Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar 19. desember 2024 09:32 Þú kannast kannski við það orðatiltæki að það taki þorp til að ala upp barn. En þú hefur eflaust líka heyrt að margar mæður, hér á landi, telja sig ekki hafa þetta þorp á bakvið sig. Ég er ein af þessum mæðrum. Það getur verið erfitt að fá hjálp því allir sem gætu hjálpað þér eru í vinnunni og ef þeir eru ekki í vinnunni þá eru þeir líka með sín eigin áhugamál, áhyggjur og þreytu. Það fór soldið í mig að sjá hversu lítið afstaðin kosningabarátta snerist um fólkið sem er að byggja upp þetta land - mæðurnar. Það virðast allir vera varir við það að fólksfjölgun fer minnkandi og það koma stórar greinar út í blöðum um lága frjósemi Íslendinga, ásamt stórri umræðu um innflytjendur og þeirra vanda, en hvað um okkur mæðurnar: Konurnar sem búa til fólkið sem heldur landinu og öllum heiminum gangandi? Það var líka stór umræða á samfélagsmiðlum nýlega þar sem mikið af mæðrum voru að deila reynslu sinni á fæðingarorlofinu: hversu erfitt og stressandi það var vegna mikillar óvissu um leikskólapláss, pössun og efnahagsleg vandamál. Það voru margar sem duttu í mikla skuld, kvíða, þunglyndi og margt fleira. Það ER ORÐIÐ svo slæmt að margar þeirra sem urðu óléttar í annað sinn, hafa farið í fóstureyðingu vegna kvíða um að eignast annað barn og þurfa að ganga í gegnum þessi sömu vandamál aftur. Hvernig er það ekki stórt vandamál sem við ættum öll að vera að tala um og reyna að laga núna, áður en það verður enn verra? Ég vil endilega biðla til nýrrar ríkisstjórnar að hugsa um mæðurnar, því þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp! Við viljum flest vera lengur með börnin okkar heima, því flestir sem þú spyrð vilja fá að vera heima með barninu sínu fyrsta árið eða - í það minnsta - hafa val um að minnka við sig vinnu. Það er mitt mat að við séum að fara afturábak í þessum efnum, enda var t.d. fæðingarorlofsréttur í Lettlandi 2 ár fyrir 30 árum og flest börn fóru í leikskóla 3ára eins og margir sérfræðingar mæla með. Það kostar líka meira að eignast barn en ekki minna, eins og fæðingarorlofsgreiðslur myndu gefa til kynna. Því þú hefur minni tíma til að elda eitthvað ódýrt, þarft að kaupa fullt af hlutum ásamt því að þurfa að borga rándýrum dagmömmum, svo einhvað sé nefnt. En það stóra sem ég tel að þurfi að gerast í kjölfar þessara breytinga - sem við getum gert NÚNA - er stór samfélagsleg hugarfarsleg breyting. Við erum nefnilega öll ÞORPIÐ. Við getum öll hjálpað mæðrum og foreldrum og stutt við bakið á þeim. Eins og að skafa vel af gangstéttum svo að fólk með vagna komist leiða sinna, sína foreldrum þolinmæði og gefa þeim falleg bros frekar en svipi. Hjálpa mæðrum með vagna sína inn í strætó og standa upp fyrir þeim ef þú situr á vagna svæðinu eða sérð móður halda á barni sínu standandi í fullum strætó. Gefa barninu bros og veita því athygli svo að foreldrið geti fengið smá andlega hvíld og að vera ekki með læti við hliðina á sofandi barni, líta vel í kringum sig áður en þú brunar af stað á mótorhjólinu þínu og lætur lítið barn fara að gráta og svo fullt fleira. Einnig þurfum við sem samfélag að sýna barnafjölskyldum að þau eru velkomin og partur af þessu samfélagi: eins og að leyfa fólki að vinna hlutastarf meðan það er með lítið kríli heima, og vera með leiksvæði á kaffihúsum þar sem fólk getur fengið sér kaffi en líka tekið börnin sín með. Fólk sem hefur búið erlendis getur komið með mörg dæmi um það hvernig börn séu meira velkomin í þeirra landi en hér: eins og að hittast vikulega á bókasafninu í sögustund, eins og í bretlandi; eða opnir leikskólar á sumrin í Svíþjóð, þar sem foreldrar geta