Handbolti

Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dana Björg Guðmundsdóttir spilar í vinstra horninu hjá Volda og íslenska landsliðinu.
Dana Björg Guðmundsdóttir spilar í vinstra horninu hjá Volda og íslenska landsliðinu. ehf

Íslenska landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir var í lykilhlutverki í mikilvægum sigri Volda í toppbaráttuslag í norsku b-deildinni í handbolta.

Volda vann leikinn á móti Aker Topphåndball með fjögurra marka mun, 30-26, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 12-11.

Volda fór upp í annað sætið en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði Fjellhammer. Eftir tapið í kvöld er Aker sæti neðar en Volda á innbyrðis leikjum. Bæði liðin hafa náð í nítján stig en Aker hefur spilað leik meira.

Dana Björg var næstmarkahæst í sínu liði með sjö mörk út tólf skotum.

Markahæst var Mie Blegen Stensrud með tíu mörk.

Dana var með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu en ólíkt flestum öðrum leikmönnum liðsins þá var hún ekki komin í jólafrí.

Dana Björg hefur alls skorað 65 mörk í 10 leikjum á tímabilinu en hún er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með 6,5 mörk í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×