Handbolti

Bein út­sending: Hvaða hindrun er á milli stelpnanna okkar og HM?

Sindri Sverrisson skrifar
Stelpurnar okkar eru smám saman að skapa þá skemmtilegu jólahefð að Ísland sé á stórmóti í desember. Þær geta nú komist á þriðja stórmótið í röð.
Stelpurnar okkar eru smám saman að skapa þá skemmtilegu jólahefð að Ísland sé á stórmóti í desember. Þær geta nú komist á þriðja stórmótið í röð. Getty/Christina Pahnke

Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fá Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi.

Sigur Íslands á Úkraínu á EM var afar dýrmætur því með því að enda í 16. sæti mótsins komst Ísland í efri styrkleikaflokk fyrir dráttinn í HM-umspilið í dag. Þannig sneiða stelpurnar okkar framhjá mörgum afar öflugum þjóðum en mæta í staðinn þjóð úr flokki 2.

Beina útsendingu EHF frá lokablaðamannafundi EM, og drættinum, má sjá hér að neðan.

Styrkleikaflokkur 1: Ísland, Svíþjóð, Pólland, Svartfjallaland, Rúmenía, Slóvenía, Sviss, Spánn, Austurríki, Tékkland og Færeyjar.

Styrkleikaflokkur 2: Litháen, Kósovó, Ítalía, Ísrael, Slóvakía, Úkraína, Portúgal, Serbía, Tyrkland, Króatía og Norður Makedonía.

Í umspilinu er leikið heima og að heiman og fara leikirnir fram í byrjun apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×