komið með börnin sín en þar eru samt leikskólakennarar að leika við krakkana. Það virðist vera fækkun á svæðum fyrir foreldra, eins og það sé verið að segja hið gagnstæð:, “þið eruð ekki velkomin hér”. Þar er t.d. hægt að nefna fækkun leiksvæða á kaffihúsum og Kringlan virðist vilja segja “þú mátt koma og setja barnið þitt í pössun hjá okkur annars er það ekki velkomið”, með fækkun sinni á leiksvæðum á göngum verslunarmiðstöðvarinnar. Ég hef fundið fyrir mun meiri aðstoð og hlýju frá t.d. Japönum, hér á landi, sem standa við bakið á fjölskyldum í kjarna síns samfélags, eins og að fá hjálp með vagninn og hlýlegt viðmót frekar en íslendingunum sem virðast hafa það hugarfar að þetta sé mín ákvörðun og því mitt vandamál. Ég get nefnt ótal fleirri dæmi og móðirinn eða foreldrið við hliðina á þér getur það eflaust líka, en við þurfum að gera betur, sem samfélag og sem einstaklingar. Það tekur aðeins þessa littlu hugarfarslegu breytingu. Að sýna skilning, þakklæti og ánægju til fólks sem tekur þá ákvörðun að eiga börn ( sem er fullt starf í sjálfum sér) í þessu erfiða samfélagslega umhverfi sem við búum í, með fullt starf, áhugamál og vini. Ég er ekki að skrifa þetta til að fá vorkun eða aðstoð, heldur til að byrja samfélagslega umræðu um það hvernig við getum öll saman stutt við bakið á foreldrum en ekki bara beðið eftir því að stjórnvöld geri eitthvað. Við þurfum klárlega að gera betur í málum foreldra og hjálpa fólki að eiga efni á þaki yfir höfuðið og geta keypt sér mat, en við þurfum líka að gera samfélagslega hugarfarslega breytingu. Þar sem við stöndum þétt saman með foreldrum og hjálpumst að við að gera þetta samfélag og land barnvænt á fleiri en einn veg. Við getum öll verið þorpið sem þetta fólk þarf og á skilið að fá. Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fæðingarorlof Fjölskyldumál Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Þú kannast kannski við það orðatiltæki að það taki þorp til að ala upp barn. En þú hefur eflaust líka heyrt að margar mæður, hér á landi, telja sig ekki hafa þetta þorp á bakvið sig. Ég er ein af þessum mæðrum. Það getur verið erfitt að fá hjálp því allir sem gætu hjálpað þér eru í vinnunni og ef þeir eru ekki í vinnunni þá eru þeir líka með sín eigin áhugamál, áhyggjur og þreytu. Það fór soldið í mig að sjá hversu lítið afstaðin kosningabarátta snerist um fólkið sem er að byggja upp þetta land - mæðurnar. Það virðast allir vera varir við það að fólksfjölgun fer minnkandi og það koma stórar greinar út í blöðum um lága frjósemi Íslendinga, ásamt stórri umræðu um innflytjendur og þeirra vanda, en hvað um okkur mæðurnar: Konurnar sem búa til fólkið sem heldur landinu og öllum heiminum gangandi? Það var líka stór umræða á samfélagsmiðlum nýlega þar sem mikið af mæðrum voru að deila reynslu sinni á fæðingarorlofinu: hversu erfitt og stressandi það var vegna mikillar óvissu um leikskólapláss, pössun og efnahagsleg vandamál. Það voru margar sem duttu í mikla skuld, kvíða, þunglyndi og margt fleira. Það ER ORÐIÐ svo slæmt að margar þeirra sem urðu óléttar í annað sinn, hafa farið í fóstureyðingu vegna kvíða um að eignast annað barn og þurfa að ganga í gegnum þessi sömu vandamál aftur. Hvernig er það ekki stórt vandamál sem við ættum öll að vera að tala um og reyna að laga núna, áður en það verður enn verra? Ég vil endilega biðla til nýrrar ríkisstjórnar að hugsa um mæðurnar, því þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp! Við viljum flest vera lengur með börnin okkar heima, því flestir sem þú spyrð vilja fá að vera heima með barninu sínu fyrsta árið eða - í það minnsta - hafa val um að minnka við sig vinnu. Það er mitt mat að við séum að fara afturábak í þessum efnum, enda var t.d. fæðingarorlofsréttur í Lettlandi 2 ár fyrir 30 árum og flest börn fóru í leikskóla 3ára eins og margir sérfræðingar mæla með. Það kostar líka meira að eignast barn en ekki minna, eins og fæðingarorlofsgreiðslur myndu gefa til kynna. Því þú hefur minni tíma til að elda eitthvað ódýrt, þarft að kaupa fullt af hlutum ásamt því að þurfa að borga rándýrum dagmömmum, svo einhvað sé nefnt. En það stóra sem ég tel að þurfi að gerast í kjölfar þessara breytinga - sem við getum gert NÚNA - er stór samfélagsleg hugarfarsleg breyting. Við erum nefnilega öll ÞORPIÐ. Við getum öll hjálpað mæðrum og foreldrum og stutt við bakið á þeim. Eins og að skafa vel af gangstéttum svo að fólk með vagna komist leiða sinna, sína foreldrum þolinmæði og gefa þeim falleg bros frekar en svipi. Hjálpa mæðrum með vagna sína inn í strætó og standa upp fyrir þeim ef þú situr á vagna svæðinu eða sérð móður halda á barni sínu standandi í fullum strætó. Gefa barninu bros og veita því athygli svo að foreldrið geti fengið smá andlega hvíld og að vera ekki með læti við hliðina á sofandi barni, líta vel í kringum sig áður en þú brunar af stað á mótorhjólinu þínu og lætur lítið barn fara að gráta og svo fullt fleira. Einnig þurfum við sem samfélag að sýna barnafjölskyldum að þau eru velkomin og partur af þessu samfélagi: eins og að leyfa fólki að vinna hlutastarf meðan það er með lítið kríli heima, og vera með leiksvæði á kaffihúsum þar sem fólk getur fengið sér kaffi en líka tekið börnin sín með. Fólk sem hefur búið erlendis getur komið með mörg dæmi um það hvernig börn séu meira velkomin í þeirra landi en hér: eins og að hittast vikulega á bókasafninu í sögustund, eins og í bretlandi; eða opnir leikskólar á sumrin í Svíþjóð, þar sem foreldrar geta komið með börnin sín en þar eru samt leikskólakennarar að leika við krakkana. Það virðist vera fækkun á svæðum fyrir foreldra, eins og það sé verið að segja hið gagnstæð:, “þið eruð ekki velkomin hér”. Þar er t.d. hægt að nefna fækkun leiksvæða á kaffihúsum og Kringlan virðist vilja segja “þú mátt koma og setja barnið þitt í pössun hjá okkur annars er það ekki velkomið”, með fækkun sinni á leiksvæðum á göngum verslunarmiðstöðvarinnar. Ég hef fundið fyrir mun meiri aðstoð og hlýju frá t.d. Japönum, hér á landi, sem standa við bakið á fjölskyldum í kjarna síns samfélags, eins og að fá hjálp með vagninn og hlýlegt viðmót frekar en íslendingunum sem virðast hafa það hugarfar að þetta sé mín ákvörðun og því mitt vandamál. Ég get nefnt ótal fleirri dæmi og móðirinn eða foreldrið við hliðina á þér getur það eflaust líka, en við þurfum að gera betur, sem samfélag og sem einstaklingar. Það tekur aðeins þessa littlu hugarfarslegu breytingu. Að sýna skilning, þakklæti og ánægju til fólks sem tekur þá ákvörðun að eiga börn ( sem er fullt starf í sjálfum sér) í þessu erfiða samfélagslega umhverfi sem við búum í, með fullt starf, áhugamál og vini. Ég er ekki að skrifa þetta til að fá vorkun eða aðstoð, heldur til að byrja samfélagslega umræðu um það hvernig við getum öll saman stutt við bakið á foreldrum en ekki bara beðið eftir því að stjórnvöld geri eitthvað. Við þurfum klárlega að gera betur í málum foreldra og hjálpa fólki að eiga efni á þaki yfir höfuðið og geta keypt sér mat, en við þurfum líka að gera samfélagslega hugarfarslega breytingu. Þar sem við stöndum þétt saman með foreldrum og hjálpumst að við að gera þetta samfélag og land barnvænt á fleiri en einn veg. Við getum öll verið þorpið sem þetta fólk þarf og á skilið að fá. Höfundur er móðir.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun