„Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 07:31 María Þórisdóttir er afar ánægð með föður sinn, ekki bara hvað vann mikið heldur hvernig hann fór að því. Getty/Ryan Pierse/Andrea Kareth/ María Þórisdóttir sendi föður sínum fallega kveðju eftir að Þórir Hergeirsson endaði þjálfaraferil sinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta með því að vinna sitt ellefta stórmót með norska landsliðinu. Norska liðið varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir hans stjórn eftir sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. María, sem spilar með enska félaginu Brighton, skrifaði sæta kveðju til föður síns á samfélagsmiðlum. María skrifaði kveðjuna á norsku nema hún notaði íslenska heitið yfir pabba. „Í dag lokaðir þú tilkomumiklum kafla í norsku handboltasögunni með einu gullinu í viðbót. Með þessum þrjátíu árum í handbolta og ótrúlegum fimmtán árum sem landsliðsþjálfari þá hefur þú verið innblástur og gleðigjafi til heillar þjóðar og alls heimsins. Öll verðlaunin tala sínu máli,“ skrifaði María. „Það eru samt ekki bara verðlaunapeningarnir sem mér þykir mikið til koma heldur er ég stoltust af því hvernig manneskja þú ert. Ástríða, yfirvegun og klók leiðtogahæfni þín hefur haft góð áhrif á svo marga. Þú hefur frábæra hæfileika til að sjá það besta í fólki, vekja upp áhuga hjá því og lyfta öðrum upp,“ skrifaði María. „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi. Ekki aðeins fyrir því sem þú hefur afrekað inn á vellinum heldur hvernig þú hefur verið sem leiðtogi, hvernig þú hefur byggt upp þín lið og hvernig þú hefur verið uppspretta innblásturs fyrir svo marga,“ skrifaði María. „Sautján verðlaun á stórmótum sem landsliðsþjálfari er tala sem fáir, ef þá einhver, getur náð. Nú er komið að öðrum kafla og nýjum ævintýrum. Ég get ekki beðið eftir því hverju þú tekur upp á í framtíðinni. Ég er viss um að þú hittir þar naglann líka á höfuðið,“ skrifaði María. „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið handboltanum. Nú getur þú komið heim sem kóngurinn sem þú hefur alltaf verið. Nú fyrir fullt og allt,“ skrifaði María. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir) EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 10:01 Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 11:00 Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27 Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. 15. desember 2024 18:44 Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. 16. desember 2024 09:02 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Norska liðið varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir hans stjórn eftir sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. María, sem spilar með enska félaginu Brighton, skrifaði sæta kveðju til föður síns á samfélagsmiðlum. María skrifaði kveðjuna á norsku nema hún notaði íslenska heitið yfir pabba. „Í dag lokaðir þú tilkomumiklum kafla í norsku handboltasögunni með einu gullinu í viðbót. Með þessum þrjátíu árum í handbolta og ótrúlegum fimmtán árum sem landsliðsþjálfari þá hefur þú verið innblástur og gleðigjafi til heillar þjóðar og alls heimsins. Öll verðlaunin tala sínu máli,“ skrifaði María. „Það eru samt ekki bara verðlaunapeningarnir sem mér þykir mikið til koma heldur er ég stoltust af því hvernig manneskja þú ert. Ástríða, yfirvegun og klók leiðtogahæfni þín hefur haft góð áhrif á svo marga. Þú hefur frábæra hæfileika til að sjá það besta í fólki, vekja upp áhuga hjá því og lyfta öðrum upp,“ skrifaði María. „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi. Ekki aðeins fyrir því sem þú hefur afrekað inn á vellinum heldur hvernig þú hefur verið sem leiðtogi, hvernig þú hefur byggt upp þín lið og hvernig þú hefur verið uppspretta innblásturs fyrir svo marga,“ skrifaði María. „Sautján verðlaun á stórmótum sem landsliðsþjálfari er tala sem fáir, ef þá einhver, getur náð. Nú er komið að öðrum kafla og nýjum ævintýrum. Ég get ekki beðið eftir því hverju þú tekur upp á í framtíðinni. Ég er viss um að þú hittir þar naglann líka á höfuðið,“ skrifaði María. „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið handboltanum. Nú getur þú komið heim sem kóngurinn sem þú hefur alltaf verið. Nú fyrir fullt og allt,“ skrifaði María. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir)
EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 10:01 Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 11:00 Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27 Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. 15. desember 2024 18:44 Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. 16. desember 2024 09:02 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 10:01
Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 11:00
Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27
Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. 15. desember 2024 18:44
Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. 16. desember 2024 09:02
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti