki hausverkur en það fór smátími í að velta fyrir okkur hvaða leið við vildum fara þegar Ómar datt út. Á endanum varð Teitur fyrir valinu,“ sagði Snorri. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur einnig verið frá keppni vegna meiðsla en er í HM-hópnum og vonast Snorri til að hann nái að spila næstu leiki með Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, áður en landsliðið kemur saman til æfinga 2. janúar. „Elliði er búinn að vera spurningamerki og er nýbyrjaður að spila aftur. Ég hef verið í góðu sambandi við hann og Guðjón Val. Hann er í frábæru líkamlegu formi en auðvitað er betra að menn séu búnir að vera að spila leiki. Hann er samt það mikilvægur og í stóru hlutverki hjá okkur að það er mikilvægt að hafa hann í hópnum. Það kann vel að vera að það taki hann smátíma að komast í sitt besta form, en hann gæti náð 2-3 leikjum í Þýskalandi áður en hann kemur til móts við liðið,“ sagði Snorri. Ísland á svo vináttulandsleiki ytra við Svía 9. og 11. janúar áður en liðið byrjar HM á að mæta Grænhöfðaeyjum 16. janúar í Zagreb. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Ómar sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla í leik með Magdeburg um síðustu mánaðamót og var þá sagður í versta falli þurfa að vera frá keppni í þrjá mánuði. Snorri valdi því annan Selfyssing, Teit Örn Einarsson, með Viggó Kristjánssyni í stöðu hægri skyttu. „Ómar verður ekki leikfær nema eitthvað kraftaverk gerist. Að því sögðu er fínt fyrir mann sem þjálfara að þetta sé ekki spurningamerki,“ sagði Snorri á blaðamannafundi í dag þegar hann tilkynnti HM-hópinn. „Það segir sig sjálft að þegar lykilmaður dettur út þá þarf maður að velta hlutum fyrir sér. Þetta er kannski ekki hausverkur en það fór smátími í að velta fyrir okkur hvaða leið við vildum fara þegar Ómar datt út. Á endanum varð Teitur fyrir valinu,“ sagði Snorri. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur einnig verið frá keppni vegna meiðsla en er í HM-hópnum og vonast Snorri til að hann nái að spila næstu leiki með Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, áður en landsliðið kemur saman til æfinga 2. janúar. „Elliði er búinn að vera spurningamerki og er nýbyrjaður að spila aftur. Ég hef verið í góðu sambandi við hann og Guðjón Val. Hann er í frábæru líkamlegu formi en auðvitað er betra að menn séu búnir að vera að spila leiki. Hann er samt það mikilvægur og í stóru hlutverki hjá okkur að það er mikilvægt að hafa hann í hópnum. Það kann vel að vera að það taki hann smátíma að komast í sitt besta form, en hann gæti náð 2-3 leikjum í Þýskalandi áður en hann kemur til móts við liðið,“ sagði Snorri. Ísland á svo vináttulandsleiki ytra við Svía 9. og 11. janúar áður en liðið byrjar HM á að mæta Grænhöfðaeyjum 16. janúar í Zagreb.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti